Þriðji hver spítali í Úkraínu er í rústum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 11. apríl 2018 06:00 Úkraínskir hermenn á gangi í Kænugarði. Vísir/Getty Stríðið í Donbass, svæði sem rúmar Donetsk- og Luhansk-héruð í Úkraínu, varð fjögurra ára í síðustu viku. Vopnahlé sem samið var um í lok mars entist ekki daginn. Talið er að rúmlega 10.300 hafi látist í Donbass, þar af nær 3.000 almennir borgarar. Tala særðra er um 25.000. 1,4 milljónir Úkraínumanna eru á vergangi í landinu og nærri milljón hefur flúið land. Úkraínumenn takast á við uppreisnarmenn sem eru hliðhollir Rússum og sagðir njóta stuðnings þeirra. Rússneskir hermenn hafa jafnframt ráðist beint á Donbass og hefur meginþorri alþjóðasamfélagsins fordæmt afskipti Rússa. Washington Post birti í vikunni umfjöllun fjögurra prófessora sem einblíndu á árásir á spítala og heilsugæslur og báru saman tilkynningar frá Sameinuðu þjóðunum, rannsóknir óháðra samtaka og fréttir bæði úkraínskra og rússneskra miðla. Á daginn kom að þriðjungur allra spítala og heilsugæsla, 82 talsins, í Donbass hefur orðið fyrir árás, flestir í eða umhverfis borgina Donetsk. Sú tala er að sögn fjórmenninganna mun hærri en Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur haldið fram. Samkvæmt rannsókninni varð mestur skaðinn þegar átökin voru sem hörðust, um áramótin 2014 og 2015. Stærstur hluti árásanna hefur verið með stórskotabyssum sem eru sjaldnast nógu nákvæmar úr þeirri fjarlægð sem skotið er til að hægt sé að hæfa spítalann vísvitandi. Rannsókn fjórmenninganna leiddi hins vegar í ljós að heilbrigðisstofnanirnar hafa ekki verið helstu skotmörk. Um hliðarskaða sé einna helst að ræða.Rússar vilja sjálfstæði Nokkur pattstaða hefur verið í Donbass og halda Úkraínumenn meirihluta héraðsins enn. Rússneska fréttasíðan Riafan.ru, hliðholl stjórnvöldum í Moskvu, greindi frá því í lok mars að mögulega hefðu Rússar nú engra annarra kosta völ en að viðurkenna sjálfstæði þess hluta Donbass sem rússneskir uppreisnarmenn hafa tekið. Það væri möguleiki í ljósi ákvörðunar Úkraínumanna að vísa 13 rússneskum erindrekum úr landi eftir efnavopnaárásina á Sergei Skrípal í Salisbury. Birti miðillinn viðtal við stjórnmálafræðinginn Vladímír Kornílov sem sagði viðurkenningu á sjálfstæði tveggja ríkja sem uppreisnarmenn vilja í Donbass vel hugsanlega „Rússar hafa nú aukið vogarafl gegn Úkraínumönnum og Vesturlöndum. Einn möguleikinn er að viðurkenna lýðveldin í Donetsk og Luhansk.“ Þá sagði Petró Porosjenkó, forseti Úkraínu, eftir fund með Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, í gær að Tyrkir vildu taka þátt í starfi friðargæslusveita SÞ í Donbass. Kosið verður til þings og forsetaembættis í Úkraínu í síðasta lagi á næsta ári. Samkvæmt könnunum mælast Petró Porósjenkó forseti og Júlía Tímósjenkó, fyrrverandi forsætisráðherra, vinsælust. Flokkar þeirra mælast jafnframt vinsælastir í aðdraganda þingkosninga en báðir eru þeir á Vesturlandalínunni. Sameinaða stjórnarandstöðublokkin og Lífsflokkurinn mælast næststærstu flokkarnir en þeir eru á Rússalínunni. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fleiri fréttir Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Sjá meira
Stríðið í Donbass, svæði sem rúmar Donetsk- og Luhansk-héruð í Úkraínu, varð fjögurra ára í síðustu viku. Vopnahlé sem samið var um í lok mars entist ekki daginn. Talið er að rúmlega 10.300 hafi látist í Donbass, þar af nær 3.000 almennir borgarar. Tala særðra er um 25.000. 1,4 milljónir Úkraínumanna eru á vergangi í landinu og nærri milljón hefur flúið land. Úkraínumenn takast á við uppreisnarmenn sem eru hliðhollir Rússum og sagðir njóta stuðnings þeirra. Rússneskir hermenn hafa jafnframt ráðist beint á Donbass og hefur meginþorri alþjóðasamfélagsins fordæmt afskipti Rússa. Washington Post birti í vikunni umfjöllun fjögurra prófessora sem einblíndu á árásir á spítala og heilsugæslur og báru saman tilkynningar frá Sameinuðu þjóðunum, rannsóknir óháðra samtaka og fréttir bæði úkraínskra og rússneskra miðla. Á daginn kom að þriðjungur allra spítala og heilsugæsla, 82 talsins, í Donbass hefur orðið fyrir árás, flestir í eða umhverfis borgina Donetsk. Sú tala er að sögn fjórmenninganna mun hærri en Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur haldið fram. Samkvæmt rannsókninni varð mestur skaðinn þegar átökin voru sem hörðust, um áramótin 2014 og 2015. Stærstur hluti árásanna hefur verið með stórskotabyssum sem eru sjaldnast nógu nákvæmar úr þeirri fjarlægð sem skotið er til að hægt sé að hæfa spítalann vísvitandi. Rannsókn fjórmenninganna leiddi hins vegar í ljós að heilbrigðisstofnanirnar hafa ekki verið helstu skotmörk. Um hliðarskaða sé einna helst að ræða.Rússar vilja sjálfstæði Nokkur pattstaða hefur verið í Donbass og halda Úkraínumenn meirihluta héraðsins enn. Rússneska fréttasíðan Riafan.ru, hliðholl stjórnvöldum í Moskvu, greindi frá því í lok mars að mögulega hefðu Rússar nú engra annarra kosta völ en að viðurkenna sjálfstæði þess hluta Donbass sem rússneskir uppreisnarmenn hafa tekið. Það væri möguleiki í ljósi ákvörðunar Úkraínumanna að vísa 13 rússneskum erindrekum úr landi eftir efnavopnaárásina á Sergei Skrípal í Salisbury. Birti miðillinn viðtal við stjórnmálafræðinginn Vladímír Kornílov sem sagði viðurkenningu á sjálfstæði tveggja ríkja sem uppreisnarmenn vilja í Donbass vel hugsanlega „Rússar hafa nú aukið vogarafl gegn Úkraínumönnum og Vesturlöndum. Einn möguleikinn er að viðurkenna lýðveldin í Donetsk og Luhansk.“ Þá sagði Petró Porosjenkó, forseti Úkraínu, eftir fund með Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, í gær að Tyrkir vildu taka þátt í starfi friðargæslusveita SÞ í Donbass. Kosið verður til þings og forsetaembættis í Úkraínu í síðasta lagi á næsta ári. Samkvæmt könnunum mælast Petró Porósjenkó forseti og Júlía Tímósjenkó, fyrrverandi forsætisráðherra, vinsælust. Flokkar þeirra mælast jafnframt vinsælastir í aðdraganda þingkosninga en báðir eru þeir á Vesturlandalínunni. Sameinaða stjórnarandstöðublokkin og Lífsflokkurinn mælast næststærstu flokkarnir en þeir eru á Rússalínunni.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fleiri fréttir Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Sjá meira