Lýsa undrun og vanþóknun á ummælum heilbrigðisráðherra Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 10. apríl 2018 15:30 Félag ljósmæðra og Bandalag Háskólamanna segja ummæli Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í gær benda til þess að hún telji kjör ljósmæðra þeim sjálfum að kenna vegna þess hvaða stéttarfélagi ljósmæður tilheyra. Kjaramál ljósmæðra voru til umfjöllunar á Alþingi í gær. Guðjón S. Brjánsson, þingmaður Samfylkingarinnar, beindi þar spurningum til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Meðal þess sem þingmaðurinn spurði út í var hvort að ráðherra hygðist beita sér fyrir bættum kjörum ljósmæðra þannig að laun endurspegluðu námsframvindu. „Það er bara ein háskólastétt sem uppfyllir jafn miklar menntunarkröfur og ljósmæður til að geta starfað við fag sitt, sex ára háskólanám,“ sagði hann. „Samt eru ljósmæður í sjöunda neðsta sæti meðal 24 BHM félaga í launasetningu. Er þess að vænta, hæstvirtur ráðherra, að námsfyrirkomulag og viðmót sem þetta laði að ungt fólk? Er ekki ástæða til að bregðast skjótt við og færa þetta í betra horf og hvernig vill hæstvirtur ráðherra helst standa að því?“ spurði Guðjón.Guðjón S. Brjánsson, þingmaður Samfylkingarinnar, spurði heilbrigðisráðherra út í kjaradeilu ljósmæðra.Mynd/AlþingiÞað var svar Svandísar við spurningunni sem fékk Ljósmæðrafélagið og Bandalag Háskólamanna til að álykta um ummæli hennar. „Eins og bent hefur verið á í þessari umræðu allri saman er nokkuð óvenjuleg staða uppi hjá ljósmæðrum þar sem þær eru félagar í öðru stéttarfélagi þegar þær hefja störf sem ljósmæður en þær voru sem hjúkrunarfræðingar,“ sagði Svandís. „Það veldur óvenjulegri stöðu borið saman við aðrar stéttir sem hæstvirtur þingmaður nefnir. Það er ákvörðun sem ljósmæður taka í kjaraumhverfi sínu, að vera í sérstöku stéttarfélagi sem er aðildarfélag að BHM en Félag hjúkrunarfræðinga er sérstakt stéttarfélag. Það er ekki verkefni stjórnvalda að hafa skoðanir á slíku fyrirkomulagi. Það er verkefni aðila vinnumarkaðarins, í þessu tilviki ljósmæðra sjálfra, hvernig þær skipa sér í stéttarfélög. En það var niðurstaða þeirra á sínum tíma að gera þetta með þessum hætti og við það geri ég enga athugasemd.“ Í ályktun félaganna tveggja segir að ráðherrann hafi þarna gefið í skyn að hagsmunum ljósmæðra yrði betur borgið ef Ljósmæðrafélag Íslands, sem var stofnað árið 1919, yrði lagt niður og ljósmæður sæktu um aðild að Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga. Í ályktuninni er lýst undrun og vanþóknun á ummælum heilbrigðisráðherra. Þar segir ennfremur að það blasi við öllum sem það vilji sjá að fullkomlega óeðlilegt sé að ljósmæður lækki í launum við það að bæta við sig tveggja ára háskólanámi ofan á hjúkrunarfræðinám. Fráleitt væri því af heilbrigðisráðherra að rökstyðja eða réttlæta slíka launalækkun með vísan til þess að ljósmæður hafi valið að vera í sérstöku stéttarfélagi innan heildarsamtaka háskólamenntaðra á íslenskum vinnumarkaði. Kjaramál Stj.mál Tengdar fréttir Segir að meta eigi ljósmæður að verðleikum Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að meta eigi vinnuframlag ljósmæðra til launa og til samfélagslegrar virðingar. 9. apríl 2018 16:38 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira
Félag ljósmæðra og Bandalag Háskólamanna segja ummæli Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í gær benda til þess að hún telji kjör ljósmæðra þeim sjálfum að kenna vegna þess hvaða stéttarfélagi ljósmæður tilheyra. Kjaramál ljósmæðra voru til umfjöllunar á Alþingi í gær. Guðjón S. Brjánsson, þingmaður Samfylkingarinnar, beindi þar spurningum til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Meðal þess sem þingmaðurinn spurði út í var hvort að ráðherra hygðist beita sér fyrir bættum kjörum ljósmæðra þannig að laun endurspegluðu námsframvindu. „Það er bara ein háskólastétt sem uppfyllir jafn miklar menntunarkröfur og ljósmæður til að geta starfað við fag sitt, sex ára háskólanám,“ sagði hann. „Samt eru ljósmæður í sjöunda neðsta sæti meðal 24 BHM félaga í launasetningu. Er þess að vænta, hæstvirtur ráðherra, að námsfyrirkomulag og viðmót sem þetta laði að ungt fólk? Er ekki ástæða til að bregðast skjótt við og færa þetta í betra horf og hvernig vill hæstvirtur ráðherra helst standa að því?“ spurði Guðjón.Guðjón S. Brjánsson, þingmaður Samfylkingarinnar, spurði heilbrigðisráðherra út í kjaradeilu ljósmæðra.Mynd/AlþingiÞað var svar Svandísar við spurningunni sem fékk Ljósmæðrafélagið og Bandalag Háskólamanna til að álykta um ummæli hennar. „Eins og bent hefur verið á í þessari umræðu allri saman er nokkuð óvenjuleg staða uppi hjá ljósmæðrum þar sem þær eru félagar í öðru stéttarfélagi þegar þær hefja störf sem ljósmæður en þær voru sem hjúkrunarfræðingar,“ sagði Svandís. „Það veldur óvenjulegri stöðu borið saman við aðrar stéttir sem hæstvirtur þingmaður nefnir. Það er ákvörðun sem ljósmæður taka í kjaraumhverfi sínu, að vera í sérstöku stéttarfélagi sem er aðildarfélag að BHM en Félag hjúkrunarfræðinga er sérstakt stéttarfélag. Það er ekki verkefni stjórnvalda að hafa skoðanir á slíku fyrirkomulagi. Það er verkefni aðila vinnumarkaðarins, í þessu tilviki ljósmæðra sjálfra, hvernig þær skipa sér í stéttarfélög. En það var niðurstaða þeirra á sínum tíma að gera þetta með þessum hætti og við það geri ég enga athugasemd.“ Í ályktun félaganna tveggja segir að ráðherrann hafi þarna gefið í skyn að hagsmunum ljósmæðra yrði betur borgið ef Ljósmæðrafélag Íslands, sem var stofnað árið 1919, yrði lagt niður og ljósmæður sæktu um aðild að Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga. Í ályktuninni er lýst undrun og vanþóknun á ummælum heilbrigðisráðherra. Þar segir ennfremur að það blasi við öllum sem það vilji sjá að fullkomlega óeðlilegt sé að ljósmæður lækki í launum við það að bæta við sig tveggja ára háskólanámi ofan á hjúkrunarfræðinám. Fráleitt væri því af heilbrigðisráðherra að rökstyðja eða réttlæta slíka launalækkun með vísan til þess að ljósmæður hafi valið að vera í sérstöku stéttarfélagi innan heildarsamtaka háskólamenntaðra á íslenskum vinnumarkaði.
Kjaramál Stj.mál Tengdar fréttir Segir að meta eigi ljósmæður að verðleikum Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að meta eigi vinnuframlag ljósmæðra til launa og til samfélagslegrar virðingar. 9. apríl 2018 16:38 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira
Segir að meta eigi ljósmæður að verðleikum Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að meta eigi vinnuframlag ljósmæðra til launa og til samfélagslegrar virðingar. 9. apríl 2018 16:38