Bjó sig undir stóra hjartaaðgerð fimm sinnum: „Erfitt að kveðja aðstandendur“ Hersir Aron Ólafsson skrifar 11. apríl 2018 20:00 Fresta þurfti yfir helmingi hjartaaðgerða á Landspítalanum í fyrra vegna manneklu og skorts á legurýmum á gjörgæslu. Hjartasjúklingur segir skelfilegt að hafa búið sig undir það versta og kvatt fjölskyldu sína fimm sinnum áður en loks kom að aðgerð. Í yfirlýsingu frá læknaráði Landspítalans í dag kemur fram að 56 prósentum allra hjartaaðgerða árið 2017 hafi verið frestað, þar af 36% vegna skorts á legurýmum á gjörgæslu. Ebba Margrét Magnúsdóttir, formaður læknaráðs, segir ástandið óviðunandi. „Þegar þú ert að fara í stóra hjartaaðgerð ertu búinn að búa þig undir það. Hugsanlega er fjölskyldan búin að taka sér frí frá vinnu. Ef þú býrð úti á landi ertu búinn að koma í bæinn. Læknir sem er að fara að framkvæma stóra hjartaaðgerð, hann er líka búinn að undirbúa sig. Oft er þetta ekki ljóst fyrr en samdægurs, þegar aðgerðin á sér stað, að ekki verði mögulegt að framkvæma hana vegna þess að ekki er pláss á gjörgæslu fyrir sjúklinginn eftir aðgerðina.Hlynur Smári Þórðarson.Mynd/Stöð 2„Ég var ansi langt niðri“ Þannig eru dæmi um að stórri hjartaaðgerð sama sjúklings hafi verið frestað sex sinnum. Hinn 71 árs gamli Hlynur Smári Þórðarson er næsti bær við, en um jólin var honum tjáð að hann þyrfti að fara í umfangsmikla hjartalokuaðgerð strax eftir áramót. Líkurnar á að hann myndi lifa aðgerðina af segir hann hafa verið rétt yfir 50 prósent. „Ég var ansi langt niðri. Svo kemur 3. janúar þegar gera átti aðgerðina, en þá er frestað til 9. janúar, svo aftur til 11., 13. 24. og svo loks 30. janúar þá er ég skorinn,“ segir Hlynur. Á næstsíðasta aðgerðadeginum var Hlynur kominn alla leið í sjúkrarúmið þegar hann frétti að fresta ætti aðgerðinni enn einu sinni. „Ég var bara tilbúinn í rúminu og beið eftir því að vera sóttur. Ég var alveg bara í góðu standi, búinn að róa mig niður þannig lagað. Svo komu læknarnir upp og sögðu bara því miður, það væri ekki pláss á gjörgæslunni.“Margir hjúkrunarfræðingar farnir í flugið Ebba segir húsnæðismál leika stórt hlutverk í vandanum, þó skýringarnar séu mun fleiri og samverkandi. „Við erum að fá fjöldann allan af ferðamönnum til landsins og það hafa orðið hörmuleg slys þar eins og við vitum. Þeir liggja líka og dekka gjörgæsluplássin. Mönnun hjúkrunarfræðinga er vissulega umhugsunarverð. Á spítalann vantar í dag á annað hundrað hjúkrunarfræðinga. Við erum að sjá þá í öðrum störfum eins og t.d. í fluginu,“ segir Ebba. Hlynur segir alltént nauðsynlegt að gera úrbætur hið fyrsta. Hann kann lækni sínum miklar þakkir fyrir hve vel aðgerðin tókst, en segir biðina hreinlega skelfilega. „Það náttúrulega segir sig sjálft að það er erfitt að kveðja alltaf aðstandendur. Maður vill ekki að nokkur maður þurfi að lenda í þessu. Það er nóg að gera það einu sinni bara.“ Heilbrigðismál Tengdar fréttir Hafa þurft að fresta hjartaaðgerð sex sinnum hjá sama sjúklingi Sjúklingar á leið í stærri aðgerðir á borð við hjartaaðgerðir á Landspítalanum hafa þurft að þola endurteknar frestanir á síðustu stundum. 11. apríl 2018 14:22 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Fresta þurfti yfir helmingi hjartaaðgerða á Landspítalanum í fyrra vegna manneklu og skorts á legurýmum á gjörgæslu. Hjartasjúklingur segir skelfilegt að hafa búið sig undir það versta og kvatt fjölskyldu sína fimm sinnum áður en loks kom að aðgerð. Í yfirlýsingu frá læknaráði Landspítalans í dag kemur fram að 56 prósentum allra hjartaaðgerða árið 2017 hafi verið frestað, þar af 36% vegna skorts á legurýmum á gjörgæslu. Ebba Margrét Magnúsdóttir, formaður læknaráðs, segir ástandið óviðunandi. „Þegar þú ert að fara í stóra hjartaaðgerð ertu búinn að búa þig undir það. Hugsanlega er fjölskyldan búin að taka sér frí frá vinnu. Ef þú býrð úti á landi ertu búinn að koma í bæinn. Læknir sem er að fara að framkvæma stóra hjartaaðgerð, hann er líka búinn að undirbúa sig. Oft er þetta ekki ljóst fyrr en samdægurs, þegar aðgerðin á sér stað, að ekki verði mögulegt að framkvæma hana vegna þess að ekki er pláss á gjörgæslu fyrir sjúklinginn eftir aðgerðina.Hlynur Smári Þórðarson.Mynd/Stöð 2„Ég var ansi langt niðri“ Þannig eru dæmi um að stórri hjartaaðgerð sama sjúklings hafi verið frestað sex sinnum. Hinn 71 árs gamli Hlynur Smári Þórðarson er næsti bær við, en um jólin var honum tjáð að hann þyrfti að fara í umfangsmikla hjartalokuaðgerð strax eftir áramót. Líkurnar á að hann myndi lifa aðgerðina af segir hann hafa verið rétt yfir 50 prósent. „Ég var ansi langt niðri. Svo kemur 3. janúar þegar gera átti aðgerðina, en þá er frestað til 9. janúar, svo aftur til 11., 13. 24. og svo loks 30. janúar þá er ég skorinn,“ segir Hlynur. Á næstsíðasta aðgerðadeginum var Hlynur kominn alla leið í sjúkrarúmið þegar hann frétti að fresta ætti aðgerðinni enn einu sinni. „Ég var bara tilbúinn í rúminu og beið eftir því að vera sóttur. Ég var alveg bara í góðu standi, búinn að róa mig niður þannig lagað. Svo komu læknarnir upp og sögðu bara því miður, það væri ekki pláss á gjörgæslunni.“Margir hjúkrunarfræðingar farnir í flugið Ebba segir húsnæðismál leika stórt hlutverk í vandanum, þó skýringarnar séu mun fleiri og samverkandi. „Við erum að fá fjöldann allan af ferðamönnum til landsins og það hafa orðið hörmuleg slys þar eins og við vitum. Þeir liggja líka og dekka gjörgæsluplássin. Mönnun hjúkrunarfræðinga er vissulega umhugsunarverð. Á spítalann vantar í dag á annað hundrað hjúkrunarfræðinga. Við erum að sjá þá í öðrum störfum eins og t.d. í fluginu,“ segir Ebba. Hlynur segir alltént nauðsynlegt að gera úrbætur hið fyrsta. Hann kann lækni sínum miklar þakkir fyrir hve vel aðgerðin tókst, en segir biðina hreinlega skelfilega. „Það náttúrulega segir sig sjálft að það er erfitt að kveðja alltaf aðstandendur. Maður vill ekki að nokkur maður þurfi að lenda í þessu. Það er nóg að gera það einu sinni bara.“
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Hafa þurft að fresta hjartaaðgerð sex sinnum hjá sama sjúklingi Sjúklingar á leið í stærri aðgerðir á borð við hjartaaðgerðir á Landspítalanum hafa þurft að þola endurteknar frestanir á síðustu stundum. 11. apríl 2018 14:22 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Hafa þurft að fresta hjartaaðgerð sex sinnum hjá sama sjúklingi Sjúklingar á leið í stærri aðgerðir á borð við hjartaaðgerðir á Landspítalanum hafa þurft að þola endurteknar frestanir á síðustu stundum. 11. apríl 2018 14:22