Metfjöldi framboðslista en auðveldara að ná manni inn Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 10. apríl 2018 19:45 Enn sem komið er hafa fjórtán framboð lýst yfir áhuga á að bjóða fram til borgarstjórnar. Enn getur þó margt breyst. Vísir/Hlynur Allt bendir til þess að metfjöldi flokka bjóði fram í borgarstjórnarkosningunum í vor. Þá fjölgar borgarfulltrúum sem þýðir að auðveldara verður fyrir framboðin að fá mann kjörinn inn í borgarstjórn. Að sögn stjórnmálafræðings er þó of snemmt að spá of mikið í spilin hvað varðar myndun meirihluta. 15 borgarfulltrúar eiga nú sæti í borgarstjórn Reykjavíkur en þeim fjölgar í 23 í sveitarstjórnarkosningunum í lok maí. Til þess að ná manni inn samkvæmt núverandi fyrirkomulagi þurftu flokkar á bilinu 7-6% fylgi en sá þröskuldur lækkar niður í rúmlega 4% með nýju fyrirkomulagi. Þá hafa aldrei fleiri framboð lýst yfir áhuga á að bjóða fram. Sex flokkar eiga nú fulltrúa í borgarstjórn; Samfylkingin, Vinstri græn, Björt framtíð og Píratar sem mynda meirihluta auk Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina. Björt framtíð hyggst þó ekki bjóða fram í vor og Framsóknarflokkurinn býður fram undir styttra nafni. Þá hafa minnst níu til viðbótar lýst vilja til að bjóða fram; Miðflokkurinn, Viðreisn, Flokkur fólksins, Íslenska þjóðfylkingin, Alþýðufylkingin, Höfuðborgarlistinn, Frelsisflokkurinn, Sósíalistaflokkurinn og sérstakt kvennaframboð. Enn gætu fleiri bæst í hópinn eða aðrir fallið frá, en frestur til að skila inn framboðslista rennur út á hádegi þann 5. maí. Eva Heiða Önnudóttir.Vísir/skjáskot„Það eru sem sagt fjórtán framboð sem hafa verið orðuð við framboð, náttúrlega mislangt á veg komin, en þá er það metfjöldi framboða í borginni,” segir Eva Heiða Önnudóttir, dósent við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Hingað til hefur núverandi borgarstjórnarmeirihluti haldið velli í skoðanakönnunum, allt þar til í dag en samkvæmt könnun Fréttablaðsins sem birt var í morgun er meirihlutinn fallinn. Að sögn Evu geta enn orðið miklar sveiflur á fylgi flokkanna og er of snemmt að spá um of í spilin hvað varðar myndun meirihluta. „Kosningabaráttan er ekki byrjuð, og um leið og hún byrjar þá fer maður að sjá meiri hreyfingar á milli flokka,” segir Eva. „Ef maður horfir á framboðin sem koma til greina, þau eru 14, það er ekki víst að þeim takist öllum að stilla upp lista að þá raðast þessi framboð nokkurn veginn frá lengst til vinstri til lengst til hægri. Þannig að ég held að maður ætti frekar að gera ráð fyrir að þetta verði spurning um hvort þetta verði miðju-hægri borgarstjórnarmeirihluti eða miðju-vinstri borgarstjórnarmeirihluti.” Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin í borgarstjórn eru jafn stór samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins og vefmiðilsins frettabladid.is. Framsóknarflokkurinn fengi kjörinn mann. Samfylkingin, VG og Píratar gætu ekki myndað meirihluta. 10. apríl 2018 03:45 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fleiri fréttir Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Sjá meira
Allt bendir til þess að metfjöldi flokka bjóði fram í borgarstjórnarkosningunum í vor. Þá fjölgar borgarfulltrúum sem þýðir að auðveldara verður fyrir framboðin að fá mann kjörinn inn í borgarstjórn. Að sögn stjórnmálafræðings er þó of snemmt að spá of mikið í spilin hvað varðar myndun meirihluta. 15 borgarfulltrúar eiga nú sæti í borgarstjórn Reykjavíkur en þeim fjölgar í 23 í sveitarstjórnarkosningunum í lok maí. Til þess að ná manni inn samkvæmt núverandi fyrirkomulagi þurftu flokkar á bilinu 7-6% fylgi en sá þröskuldur lækkar niður í rúmlega 4% með nýju fyrirkomulagi. Þá hafa aldrei fleiri framboð lýst yfir áhuga á að bjóða fram. Sex flokkar eiga nú fulltrúa í borgarstjórn; Samfylkingin, Vinstri græn, Björt framtíð og Píratar sem mynda meirihluta auk Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina. Björt framtíð hyggst þó ekki bjóða fram í vor og Framsóknarflokkurinn býður fram undir styttra nafni. Þá hafa minnst níu til viðbótar lýst vilja til að bjóða fram; Miðflokkurinn, Viðreisn, Flokkur fólksins, Íslenska þjóðfylkingin, Alþýðufylkingin, Höfuðborgarlistinn, Frelsisflokkurinn, Sósíalistaflokkurinn og sérstakt kvennaframboð. Enn gætu fleiri bæst í hópinn eða aðrir fallið frá, en frestur til að skila inn framboðslista rennur út á hádegi þann 5. maí. Eva Heiða Önnudóttir.Vísir/skjáskot„Það eru sem sagt fjórtán framboð sem hafa verið orðuð við framboð, náttúrlega mislangt á veg komin, en þá er það metfjöldi framboða í borginni,” segir Eva Heiða Önnudóttir, dósent við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Hingað til hefur núverandi borgarstjórnarmeirihluti haldið velli í skoðanakönnunum, allt þar til í dag en samkvæmt könnun Fréttablaðsins sem birt var í morgun er meirihlutinn fallinn. Að sögn Evu geta enn orðið miklar sveiflur á fylgi flokkanna og er of snemmt að spá um of í spilin hvað varðar myndun meirihluta. „Kosningabaráttan er ekki byrjuð, og um leið og hún byrjar þá fer maður að sjá meiri hreyfingar á milli flokka,” segir Eva. „Ef maður horfir á framboðin sem koma til greina, þau eru 14, það er ekki víst að þeim takist öllum að stilla upp lista að þá raðast þessi framboð nokkurn veginn frá lengst til vinstri til lengst til hægri. Þannig að ég held að maður ætti frekar að gera ráð fyrir að þetta verði spurning um hvort þetta verði miðju-hægri borgarstjórnarmeirihluti eða miðju-vinstri borgarstjórnarmeirihluti.”
Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin í borgarstjórn eru jafn stór samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins og vefmiðilsins frettabladid.is. Framsóknarflokkurinn fengi kjörinn mann. Samfylkingin, VG og Píratar gætu ekki myndað meirihluta. 10. apríl 2018 03:45 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fleiri fréttir Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Sjá meira
Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin í borgarstjórn eru jafn stór samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins og vefmiðilsins frettabladid.is. Framsóknarflokkurinn fengi kjörinn mann. Samfylkingin, VG og Píratar gætu ekki myndað meirihluta. 10. apríl 2018 03:45