Klopp varar við „þrumum og eldingum“ frá Manchester City í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. apríl 2018 11:00 Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool. Vísir/Getty Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, varaði sína leikmenn við því að það sé bara hálfleikur á móti Manchester City í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar og það sé von á „þrumuveðri“ frá liði Manchester City í kvöld. Manchester City tekur á móti Liverpool í kvöld og í boði er sæti í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Liverpool vann fyrri leikinn 3-0 og er í frábærri stöðu en Klopp sá Manchester City liðið komast í 2-0 í fyrri hálfleik á móti Manchester United um helgina. Hann segir að sú frammistaða City-manna vera viðvörun til leikmanna Liverpool fyrir leikinn í kvöld. „Ég sá leik City og United um helgina. Þetta var einn besti fyrri hálfleikur hjá liði sem ég hef séð. Þetta var eins og þrumuveður,“ sagði Jürgen Klopp. Sky Sports segir frá. „Eftir fyrsta mark United í seinni hálfleik, þá nær annað liðið taktinum en hitt liðið missir taktinn. Leikurinn breyttist,“ sagði Klopp. „Ég get ekki sagt við mína stráka: Skoriði snemma. Jú, ég get það en ég veit ekki hversu mikið það hjálpar þeim,“ sagði Klopp en ef Liverpool skorar þá þarf City að skora fimm mörk til að komast áfram. „Við verðum að hugsa um fótboltann, hvað við þurfum að gera og hvað við verðum að gera. Strákarnir vissu eftir fyrri leikinn að það væri bara hálfleikur. Við erum með forystuna en ekkert meira en það,“ sagði Klopp."I'm really looking forward to the game, it will be again a real football game. And that's good." Klopp on second-leg approach, European form and more https://t.co/yriJvsAsOJpic.twitter.com/xOWyOnDEOE — Liverpool FC (@LFC) April 9, 2018 Klopp hefur unnið sjö af þrettán leikjum sínum á móti Pep Guardiola eða fleiri en nokkur annar stjóri. „Við mætum með því hugarfari að fá ekki á nokkur mark og síðan skora sjálfir mark til að vinna leikinn. Það er planið. Ef við fáum á okkur mark þá gerist ekkert við það því við værum enn yfir,“ sagði Klopp. „Þetta snýst um að gera hlutina rétt, verjast þeim á réttum stöðum og sækja á þá á réttum stöðum,“ sagði Klopp.LIVE at Melwood… Watch as we train ahead of the second leg of our @ChampionsLeague quarter-final. https://t.co/29tvs1aLLZ — Liverpool FC (@LFC) April 9, 2018 Liverpool er búið að tapa 5-0 fyrir Manchester City á Ethiad leikvanginum á þessu tímabili. „Það var öðruvísi. Nú höfum við verið lengur saman. Hlutirnir eru betri hjá okkur en sá leikur sýnir okkur samt hvað getur gerst,“ sagði Klopp. Leikur Manchester City og Liverpool hefst klukkan 18.45 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Sjá meira
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, varaði sína leikmenn við því að það sé bara hálfleikur á móti Manchester City í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar og það sé von á „þrumuveðri“ frá liði Manchester City í kvöld. Manchester City tekur á móti Liverpool í kvöld og í boði er sæti í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Liverpool vann fyrri leikinn 3-0 og er í frábærri stöðu en Klopp sá Manchester City liðið komast í 2-0 í fyrri hálfleik á móti Manchester United um helgina. Hann segir að sú frammistaða City-manna vera viðvörun til leikmanna Liverpool fyrir leikinn í kvöld. „Ég sá leik City og United um helgina. Þetta var einn besti fyrri hálfleikur hjá liði sem ég hef séð. Þetta var eins og þrumuveður,“ sagði Jürgen Klopp. Sky Sports segir frá. „Eftir fyrsta mark United í seinni hálfleik, þá nær annað liðið taktinum en hitt liðið missir taktinn. Leikurinn breyttist,“ sagði Klopp. „Ég get ekki sagt við mína stráka: Skoriði snemma. Jú, ég get það en ég veit ekki hversu mikið það hjálpar þeim,“ sagði Klopp en ef Liverpool skorar þá þarf City að skora fimm mörk til að komast áfram. „Við verðum að hugsa um fótboltann, hvað við þurfum að gera og hvað við verðum að gera. Strákarnir vissu eftir fyrri leikinn að það væri bara hálfleikur. Við erum með forystuna en ekkert meira en það,“ sagði Klopp."I'm really looking forward to the game, it will be again a real football game. And that's good." Klopp on second-leg approach, European form and more https://t.co/yriJvsAsOJpic.twitter.com/xOWyOnDEOE — Liverpool FC (@LFC) April 9, 2018 Klopp hefur unnið sjö af þrettán leikjum sínum á móti Pep Guardiola eða fleiri en nokkur annar stjóri. „Við mætum með því hugarfari að fá ekki á nokkur mark og síðan skora sjálfir mark til að vinna leikinn. Það er planið. Ef við fáum á okkur mark þá gerist ekkert við það því við værum enn yfir,“ sagði Klopp. „Þetta snýst um að gera hlutina rétt, verjast þeim á réttum stöðum og sækja á þá á réttum stöðum,“ sagði Klopp.LIVE at Melwood… Watch as we train ahead of the second leg of our @ChampionsLeague quarter-final. https://t.co/29tvs1aLLZ — Liverpool FC (@LFC) April 9, 2018 Liverpool er búið að tapa 5-0 fyrir Manchester City á Ethiad leikvanginum á þessu tímabili. „Það var öðruvísi. Nú höfum við verið lengur saman. Hlutirnir eru betri hjá okkur en sá leikur sýnir okkur samt hvað getur gerst,“ sagði Klopp. Leikur Manchester City og Liverpool hefst klukkan 18.45 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Sjá meira