Eldglæringar milli Guðlaugs Þórs og Viðreisnarfólks Jakob Bjarnar skrifar 13. apríl 2018 10:07 Það var fjör á þinginu á nótt og athyglisvert að heyra hvernig taktar gamalreyndra stjórnmálamanna komu Guðmundi Andra fyrir sjónir, en eldglæringar voru milli þeirra Guðlaugs Þórs og Þorgerðar. Nokkur átök voru á þinginu í nótt í umræðu um fjármálaáætlun og sló í brýnu, einkum milli Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra og svo þingmanna Viðreisnar. Guðmundur Andri Thorsson, alþingismaður og rithöfundur, sem nú situr sitt fyrsta þing, sá Guðlaug Þór Þórðarson reyndar fyrir sér sem rappara í ræðupúlti þingsins í nótt – slíkir voru taktarnir. Guðmundur Andri kann að koma orðum að því en umræðurnar stóðu til hálftvö í nótt. „Í minn hlut komu menntamálaráðherra, umhverfisráðherra, ferðamála-, nýsköpunar- og iðnaðarráðherra, utanríkisráðherra og dómsmálaráðherra, sem reyndar var Bjarni Benediktsson í fjarveru Sigríðar Á. Andersen.Þetta gekk allt nokkuð vel, nema kannski þegar í stað utanríkisráðherra birtist einhvers konar rappari – MC Gulli – sem tók sennu við hvern þann þingmann sem féll ekki á kné og sór honum trúnaðareiða. Eldglæringar þegar hann átti orðastað við Viðreisnarfólk og ég lenti þarna á milli eins og ég hefði villst inn í eitthvert ógurlegt Valhallardrama.“Guðmundur Andri segir að annars hafi þetta verið prýðilegar umræður og ráðherrar vel með á nótunum, nema eðlilega Bjarni í hlutverki Sigríðar. En, hvernig mátti þetta vera að utanríkisráðherra fór skyndilega að minna þingmanninn á rappara? „Hann var rosalegur. Byrjaði í innleggi sínu að lesa eins hratt og hann gat – sem var mjög hratt en óneitanlega rapparalegt. Var svo mjög agressífur í andsvörum, nema við Ólaf Ísleifsson sem var beinlínis lotningarfullur.“ Guðmundur Andri segir að á undan sér í púltið hafi farið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. „Þar fór allt upp í loft milli þeirra Gulla – út af Evrópumálum, nema hvað – og svo var það Þorsteinn Víglundsson sem fékk að kenna á MC Gulla eftir að hann hafði jarðað mig og stappað á líkinu,“ segir Guðmundur Andri í samtali við Vísi. „Þetta var mjög kostulegt. En maður hefur á tilfinningunni að þetta sé allt leikur meira og minna.“Já, óneitanlega fær maður það oft á tilfinninguna að umræða á þingi sé á leikskólastigi? „Já, fólk skemmtir sér við þetta. Hefur stundað þennan leik síðan það var 16 ára.“ Alþingi Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Sjá meira
Nokkur átök voru á þinginu í nótt í umræðu um fjármálaáætlun og sló í brýnu, einkum milli Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra og svo þingmanna Viðreisnar. Guðmundur Andri Thorsson, alþingismaður og rithöfundur, sem nú situr sitt fyrsta þing, sá Guðlaug Þór Þórðarson reyndar fyrir sér sem rappara í ræðupúlti þingsins í nótt – slíkir voru taktarnir. Guðmundur Andri kann að koma orðum að því en umræðurnar stóðu til hálftvö í nótt. „Í minn hlut komu menntamálaráðherra, umhverfisráðherra, ferðamála-, nýsköpunar- og iðnaðarráðherra, utanríkisráðherra og dómsmálaráðherra, sem reyndar var Bjarni Benediktsson í fjarveru Sigríðar Á. Andersen.Þetta gekk allt nokkuð vel, nema kannski þegar í stað utanríkisráðherra birtist einhvers konar rappari – MC Gulli – sem tók sennu við hvern þann þingmann sem féll ekki á kné og sór honum trúnaðareiða. Eldglæringar þegar hann átti orðastað við Viðreisnarfólk og ég lenti þarna á milli eins og ég hefði villst inn í eitthvert ógurlegt Valhallardrama.“Guðmundur Andri segir að annars hafi þetta verið prýðilegar umræður og ráðherrar vel með á nótunum, nema eðlilega Bjarni í hlutverki Sigríðar. En, hvernig mátti þetta vera að utanríkisráðherra fór skyndilega að minna þingmanninn á rappara? „Hann var rosalegur. Byrjaði í innleggi sínu að lesa eins hratt og hann gat – sem var mjög hratt en óneitanlega rapparalegt. Var svo mjög agressífur í andsvörum, nema við Ólaf Ísleifsson sem var beinlínis lotningarfullur.“ Guðmundur Andri segir að á undan sér í púltið hafi farið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. „Þar fór allt upp í loft milli þeirra Gulla – út af Evrópumálum, nema hvað – og svo var það Þorsteinn Víglundsson sem fékk að kenna á MC Gulla eftir að hann hafði jarðað mig og stappað á líkinu,“ segir Guðmundur Andri í samtali við Vísi. „Þetta var mjög kostulegt. En maður hefur á tilfinningunni að þetta sé allt leikur meira og minna.“Já, óneitanlega fær maður það oft á tilfinninguna að umræða á þingi sé á leikskólastigi? „Já, fólk skemmtir sér við þetta. Hefur stundað þennan leik síðan það var 16 ára.“
Alþingi Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Sjá meira