Eigandi Roma um gosbrunnastökkið sitt: „Ég á það til að fara aðeins of langt“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. apríl 2018 22:30 James Pallotta. Vísir/Getty James Pallotta, eigandi ítalska félagsins Roma, var í það mikili sigurvímu eftir að liðið hans sló Barcelona út úr Meistaradeildinni í vikunni að hann hoppaði út í einn frægasta gosbrunn Rómarborgar. Hann hefur nú beðist afsökunar. „Ég held að það megi ekki lengur stökkva út í gosbrunnana hér í Róm. Ég fæ líklega símtal og sekt,“ sagði James Pallotta við fjölmiðla daginn eftir gosbrunnastökkið. Hann hafði líka rétt fyrir sér. Tveimur klukkutímum síðar fékk hann 450 evru sekt fyrir að stökkva út í Piazza del Popolo gosbrunninn eins og náðist á myndband sem sjá má hér fyrir neðan.UNBELIEVABLE! Roma president Pallotta throwing himself in the fountain surrounded by fans! pic.twitter.com/tqSnehrMbp — Tancredi Palmeri (@tancredipalmeri) April 10, 2018 5500 krónur er samt ekki mikil sekt fyrir mann eins og Pallotta. Hann gerði því gott betur. Pallotta bað Virginia Raggi, borgarstjóra Rómarborgar, persónulega afsökunar, og gaf síðan 230 þúsund evrur, eða 28 milljónir, í endurbyggingu gosbrunnarins fyrir framan Pantheon-hofið í Róm. „Ég sá aldrei eftir þessu. Ég á það til að ganga of langt og það nær alla leið aftur til háskólanámsins," sagði James Pallotta í viðtali við World Football show í BBC útvarpinu. Hann endaði rennandi blautur upp á hótelherbergi eftir næturgaman. Roma vann leikinn 3-0 eftir að hafa tapað 4-1 í fyrri leiknum í Barcelona. Ítalska liðið komst því áfram á fleiri mörkum á útivelli. Fögnuðurinn var rosalegur á Ólympíuleikvanginum í Róm og það misstu sig hreinlega allir, hvort sem þeir voru leikmenn, starfsmenn, áhorfendur eða blaðamenn. Það var líka mikið fjör í klefanum en þar lét Pallotta þó ekki sjá sig. „Ég fór ekki í búningsklefann eftir leikinn því mér fannst þetta eiga bara að snúast um leikmennina sjálfa,“ sagði Pallotta. „Ég er ekki einn af þessum eigendum sem telur sig þurfa alltaf að vera í búningsklefanum. Oftast er miklu skemmtilegra hjá þeim þegar eigandinn er ekki nærri,“ sagði Pallotta. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Sjá meira
James Pallotta, eigandi ítalska félagsins Roma, var í það mikili sigurvímu eftir að liðið hans sló Barcelona út úr Meistaradeildinni í vikunni að hann hoppaði út í einn frægasta gosbrunn Rómarborgar. Hann hefur nú beðist afsökunar. „Ég held að það megi ekki lengur stökkva út í gosbrunnana hér í Róm. Ég fæ líklega símtal og sekt,“ sagði James Pallotta við fjölmiðla daginn eftir gosbrunnastökkið. Hann hafði líka rétt fyrir sér. Tveimur klukkutímum síðar fékk hann 450 evru sekt fyrir að stökkva út í Piazza del Popolo gosbrunninn eins og náðist á myndband sem sjá má hér fyrir neðan.UNBELIEVABLE! Roma president Pallotta throwing himself in the fountain surrounded by fans! pic.twitter.com/tqSnehrMbp — Tancredi Palmeri (@tancredipalmeri) April 10, 2018 5500 krónur er samt ekki mikil sekt fyrir mann eins og Pallotta. Hann gerði því gott betur. Pallotta bað Virginia Raggi, borgarstjóra Rómarborgar, persónulega afsökunar, og gaf síðan 230 þúsund evrur, eða 28 milljónir, í endurbyggingu gosbrunnarins fyrir framan Pantheon-hofið í Róm. „Ég sá aldrei eftir þessu. Ég á það til að ganga of langt og það nær alla leið aftur til háskólanámsins," sagði James Pallotta í viðtali við World Football show í BBC útvarpinu. Hann endaði rennandi blautur upp á hótelherbergi eftir næturgaman. Roma vann leikinn 3-0 eftir að hafa tapað 4-1 í fyrri leiknum í Barcelona. Ítalska liðið komst því áfram á fleiri mörkum á útivelli. Fögnuðurinn var rosalegur á Ólympíuleikvanginum í Róm og það misstu sig hreinlega allir, hvort sem þeir voru leikmenn, starfsmenn, áhorfendur eða blaðamenn. Það var líka mikið fjör í klefanum en þar lét Pallotta þó ekki sjá sig. „Ég fór ekki í búningsklefann eftir leikinn því mér fannst þetta eiga bara að snúast um leikmennina sjálfa,“ sagði Pallotta. „Ég er ekki einn af þessum eigendum sem telur sig þurfa alltaf að vera í búningsklefanum. Oftast er miklu skemmtilegra hjá þeim þegar eigandinn er ekki nærri,“ sagði Pallotta.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Sjá meira