Nýtt íþróttahús og æfingasundlaug við Klettaskóla Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. apríl 2018 13:47 Frá opnunarathöfninni í Klettaskóla í dag. Reykjavíkurborg Fjölmenni var við athöfn í Klettaskóla í dag þegar nýtt og glæsilegt íþróttahús og æfingasundlaug fyrir fatlaða nemendur var tekin í notkun. Kostnaður við framkvæmdirnar sem hófust árið 2015 er áætlaður um þrír milljarðar króna. „Þessi nýbygging markar tímamót fyrir bæði nemendur og starfsfólk í Klettaskóla. Hér er ekki bara risin glæsileg viðbygging sem fellur vel inn í umhverfið, heldur uppfyllir íþróttahúsið og sundlaugaraðstaðan allar nútímakröfur um aðgengi og þjálfun fyrir fatlaða nemendur og gjörbyltir aðstöðu þeirra til íþróttaiðkunar,“ sagði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Nýr íþróttasalur er 1.755 fermetrar og búinn margvíslegum æfingatækjum. Í sundlaugarsalnum eru tvær laugar og einn stór pottur. Stærsta laugin er 8m x 16,7m og er með fjórum brautum. Minni þjálfunarlaug er með lyftanlegum botni. Við opnun laugarinnar í dag sýndu nemendur æfingalaugina en íþróttafélagið Ösp mun hafa þar aðstöðu til sundþjálfunar.Nemendur brugðu á leik í morgun.ReykjavíkurborgFramkvæmdir við viðbyggingu við Klettaskóla hófust vorið 2015, en áætlaður kostnaður við hana og endurgerð á eldra húsnæði og lóð er áætlaður um þrír milljarðar króna. Lokið er við tengibygginu þar sem anddyri skólans er og hafa verið sett upp fatahengi og rúmgóð aðstaða til að taka á móti nemendum. Þá hafa ýmsar endurbætur verið gerðar á gamla skólahúsnæðinu. Í nýrri viðbyggingu verður líka fullkomin frístundaaðstaða og félagsmiðstöð að því er segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Gert er ráð fyrir að framkvæmdum við viðbyggingu verði að fullu lokið í ágúst þegar nýtt skólaár hefst. Arkitektastofan OG, VSÓ Ráðgjöf og Efla sáu um hönnun viðbyggingarinnar. Klettaskóli er sérskóli á grunnskólastigi með fjölbreyttan hóp nemenda með ólíkar þarfir í námi, líkamlegri þjálfun og félagslífi sem kalla á mikinn sveigjanleika í húsnæði og öllum búnaði. Líkamleg hreyfing og þjálfun er nemendum afar mikilvæg og er aðstaðan með nýrri þjálfunarsundlaug og íþróttasal því afar kærkomin. Í Klettaskóla er aðstaða fyrir 80-100 nemendur en skólinn þjónar öllu landinu. Skólinn varð til við samruna Öskjuhlíðarskóla og Safamýrarskóla. Skólastjóri er Árni Einarsson. Skóla - og menntamál Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira
Fjölmenni var við athöfn í Klettaskóla í dag þegar nýtt og glæsilegt íþróttahús og æfingasundlaug fyrir fatlaða nemendur var tekin í notkun. Kostnaður við framkvæmdirnar sem hófust árið 2015 er áætlaður um þrír milljarðar króna. „Þessi nýbygging markar tímamót fyrir bæði nemendur og starfsfólk í Klettaskóla. Hér er ekki bara risin glæsileg viðbygging sem fellur vel inn í umhverfið, heldur uppfyllir íþróttahúsið og sundlaugaraðstaðan allar nútímakröfur um aðgengi og þjálfun fyrir fatlaða nemendur og gjörbyltir aðstöðu þeirra til íþróttaiðkunar,“ sagði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Nýr íþróttasalur er 1.755 fermetrar og búinn margvíslegum æfingatækjum. Í sundlaugarsalnum eru tvær laugar og einn stór pottur. Stærsta laugin er 8m x 16,7m og er með fjórum brautum. Minni þjálfunarlaug er með lyftanlegum botni. Við opnun laugarinnar í dag sýndu nemendur æfingalaugina en íþróttafélagið Ösp mun hafa þar aðstöðu til sundþjálfunar.Nemendur brugðu á leik í morgun.ReykjavíkurborgFramkvæmdir við viðbyggingu við Klettaskóla hófust vorið 2015, en áætlaður kostnaður við hana og endurgerð á eldra húsnæði og lóð er áætlaður um þrír milljarðar króna. Lokið er við tengibygginu þar sem anddyri skólans er og hafa verið sett upp fatahengi og rúmgóð aðstaða til að taka á móti nemendum. Þá hafa ýmsar endurbætur verið gerðar á gamla skólahúsnæðinu. Í nýrri viðbyggingu verður líka fullkomin frístundaaðstaða og félagsmiðstöð að því er segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Gert er ráð fyrir að framkvæmdum við viðbyggingu verði að fullu lokið í ágúst þegar nýtt skólaár hefst. Arkitektastofan OG, VSÓ Ráðgjöf og Efla sáu um hönnun viðbyggingarinnar. Klettaskóli er sérskóli á grunnskólastigi með fjölbreyttan hóp nemenda með ólíkar þarfir í námi, líkamlegri þjálfun og félagslífi sem kalla á mikinn sveigjanleika í húsnæði og öllum búnaði. Líkamleg hreyfing og þjálfun er nemendum afar mikilvæg og er aðstaðan með nýrri þjálfunarsundlaug og íþróttasal því afar kærkomin. Í Klettaskóla er aðstaða fyrir 80-100 nemendur en skólinn þjónar öllu landinu. Skólinn varð til við samruna Öskjuhlíðarskóla og Safamýrarskóla. Skólastjóri er Árni Einarsson.
Skóla - og menntamál Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira