Fundu stærðarinnar fjöldagröf barna í Perú Samúel Karl Ólason skrifar 28. apríl 2018 21:51 Talið er að öllum börnunum, sem og dýrunum, hafi verið fórnað í einni athöfn á árunum 1400 til 1450. Vísir/EPA Fornleifafræðingar hafa fundið 140 beinagrindur barna í fjöldagröf í Perú. Talið er að börnunum hafi verið fórnað í grimmilegri athöfn fyrir um 550 árum. Sömuleiðis fundust beinagrindur um 200 lamadýra. Fornleifafræðingar telja að trúarleiðtogar Chimu-veldisins hafi fórnað börnunum, sem voru fimm til fjórtán ára gömul, vegna mikilla flóða sem hafi orðið á svæðinu. Talið er að öllum börnunum, sem og dýrunum, hafi verið fórnað í einni athöfn á árunum 1400 til 1450. Líklegast er um stærstu barnafórn sem fundist hefur. Áður höfðu líkamsleifar 42 barna sem fórnað var af Astekum fundist í Mexíkó. Chimuveldið stjórnaði stóru svæði í Suður-Ameríku áður en Inkaveldið lagði það undir sig.Fornleifafræðingurinn John Verano, sem kom að uppgreftrinum, segir í samtali við National Geographic að hann hafi aldrei átt von á þessum fundi.Útlit er fyrir að hjörtu barnanna hafi verið fjarlægð.Vísir/EPAUppgröfturinn hefur staðið yfir í nokkur ár og árið 2011 fundust beinagrindur 42 barna og 76 lamadýra. Andlit barnanna voru þakin rauðum lit og voru brjósthol þeirra opnuð. Fornleifafræðingar telja það hafa verið gert svo hægt væri að fjarlægja úr þeim hjörtun. Beinagrindur þriggja fullorðinna aðila fundust einnig á svæðinu og virðist þau hafa dáið vegna höfuðhöggs. Talið er að þau hafi komið að athöfninni með einhverjum hætti. Fjöldagröfin fannst mjög nærri íbúðabyggð við strendur Kyrrahafsins eftir að íbúar létu fornleifafræðinga vita af beinagrindum í sandhólum nærri heimilum þeirra.Af hverju? Einn fornleifafræðingur segir alla þá sem hann hefur rætt við um fórnarathöfnina byrja á því að spyrja: Af hverju? Svarið við þeirri spurningu gæti fundist í jarðveginum sem líkin fundust í. Þau voru tiltölulega vel varðveitt í þykku leirlagi sem gefur í skyn að gífurleg rigning hafi verið á svæðinu. Þá rigningu væri hægt að rekja til veðurfyrirbrigðisins El Niño, sem tengist sjávarhitafrávikum í Kyrrahafinu og hefur áhrif á veðurfar víða um heim.Fornleifafræðingar á svæðinu rannsaka nú aðra staði þar sem svipaðar fórnarathafnir voru framkvæmdar og segja mögulegt að þessi fundur sé einungis toppurinn á ísjakanum. Mexíkó Perú Suður-Ameríka Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Fleiri fréttir Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Sjá meira
Fornleifafræðingar hafa fundið 140 beinagrindur barna í fjöldagröf í Perú. Talið er að börnunum hafi verið fórnað í grimmilegri athöfn fyrir um 550 árum. Sömuleiðis fundust beinagrindur um 200 lamadýra. Fornleifafræðingar telja að trúarleiðtogar Chimu-veldisins hafi fórnað börnunum, sem voru fimm til fjórtán ára gömul, vegna mikilla flóða sem hafi orðið á svæðinu. Talið er að öllum börnunum, sem og dýrunum, hafi verið fórnað í einni athöfn á árunum 1400 til 1450. Líklegast er um stærstu barnafórn sem fundist hefur. Áður höfðu líkamsleifar 42 barna sem fórnað var af Astekum fundist í Mexíkó. Chimuveldið stjórnaði stóru svæði í Suður-Ameríku áður en Inkaveldið lagði það undir sig.Fornleifafræðingurinn John Verano, sem kom að uppgreftrinum, segir í samtali við National Geographic að hann hafi aldrei átt von á þessum fundi.Útlit er fyrir að hjörtu barnanna hafi verið fjarlægð.Vísir/EPAUppgröfturinn hefur staðið yfir í nokkur ár og árið 2011 fundust beinagrindur 42 barna og 76 lamadýra. Andlit barnanna voru þakin rauðum lit og voru brjósthol þeirra opnuð. Fornleifafræðingar telja það hafa verið gert svo hægt væri að fjarlægja úr þeim hjörtun. Beinagrindur þriggja fullorðinna aðila fundust einnig á svæðinu og virðist þau hafa dáið vegna höfuðhöggs. Talið er að þau hafi komið að athöfninni með einhverjum hætti. Fjöldagröfin fannst mjög nærri íbúðabyggð við strendur Kyrrahafsins eftir að íbúar létu fornleifafræðinga vita af beinagrindum í sandhólum nærri heimilum þeirra.Af hverju? Einn fornleifafræðingur segir alla þá sem hann hefur rætt við um fórnarathöfnina byrja á því að spyrja: Af hverju? Svarið við þeirri spurningu gæti fundist í jarðveginum sem líkin fundust í. Þau voru tiltölulega vel varðveitt í þykku leirlagi sem gefur í skyn að gífurleg rigning hafi verið á svæðinu. Þá rigningu væri hægt að rekja til veðurfyrirbrigðisins El Niño, sem tengist sjávarhitafrávikum í Kyrrahafinu og hefur áhrif á veðurfar víða um heim.Fornleifafræðingar á svæðinu rannsaka nú aðra staði þar sem svipaðar fórnarathafnir voru framkvæmdar og segja mögulegt að þessi fundur sé einungis toppurinn á ísjakanum.
Mexíkó Perú Suður-Ameríka Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Fleiri fréttir Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Sjá meira
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent