Tæknideild lögreglu, fulltrúar frá slökkviliðinu og Mannvirkjastofnun eru enn að störfum á vettvangi í Miðhrauni 4 þar sem stórbruni varð í síðustu viku. Vonir standa til að hægt sé að klára vinnuna á vettvangi í dag.
„Menn eru enn þá þarna að störfum,“ segir Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn en vettvangsvannrannsókn á eldsupptökum hófst í gær. Segir Skúli að vinnan snúist nú um að staðfesta hvar eldsupptök eru.
„Þeir eru reyna að finna staðinn þar sem eldsupptök eru, síðan hvað veldur því að eldur kvikni, það er annar hluti,“ segir Skúli. „Við reiknum með að klára vinnuna á vettvangi á dag.“
Slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins sagði í samtali við Vísi í gær að það hafi komið á óvart á hve skömmum tíma stærsti hluti hússins hafi verið orðinn alelda, en eldsupptök eru enn ókunn.
Enn að störfum í Miðhrauni

Tengdar fréttir

Vatnsúðakerfi í öllum húsum Geymslna nema Miðhrauni
Hvers vegna er fyrir utan mína þekkingu, segir framkvæmdastjórinn.

Rík skylda eigenda og forráðamanna að brunavarnir húsa séu í takt við starfsemi hverju sinni
Slökkviliðsstjóri undrandi á því hversu hratt iðnaðarhúsið að Miðhrauni 4 brann

Sendu slökkviliðsmönnum hjartnæmar kveðjur eftir brunann í Miðhrauni
Nemendur í fyrsta og þriðja bekk Setbergsskóla sendu fallegan glaðning á slökkvistöðina í Hafnarfirði.