Börn í vímuefnavanda í skólanum í stað þess að fá faglega aðstoð Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 10. apríl 2018 20:00 Í opnu bréfi foreldra til þingmanna þar sem barnaverndarkerfið á Íslandi var sagt að þrotum komið, kom meðal annars fram að börn fái ekki viðeigandi hjálp í skólakerfinu og að skólastjórnendur segi við foreldra að þeir geti ekki aðstoðað börnin, þar sem fagþjónustan sé ekki til staðar. Þorsteinn Sæberg, formaður skólastjórafélags Íslands, segir skólastjórnendur hafa upplifað mikinn vanmátt um árabil. Að skólastjórar tilkynni vímuefnaneyslu barna til barnaverndarnefnda og leiti aðstoðar hjá þjónustumiðstöðvum en komi oft að lokuðum dyrum. „Það vantar aukin úrræði fyrir börn sem eiga í margþættum vanda og það hefur valdið skólastjórnendum vandræðum á undanförnum árum,“ segir hann. Þorsteinn segir því dæmi um að nemendur séu í skólanum sem ættu frekar að vera á sérhæfum stofnunum að fá faglega aðstoð. Þannig skili úrræðaleysið sér inn í skólastofurnar og auki álag á kennara. „Við finnum fyrir þessu í skólanum og gerum okkur ljóst að börn innan grunnskóla sem ánetjast vímuefnum eiga ekki heima í grunnskólum. Þau þurfa viðeigandi þjónustu sem grípur inn í, sem aðstoðar að koma í veg fyrir vandann svo þau nái góðum árangri í samfélaginu.“ Mikið hefur verið rætt um vímuefnavanda ungs fólks síðustu vikur og fer skólasamfélagið ekki varhluta af þeirri þróun. „Því er ekki að neita. Við verðum umtalsvert vör við að það er aukinn fíknivandi í samfélaginu og hann nær sífellt til yngra fólks,“ segir Þorsteinn Sæberg. Tengdar fréttir „Vita aldrei hvort systkinið komi heim aftur lifandi“ Foreldrar barns sem hefur farið milli úrræða í barnaverndarkerfinu segja yfirvöld eingöngu bjóða upp á geymslu fyrir börn í vanda og fjölskyldan líði fyrir úrræðaleysi. Sviðsstjóri Barnaverndarstofu segir fækkun meðferðarheimila skýrast af minni eftirspurn. 9. apríl 2018 21:30 Ekki afsakanlegt að sinna ekki börnum í fjölþættum vanda Flest ungmenni sem koma í meðferð á Vogi eru á aldrinum 16-18 ára. Yfirlæknir á Vogi segir meðferðina gagnast mörgum ungmennum en að sum börn, og þá sérstaklega þau sem yngri eru, þurfi sértækari úrræði hjá heilbrigðisstofnun. 9. apríl 2018 20:00 „Undanfarið hefur barátta okkar snúist um að reyna að halda lífi í barninu okkar“ Þau Adda S. Jóhannsdóttir og Sigvaldi Sigurbjörnsson, foreldrar barns á átjánda ári sem glímir við alvarlegan fíknivanda, gagnrýna harðlega það úrræðaleysi sem blasir við börnum með slíkan vanda í opnu bréfi sem þau hafa sent til allra þingmanna. 9. apríl 2018 11:16 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Sjá meira
Í opnu bréfi foreldra til þingmanna þar sem barnaverndarkerfið á Íslandi var sagt að þrotum komið, kom meðal annars fram að börn fái ekki viðeigandi hjálp í skólakerfinu og að skólastjórnendur segi við foreldra að þeir geti ekki aðstoðað börnin, þar sem fagþjónustan sé ekki til staðar. Þorsteinn Sæberg, formaður skólastjórafélags Íslands, segir skólastjórnendur hafa upplifað mikinn vanmátt um árabil. Að skólastjórar tilkynni vímuefnaneyslu barna til barnaverndarnefnda og leiti aðstoðar hjá þjónustumiðstöðvum en komi oft að lokuðum dyrum. „Það vantar aukin úrræði fyrir börn sem eiga í margþættum vanda og það hefur valdið skólastjórnendum vandræðum á undanförnum árum,“ segir hann. Þorsteinn segir því dæmi um að nemendur séu í skólanum sem ættu frekar að vera á sérhæfum stofnunum að fá faglega aðstoð. Þannig skili úrræðaleysið sér inn í skólastofurnar og auki álag á kennara. „Við finnum fyrir þessu í skólanum og gerum okkur ljóst að börn innan grunnskóla sem ánetjast vímuefnum eiga ekki heima í grunnskólum. Þau þurfa viðeigandi þjónustu sem grípur inn í, sem aðstoðar að koma í veg fyrir vandann svo þau nái góðum árangri í samfélaginu.“ Mikið hefur verið rætt um vímuefnavanda ungs fólks síðustu vikur og fer skólasamfélagið ekki varhluta af þeirri þróun. „Því er ekki að neita. Við verðum umtalsvert vör við að það er aukinn fíknivandi í samfélaginu og hann nær sífellt til yngra fólks,“ segir Þorsteinn Sæberg.
Tengdar fréttir „Vita aldrei hvort systkinið komi heim aftur lifandi“ Foreldrar barns sem hefur farið milli úrræða í barnaverndarkerfinu segja yfirvöld eingöngu bjóða upp á geymslu fyrir börn í vanda og fjölskyldan líði fyrir úrræðaleysi. Sviðsstjóri Barnaverndarstofu segir fækkun meðferðarheimila skýrast af minni eftirspurn. 9. apríl 2018 21:30 Ekki afsakanlegt að sinna ekki börnum í fjölþættum vanda Flest ungmenni sem koma í meðferð á Vogi eru á aldrinum 16-18 ára. Yfirlæknir á Vogi segir meðferðina gagnast mörgum ungmennum en að sum börn, og þá sérstaklega þau sem yngri eru, þurfi sértækari úrræði hjá heilbrigðisstofnun. 9. apríl 2018 20:00 „Undanfarið hefur barátta okkar snúist um að reyna að halda lífi í barninu okkar“ Þau Adda S. Jóhannsdóttir og Sigvaldi Sigurbjörnsson, foreldrar barns á átjánda ári sem glímir við alvarlegan fíknivanda, gagnrýna harðlega það úrræðaleysi sem blasir við börnum með slíkan vanda í opnu bréfi sem þau hafa sent til allra þingmanna. 9. apríl 2018 11:16 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Sjá meira
„Vita aldrei hvort systkinið komi heim aftur lifandi“ Foreldrar barns sem hefur farið milli úrræða í barnaverndarkerfinu segja yfirvöld eingöngu bjóða upp á geymslu fyrir börn í vanda og fjölskyldan líði fyrir úrræðaleysi. Sviðsstjóri Barnaverndarstofu segir fækkun meðferðarheimila skýrast af minni eftirspurn. 9. apríl 2018 21:30
Ekki afsakanlegt að sinna ekki börnum í fjölþættum vanda Flest ungmenni sem koma í meðferð á Vogi eru á aldrinum 16-18 ára. Yfirlæknir á Vogi segir meðferðina gagnast mörgum ungmennum en að sum börn, og þá sérstaklega þau sem yngri eru, þurfi sértækari úrræði hjá heilbrigðisstofnun. 9. apríl 2018 20:00
„Undanfarið hefur barátta okkar snúist um að reyna að halda lífi í barninu okkar“ Þau Adda S. Jóhannsdóttir og Sigvaldi Sigurbjörnsson, foreldrar barns á átjánda ári sem glímir við alvarlegan fíknivanda, gagnrýna harðlega það úrræðaleysi sem blasir við börnum með slíkan vanda í opnu bréfi sem þau hafa sent til allra þingmanna. 9. apríl 2018 11:16