Suður-ameríska knattspyrnusambandið sendi í vikunni fyrirspurn á FIFA um að taka upp 48 liða HM í Katar 2022 en áætlun FIFA um að stækka mótið átti að taka gildi síðar.
Keppnin átti að stækka úr 32-liðum í 48-lið árið 2026 en nú hafa Suður-Ameríkuþjóðir tekið saman höndum og lagt inn beiðni þess efnis að 2022 verði liðin 48 í stað 32.
„Við óskum eftir því að 2022 verði heimsmeistaramótið spilað með 48 liðum,” sagði Alejandro Dominguez, forseti CONMEBOL (suður-ameríska sambandsins), en tíu knattspyrnuformenn Suður-Ameríku þjóða skrifuðu undir plaggið sem Dominguez afhenti forseta FIFA.
Fimm lið frá Suður-Ameríku verða á HM í Rússlandi í sumar en það eru Úrúgvæ, Kólumbía, Perú, Brasilía og Argentína sem er einmitt með Íslandi í riðli.
Vanalega fær Suður-Ameríka fjögur pláss á HM en fimmta sætið er barátta milli tveggja heimsálfa. Nú vann Perú Nýja Sjáland í baráttunni um síðasta sætið.
Verði breytingar á þessu þá mun Suður-Ameríka fá sex sæti og eitt lið fer í umspil við lið úr annari heimsálfu.
48 liða HM í Katar 2022?
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið


Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby
Íslenski boltinn


Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna
Enski boltinn


Íþróttamaður HK til liðs við ÍA
Íslenski boltinn


Frá Skagafirði á Akranes
Körfubolti

