Stórt skref í átt að friði Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 28. apríl 2018 10:00 Það var hátíðleg og söguleg stund þegar leiðtogar ríkjanna tókust í hendur á afvopnaðasvæðinu á landamærum Norður- og Suður-Kóreu. Vísir/getty Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, steig yfir landamærin og til Suður-Kóreu í gær og átti fund með Moon Jae-in, forseta Suður-Kóreu, í Friðarhúsi landamæraþorpsins Panmunjom. Í sameiginlegri yfirlýsingu leiðtoganna hétu þeir því meðal annars að vinna að afkjarnorkuvæðingu skagans. Þetta var fyrsti leiðtogafundur ríkjanna tveggja frá því 2007 en þá, sem og árið 2000, funduðu leiðtogarnir í Pjongjang. Í þá daga var svokölluð sólskinsstefna höfð að leiðarljósi í Suður-Kóreu, stefna sem miðaði að bættum samskiptum við einræðisríkið, og má segja að hún sé nú snúin aftur eftir tíu ára fjarveru. Afrakstur þeirra funda var hins vegar lítill. Á sameiginlegum blaðamannafundi leiðtoganna sagði Kim þá hafa sammælst um að vinna að því að „hin óheppilega saga, þar sem árangur fjaraði út, endurtaki sig ekki“. „Það gæti komið bakslag. Við gætum lent í erfiðleikum og pirringi. En það er aldrei hægt að ná fram sigri án sársauka,“ sagði Kim. Hvorki voru gerðir samningar né sáttmálar í viðræðum gærdagsins, enda þær frekar hugsaðar sem fyrsta stóra skrefið í átt að bættum samskiptum á Kóreuskaga. Eftirtektarverðar greinar yfirlýsingarinnar eru þó fjölmargar, þótt ekkert hafi verið um útskýringar á útfærslum loforða. „Leiðtogarnir tveir lýsa því yfir, fyrir framan heimsbyggðina alla, að stríðinu á Kóreuskaga muni ljúka. Nú tekur við nýtt tímabil friðar,“ sagði í inngangi yfirlýsingarinnar. Var því heitið að ráðast í annaðhvort þríhliða viðræður, með Bandaríkjunum, eða fjórhliða, með Kína þar að auki, til þess að semja endanlega um frið. Við lok Kóreustríðsins árið 1953 var það ekki gert, þá var samið um vopnahlé. „Suður- og Norður-Kórea staðfesta sameiginlegt markmið sitt um kjarnorkulausan Kóreuskaga. Ríkin eru sammála um að skrefin sem Norður-Kórea hefur stigið séu þýðingarmikil fyrir afkjarnorkuvæðingarferlið,“ sagði enn fremur. Hinn skyndilegi vilji Kim til að losa sig við kjarnorkuvopn sín, sem miklum fjármunum og tíma hefur verið varið í að þróa, hefur komið heimsbyggðinni í opna skjöldu. Enn er þó ekkert ljóst í þessum efnum og ber að minna á að Norður-Kórea hefur áður gefið sams konar loforð, þó ekki með jafn afgerandi hætti. Þá komust mörg önnur smærri mál inn á borð leiðtoganna. Ætla ríkin að halda áfram að taka saman þátt á íþróttaleikum, sameina aðskildar fjölskyldur og bæta samgöngur yfir landamærin. Ljóst er að stórt skref hefur verið stigið í átt að friði á Kóreuskaga. Fjölmörg önnur skref eru fram undan. Viðræður sendinefnda ríkjanna tveggja, fundur Kim með Donald Trump Bandaríkjaforseta í sumar og svo mun Moon ferðast til Pjongjang í haust. thorgnyr@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira
Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, steig yfir landamærin og til Suður-Kóreu í gær og átti fund með Moon Jae-in, forseta Suður-Kóreu, í Friðarhúsi landamæraþorpsins Panmunjom. Í sameiginlegri yfirlýsingu leiðtoganna hétu þeir því meðal annars að vinna að afkjarnorkuvæðingu skagans. Þetta var fyrsti leiðtogafundur ríkjanna tveggja frá því 2007 en þá, sem og árið 2000, funduðu leiðtogarnir í Pjongjang. Í þá daga var svokölluð sólskinsstefna höfð að leiðarljósi í Suður-Kóreu, stefna sem miðaði að bættum samskiptum við einræðisríkið, og má segja að hún sé nú snúin aftur eftir tíu ára fjarveru. Afrakstur þeirra funda var hins vegar lítill. Á sameiginlegum blaðamannafundi leiðtoganna sagði Kim þá hafa sammælst um að vinna að því að „hin óheppilega saga, þar sem árangur fjaraði út, endurtaki sig ekki“. „Það gæti komið bakslag. Við gætum lent í erfiðleikum og pirringi. En það er aldrei hægt að ná fram sigri án sársauka,“ sagði Kim. Hvorki voru gerðir samningar né sáttmálar í viðræðum gærdagsins, enda þær frekar hugsaðar sem fyrsta stóra skrefið í átt að bættum samskiptum á Kóreuskaga. Eftirtektarverðar greinar yfirlýsingarinnar eru þó fjölmargar, þótt ekkert hafi verið um útskýringar á útfærslum loforða. „Leiðtogarnir tveir lýsa því yfir, fyrir framan heimsbyggðina alla, að stríðinu á Kóreuskaga muni ljúka. Nú tekur við nýtt tímabil friðar,“ sagði í inngangi yfirlýsingarinnar. Var því heitið að ráðast í annaðhvort þríhliða viðræður, með Bandaríkjunum, eða fjórhliða, með Kína þar að auki, til þess að semja endanlega um frið. Við lok Kóreustríðsins árið 1953 var það ekki gert, þá var samið um vopnahlé. „Suður- og Norður-Kórea staðfesta sameiginlegt markmið sitt um kjarnorkulausan Kóreuskaga. Ríkin eru sammála um að skrefin sem Norður-Kórea hefur stigið séu þýðingarmikil fyrir afkjarnorkuvæðingarferlið,“ sagði enn fremur. Hinn skyndilegi vilji Kim til að losa sig við kjarnorkuvopn sín, sem miklum fjármunum og tíma hefur verið varið í að þróa, hefur komið heimsbyggðinni í opna skjöldu. Enn er þó ekkert ljóst í þessum efnum og ber að minna á að Norður-Kórea hefur áður gefið sams konar loforð, þó ekki með jafn afgerandi hætti. Þá komust mörg önnur smærri mál inn á borð leiðtoganna. Ætla ríkin að halda áfram að taka saman þátt á íþróttaleikum, sameina aðskildar fjölskyldur og bæta samgöngur yfir landamærin. Ljóst er að stórt skref hefur verið stigið í átt að friði á Kóreuskaga. Fjölmörg önnur skref eru fram undan. Viðræður sendinefnda ríkjanna tveggja, fundur Kim með Donald Trump Bandaríkjaforseta í sumar og svo mun Moon ferðast til Pjongjang í haust. thorgnyr@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira