Nýtt íþróttahús og æfingasundlaug við Klettaskóla Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. apríl 2018 13:47 Frá opnunarathöfninni í Klettaskóla í dag. Reykjavíkurborg Fjölmenni var við athöfn í Klettaskóla í dag þegar nýtt og glæsilegt íþróttahús og æfingasundlaug fyrir fatlaða nemendur var tekin í notkun. Kostnaður við framkvæmdirnar sem hófust árið 2015 er áætlaður um þrír milljarðar króna. „Þessi nýbygging markar tímamót fyrir bæði nemendur og starfsfólk í Klettaskóla. Hér er ekki bara risin glæsileg viðbygging sem fellur vel inn í umhverfið, heldur uppfyllir íþróttahúsið og sundlaugaraðstaðan allar nútímakröfur um aðgengi og þjálfun fyrir fatlaða nemendur og gjörbyltir aðstöðu þeirra til íþróttaiðkunar,“ sagði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Nýr íþróttasalur er 1.755 fermetrar og búinn margvíslegum æfingatækjum. Í sundlaugarsalnum eru tvær laugar og einn stór pottur. Stærsta laugin er 8m x 16,7m og er með fjórum brautum. Minni þjálfunarlaug er með lyftanlegum botni. Við opnun laugarinnar í dag sýndu nemendur æfingalaugina en íþróttafélagið Ösp mun hafa þar aðstöðu til sundþjálfunar.Nemendur brugðu á leik í morgun.ReykjavíkurborgFramkvæmdir við viðbyggingu við Klettaskóla hófust vorið 2015, en áætlaður kostnaður við hana og endurgerð á eldra húsnæði og lóð er áætlaður um þrír milljarðar króna. Lokið er við tengibygginu þar sem anddyri skólans er og hafa verið sett upp fatahengi og rúmgóð aðstaða til að taka á móti nemendum. Þá hafa ýmsar endurbætur verið gerðar á gamla skólahúsnæðinu. Í nýrri viðbyggingu verður líka fullkomin frístundaaðstaða og félagsmiðstöð að því er segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Gert er ráð fyrir að framkvæmdum við viðbyggingu verði að fullu lokið í ágúst þegar nýtt skólaár hefst. Arkitektastofan OG, VSÓ Ráðgjöf og Efla sáu um hönnun viðbyggingarinnar. Klettaskóli er sérskóli á grunnskólastigi með fjölbreyttan hóp nemenda með ólíkar þarfir í námi, líkamlegri þjálfun og félagslífi sem kalla á mikinn sveigjanleika í húsnæði og öllum búnaði. Líkamleg hreyfing og þjálfun er nemendum afar mikilvæg og er aðstaðan með nýrri þjálfunarsundlaug og íþróttasal því afar kærkomin. Í Klettaskóla er aðstaða fyrir 80-100 nemendur en skólinn þjónar öllu landinu. Skólinn varð til við samruna Öskjuhlíðarskóla og Safamýrarskóla. Skólastjóri er Árni Einarsson. Skóla - og menntamál Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Fjölmenni var við athöfn í Klettaskóla í dag þegar nýtt og glæsilegt íþróttahús og æfingasundlaug fyrir fatlaða nemendur var tekin í notkun. Kostnaður við framkvæmdirnar sem hófust árið 2015 er áætlaður um þrír milljarðar króna. „Þessi nýbygging markar tímamót fyrir bæði nemendur og starfsfólk í Klettaskóla. Hér er ekki bara risin glæsileg viðbygging sem fellur vel inn í umhverfið, heldur uppfyllir íþróttahúsið og sundlaugaraðstaðan allar nútímakröfur um aðgengi og þjálfun fyrir fatlaða nemendur og gjörbyltir aðstöðu þeirra til íþróttaiðkunar,“ sagði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Nýr íþróttasalur er 1.755 fermetrar og búinn margvíslegum æfingatækjum. Í sundlaugarsalnum eru tvær laugar og einn stór pottur. Stærsta laugin er 8m x 16,7m og er með fjórum brautum. Minni þjálfunarlaug er með lyftanlegum botni. Við opnun laugarinnar í dag sýndu nemendur æfingalaugina en íþróttafélagið Ösp mun hafa þar aðstöðu til sundþjálfunar.Nemendur brugðu á leik í morgun.ReykjavíkurborgFramkvæmdir við viðbyggingu við Klettaskóla hófust vorið 2015, en áætlaður kostnaður við hana og endurgerð á eldra húsnæði og lóð er áætlaður um þrír milljarðar króna. Lokið er við tengibygginu þar sem anddyri skólans er og hafa verið sett upp fatahengi og rúmgóð aðstaða til að taka á móti nemendum. Þá hafa ýmsar endurbætur verið gerðar á gamla skólahúsnæðinu. Í nýrri viðbyggingu verður líka fullkomin frístundaaðstaða og félagsmiðstöð að því er segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Gert er ráð fyrir að framkvæmdum við viðbyggingu verði að fullu lokið í ágúst þegar nýtt skólaár hefst. Arkitektastofan OG, VSÓ Ráðgjöf og Efla sáu um hönnun viðbyggingarinnar. Klettaskóli er sérskóli á grunnskólastigi með fjölbreyttan hóp nemenda með ólíkar þarfir í námi, líkamlegri þjálfun og félagslífi sem kalla á mikinn sveigjanleika í húsnæði og öllum búnaði. Líkamleg hreyfing og þjálfun er nemendum afar mikilvæg og er aðstaðan með nýrri þjálfunarsundlaug og íþróttasal því afar kærkomin. Í Klettaskóla er aðstaða fyrir 80-100 nemendur en skólinn þjónar öllu landinu. Skólinn varð til við samruna Öskjuhlíðarskóla og Safamýrarskóla. Skólastjóri er Árni Einarsson.
Skóla - og menntamál Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira