Ráðherra segir heilbrigðiskerfið vanbúið til þess að taka á fíknivanda barna Jóhann K. Jóhannsson skrifar 11. apríl 2018 18:45 Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra segir til skoðunar að opna sérstaka deild fyrir börn með fjölþættan vanda en börnum sem ánetjast hafa fíkniefnum hefur verið vísað frá barna- og unglingageðdeild og vistuð í umhverfi þar sem þau eiga ekkert erindi. Ráðherra segir heilbrigðiskerfið vanbúið til þess að takast á við vanda ungra fíkla. Úrræðaleysi yfirvalda í barnaverndarmálum og málefnum barna með fíknivanda sætir harðri gagnrýni en foreldrar, skólastjórnendur og sérfræðingar segja heilbrigðiskerfið hafa brugðist þessum börnum og að vandinn fari ört vaxandi. „Og það vantar slík úrræði til að mæta þessum börnum. Það vantar bara alls staðar. Það geta allir verið sammála um það að barn sem er komið í alvarlegan vímuefnavanda, það á ekki heima inni í grunnskóla,“ sagði Þorsteinn Sæberg, formaður Skólastjórafélags Íslands í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Okkar barn hefði þurft aðstoð, ekki geymslu eins og mörg þessi úrræði,“ sagði Sigvaldi Sigurbjörnsson, foreldri barns sem á við margþættan vanda að stríða, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í fyrrakvöld. „Það vantar úrræði. Það er eiginlega ekki hægt að afsaka í raun og vera að sinna þeim ekki,“ sagði Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, sömuleiðis í kvöldfréttum Stöðvar 2 í fyrrakvöld. Heilbrigðisráðherra segir að yfirvöld verði að bregðast strax við og segir að félagsmálaráðherra hafa haft frumkvæði að því að málið hafi verið upp í ríkisstjórn og að um það sé fjallað þvert á ráðuneyti. „En ég tek algjörlega undir þau sjónarmið sem hafa komið fram og athugasemdir við það að við erum vanbúin í heilbrigðiskerfinu að takast á við stöðu þessara barna sem glíma við fíkn,“ segir Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Hundrað tuttugu og þrjú börn voru á biðlista eftir að komast í meðferð hjá barna- og unglingageðdeild í lok mars. Í svari Landspítala við fyrirspurn fréttastofu segir að reglulega kom það upp að börn með alvarleg geðræn einkenni og fíkniefnavanda eru lögð inn á legudeild BUGL. Upp hafi þó komið tilvik og aðstæður þar sem umgjörð legudeildarinnar hafi ekki getað haldið börnum með fíkniefnavanda sem einnig eru með alvarlegan geðrænan vanda og ofbeldisfulla hegðun. Þau börn hafi þá verið lögð inn lagðir inn á fullorðinsgeðdeildir til meðhöndlunar, þ.m.t. á sérhæfða fíknigeðdeild. Engin sambærileg deild er til á Íslandi fyrir börn og unglinga. Heilbrigðisráðherra segir flest meðferðarúrræði vera í höndum félagasamtaka en ekki í opinberri heilbrigðisþjónustu. „Og ég tel að það sé eitt af því sem við þurfum að skoða þegar við förum yfir málið þvert á ráðuneyti,“ segir Svandís. Í ljósi þess að börnum með fjölþættan vanda sé vísað frá BUGL, er það á stefnuskránni að stofna deild fyrir börn með fíkni- og geðrænan vanda? „Mér finnst við þurfa skoða það“, segir Svandís. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Börn í vímuefnavanda í skólanum í stað þess að fá faglega aðstoð Skólastjórnendur segja sárlega vanta úrræði fyrir börn í vímuefnavanda og að börn í slíkum vanda eigi ekki heima í grunnskólanum. Formaður skólastjórafélags Íslands segir skýr merki um að vímuefnaneysla nái til yngri barna nú en áður. 10. apríl 2018 20:00 „Vita aldrei hvort systkinið komi heim aftur lifandi“ Foreldrar barns sem hefur farið milli úrræða í barnaverndarkerfinu segja yfirvöld eingöngu bjóða upp á geymslu fyrir börn í vanda og fjölskyldan líði fyrir úrræðaleysi. Sviðsstjóri Barnaverndarstofu segir fækkun meðferðarheimila skýrast af minni eftirspurn. 9. apríl 2018 21:30 Ekki afsakanlegt að sinna ekki börnum í fjölþættum vanda Flest ungmenni sem koma í meðferð á Vogi eru á aldrinum 16-18 ára. Yfirlæknir á Vogi segir meðferðina gagnast mörgum ungmennum en að sum börn, og þá sérstaklega þau sem yngri eru, þurfi sértækari úrræði hjá heilbrigðisstofnun. 9. apríl 2018 20:00 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Heilbrigðisráðherra segir til skoðunar að opna sérstaka deild fyrir börn með fjölþættan vanda en börnum sem ánetjast hafa fíkniefnum hefur verið vísað frá barna- og unglingageðdeild og vistuð í umhverfi þar sem þau eiga ekkert erindi. Ráðherra segir heilbrigðiskerfið vanbúið til þess að takast á við vanda ungra fíkla. Úrræðaleysi yfirvalda í barnaverndarmálum og málefnum barna með fíknivanda sætir harðri gagnrýni en foreldrar, skólastjórnendur og sérfræðingar segja heilbrigðiskerfið hafa brugðist þessum börnum og að vandinn fari ört vaxandi. „Og það vantar slík úrræði til að mæta þessum börnum. Það vantar bara alls staðar. Það geta allir verið sammála um það að barn sem er komið í alvarlegan vímuefnavanda, það á ekki heima inni í grunnskóla,“ sagði Þorsteinn Sæberg, formaður Skólastjórafélags Íslands í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Okkar barn hefði þurft aðstoð, ekki geymslu eins og mörg þessi úrræði,“ sagði Sigvaldi Sigurbjörnsson, foreldri barns sem á við margþættan vanda að stríða, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í fyrrakvöld. „Það vantar úrræði. Það er eiginlega ekki hægt að afsaka í raun og vera að sinna þeim ekki,“ sagði Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, sömuleiðis í kvöldfréttum Stöðvar 2 í fyrrakvöld. Heilbrigðisráðherra segir að yfirvöld verði að bregðast strax við og segir að félagsmálaráðherra hafa haft frumkvæði að því að málið hafi verið upp í ríkisstjórn og að um það sé fjallað þvert á ráðuneyti. „En ég tek algjörlega undir þau sjónarmið sem hafa komið fram og athugasemdir við það að við erum vanbúin í heilbrigðiskerfinu að takast á við stöðu þessara barna sem glíma við fíkn,“ segir Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Hundrað tuttugu og þrjú börn voru á biðlista eftir að komast í meðferð hjá barna- og unglingageðdeild í lok mars. Í svari Landspítala við fyrirspurn fréttastofu segir að reglulega kom það upp að börn með alvarleg geðræn einkenni og fíkniefnavanda eru lögð inn á legudeild BUGL. Upp hafi þó komið tilvik og aðstæður þar sem umgjörð legudeildarinnar hafi ekki getað haldið börnum með fíkniefnavanda sem einnig eru með alvarlegan geðrænan vanda og ofbeldisfulla hegðun. Þau börn hafi þá verið lögð inn lagðir inn á fullorðinsgeðdeildir til meðhöndlunar, þ.m.t. á sérhæfða fíknigeðdeild. Engin sambærileg deild er til á Íslandi fyrir börn og unglinga. Heilbrigðisráðherra segir flest meðferðarúrræði vera í höndum félagasamtaka en ekki í opinberri heilbrigðisþjónustu. „Og ég tel að það sé eitt af því sem við þurfum að skoða þegar við förum yfir málið þvert á ráðuneyti,“ segir Svandís. Í ljósi þess að börnum með fjölþættan vanda sé vísað frá BUGL, er það á stefnuskránni að stofna deild fyrir börn með fíkni- og geðrænan vanda? „Mér finnst við þurfa skoða það“, segir Svandís.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Börn í vímuefnavanda í skólanum í stað þess að fá faglega aðstoð Skólastjórnendur segja sárlega vanta úrræði fyrir börn í vímuefnavanda og að börn í slíkum vanda eigi ekki heima í grunnskólanum. Formaður skólastjórafélags Íslands segir skýr merki um að vímuefnaneysla nái til yngri barna nú en áður. 10. apríl 2018 20:00 „Vita aldrei hvort systkinið komi heim aftur lifandi“ Foreldrar barns sem hefur farið milli úrræða í barnaverndarkerfinu segja yfirvöld eingöngu bjóða upp á geymslu fyrir börn í vanda og fjölskyldan líði fyrir úrræðaleysi. Sviðsstjóri Barnaverndarstofu segir fækkun meðferðarheimila skýrast af minni eftirspurn. 9. apríl 2018 21:30 Ekki afsakanlegt að sinna ekki börnum í fjölþættum vanda Flest ungmenni sem koma í meðferð á Vogi eru á aldrinum 16-18 ára. Yfirlæknir á Vogi segir meðferðina gagnast mörgum ungmennum en að sum börn, og þá sérstaklega þau sem yngri eru, þurfi sértækari úrræði hjá heilbrigðisstofnun. 9. apríl 2018 20:00 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Börn í vímuefnavanda í skólanum í stað þess að fá faglega aðstoð Skólastjórnendur segja sárlega vanta úrræði fyrir börn í vímuefnavanda og að börn í slíkum vanda eigi ekki heima í grunnskólanum. Formaður skólastjórafélags Íslands segir skýr merki um að vímuefnaneysla nái til yngri barna nú en áður. 10. apríl 2018 20:00
„Vita aldrei hvort systkinið komi heim aftur lifandi“ Foreldrar barns sem hefur farið milli úrræða í barnaverndarkerfinu segja yfirvöld eingöngu bjóða upp á geymslu fyrir börn í vanda og fjölskyldan líði fyrir úrræðaleysi. Sviðsstjóri Barnaverndarstofu segir fækkun meðferðarheimila skýrast af minni eftirspurn. 9. apríl 2018 21:30
Ekki afsakanlegt að sinna ekki börnum í fjölþættum vanda Flest ungmenni sem koma í meðferð á Vogi eru á aldrinum 16-18 ára. Yfirlæknir á Vogi segir meðferðina gagnast mörgum ungmennum en að sum börn, og þá sérstaklega þau sem yngri eru, þurfi sértækari úrræði hjá heilbrigðisstofnun. 9. apríl 2018 20:00
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent