Laun bæjarstjórnar Hafnarfjarðar hækkuðu um 22 milljónir króna Sigurður Mikael Jónsson skrifar 11. apríl 2018 06:00 Laun bæjarstjórans standa þó nokkuð í stað milli ára. Vísir/GVA Sú ákvörðun meirihluta bæjarstjórnar Hafnarfjarðar í janúar 2017 að láta laun bæjarfulltrúa fylgja umdeildri hækkun kjararáðs olli því að kostnaður vegna launa og launatengdra gjalda bæjarstjórnarinnar hækkaði um rúmar 22 milljónir milli ára. Laun og launatengd gjöld bæjarfulltrúa í bænum námu 45,1 milljón króna árið 2016 en 67,6 milljónum 2017. Þetta er hækkun um 50 prósent. Ákveðið var í júlí 2016 að laun bæjarfulltrúanna yrðu tiltekið hlutfall af þingfararkaupi. Í Fréttablaðinu í janúar 2017 kom fram að það væri gert til að færa launaákvarðanir úr höndum bæjarfulltrúa. Ákvörðun kjararáðs 1. nóvember 2016 um mikla launahækkun þjóðkjörinna fulltrúa þýddi síðan að óbreyttu að laun sveitarstjórnarfulltrúa myndu líka hækka. Hafnarfjarðarbær frestaði þó gildistöku þeirrar hækkunar til að sjá hvort og hvernig Alþingi myndi bregðast við gríðarmikilli gagnrýni á ákvörðunina. Er ljóst varð að þingmenn myndu ekki lækka laun sín ákváðu bæjaryfirvöld í Hafnarfirði að láta breytinguna gilda hjá sér líka. Eins og sjá má í meðfylgjandi töflu standa laun Haraldar L. Haraldssonar bæjarstjóra nánast í stað milli ára. Laun og launatengd gjöld hans nema rúmum 24,7 milljónum á ári, eða um tveimur milljónum á mánuði. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Laun bæjarfulltrúa hækka um 44 prósent Hafnarfjarðarbær hefur riðið á vaðið meðal sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og ætlar að hækka laun kjörinna fulltrúa sem nemur hækkun kjararáðs. Minnihlutinn gagnrýnir hækkunina. Önnur sveitafélög eiga eftir að ákveða sig. 21. janúar 2017 07:00 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Sú ákvörðun meirihluta bæjarstjórnar Hafnarfjarðar í janúar 2017 að láta laun bæjarfulltrúa fylgja umdeildri hækkun kjararáðs olli því að kostnaður vegna launa og launatengdra gjalda bæjarstjórnarinnar hækkaði um rúmar 22 milljónir milli ára. Laun og launatengd gjöld bæjarfulltrúa í bænum námu 45,1 milljón króna árið 2016 en 67,6 milljónum 2017. Þetta er hækkun um 50 prósent. Ákveðið var í júlí 2016 að laun bæjarfulltrúanna yrðu tiltekið hlutfall af þingfararkaupi. Í Fréttablaðinu í janúar 2017 kom fram að það væri gert til að færa launaákvarðanir úr höndum bæjarfulltrúa. Ákvörðun kjararáðs 1. nóvember 2016 um mikla launahækkun þjóðkjörinna fulltrúa þýddi síðan að óbreyttu að laun sveitarstjórnarfulltrúa myndu líka hækka. Hafnarfjarðarbær frestaði þó gildistöku þeirrar hækkunar til að sjá hvort og hvernig Alþingi myndi bregðast við gríðarmikilli gagnrýni á ákvörðunina. Er ljóst varð að þingmenn myndu ekki lækka laun sín ákváðu bæjaryfirvöld í Hafnarfirði að láta breytinguna gilda hjá sér líka. Eins og sjá má í meðfylgjandi töflu standa laun Haraldar L. Haraldssonar bæjarstjóra nánast í stað milli ára. Laun og launatengd gjöld hans nema rúmum 24,7 milljónum á ári, eða um tveimur milljónum á mánuði.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Laun bæjarfulltrúa hækka um 44 prósent Hafnarfjarðarbær hefur riðið á vaðið meðal sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og ætlar að hækka laun kjörinna fulltrúa sem nemur hækkun kjararáðs. Minnihlutinn gagnrýnir hækkunina. Önnur sveitafélög eiga eftir að ákveða sig. 21. janúar 2017 07:00 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Laun bæjarfulltrúa hækka um 44 prósent Hafnarfjarðarbær hefur riðið á vaðið meðal sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og ætlar að hækka laun kjörinna fulltrúa sem nemur hækkun kjararáðs. Minnihlutinn gagnrýnir hækkunina. Önnur sveitafélög eiga eftir að ákveða sig. 21. janúar 2017 07:00