Framlög til viðhalds á vegakerfinu verða aukin um helming Heimir Már Pétursson skrifar 27. apríl 2018 18:35 Ríkisstjórnin ákvað í morgun að setja helmingi meira fé til viðhalds á vegakerfinu en gert er ráð fyrir í fjárlögum þessa árs, sem þýðir að tólf milljarðar fara til viðhalds vega. Samgönguráðherra segir að koma verði í veg fyrir enn frekara tjón á vegakerfinu sem hafi komið illa undan vetri. Farið verði í viðhald og uppbyggingu um allt land sem muni auka öryggi ökumanna. Risastór verkefni bíða í uppbyggingu vegakerfisins um allt land ekki hvað síst á höfuðborgarsvæðinu eftir niðurskurðáárunum eftir hrun. Á fjárlögum þessa árs er gert ráð fyrir 20 milljörðum til nýframkvæmda og viðhalds á vegakerfinu, þar af átta milljörðum til viðhalds. Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í morgun að taka fjóra milljarða úr varasjóði til að auka á viðhald vegakerfisins. Þetta þýðir að tólf milljarðar fara til viðhalds vega á þessu ári. Þar með segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra hægt að flýta framkvæmdum sem annars hefði ekki verið farið í fyrr en á næsta eða þarnæsta ári. Víða sé mikil þörf á viðhaldi í vegakerfinu. „Annars vegar vegna ástandsins á vegakerfinu, umferðaraukningarinnar. En líka vegna þess hvernig veturinn hefur farið með vegakerfið og verið hefur að koma í ljós á síðustu vikum,“ segir Sigurður Ingi. Þessir fjórir viðbótarmilljarðar eru um helmingur af varasjóði ríkisstjórnarinnar samkvæmt fjármálaáætlun sem ætlaður er til að bregðast við ófyrirséðum hlutum. Veðrið á liðnum vetri hafi valdið meira tjóni en reikna hefði mátt með sem og viðvarandi umferðaraukning. „Og við erum einfaldlega að bregðast við því. Vegna þess að því fyrr sem við grípum inn í að bæta viðhald því minna verður tjónið,“ segir samgönguráðherra. Vegagerðin hafði áætlað að tíu milljarða þyrfti að minnsta kosti í viðhaldsframkvæmdir á þessu ári og því kemur viðbótarframlagið vel til móts við þær áætlanir. Enda segir ráðherra ekki vanþörf á eftir niðurskurð undanfarinna ára. „Fyrst og fremst eru þetta viðhaldsverkefni. Endurbætur á slitlagi, styrking þar sem vegur er orðinn ónýtur og í einstaka tilfellum. Þar sem við verðum að bæta umferðaröryggi, þá getum við líka farið inn um leið við lögum slitlaðið og breikkað vegina. Hugsanlega sett aðskildar akstursstefnur eins og menn hafa rætt um á Grindavíkurvegi,“ segir Sigurður Ingi. Verkefnin muni dreifast um allt land og gefi fljúgandi start á uppbyggingu vegakerfisins. „Vegagerðin telur að við getum einmitt farið í öll þessi verkefni. Í ljósi þess að við höfum verktaka, við höfum verktíma, við höfum leyfin og þetta sé innan þess ramma sem við getum gert,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson. Samgöngur Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Ríkisstjórnin ákvað í morgun að setja helmingi meira fé til viðhalds á vegakerfinu en gert er ráð fyrir í fjárlögum þessa árs, sem þýðir að tólf milljarðar fara til viðhalds vega. Samgönguráðherra segir að koma verði í veg fyrir enn frekara tjón á vegakerfinu sem hafi komið illa undan vetri. Farið verði í viðhald og uppbyggingu um allt land sem muni auka öryggi ökumanna. Risastór verkefni bíða í uppbyggingu vegakerfisins um allt land ekki hvað síst á höfuðborgarsvæðinu eftir niðurskurðáárunum eftir hrun. Á fjárlögum þessa árs er gert ráð fyrir 20 milljörðum til nýframkvæmda og viðhalds á vegakerfinu, þar af átta milljörðum til viðhalds. Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í morgun að taka fjóra milljarða úr varasjóði til að auka á viðhald vegakerfisins. Þetta þýðir að tólf milljarðar fara til viðhalds vega á þessu ári. Þar með segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra hægt að flýta framkvæmdum sem annars hefði ekki verið farið í fyrr en á næsta eða þarnæsta ári. Víða sé mikil þörf á viðhaldi í vegakerfinu. „Annars vegar vegna ástandsins á vegakerfinu, umferðaraukningarinnar. En líka vegna þess hvernig veturinn hefur farið með vegakerfið og verið hefur að koma í ljós á síðustu vikum,“ segir Sigurður Ingi. Þessir fjórir viðbótarmilljarðar eru um helmingur af varasjóði ríkisstjórnarinnar samkvæmt fjármálaáætlun sem ætlaður er til að bregðast við ófyrirséðum hlutum. Veðrið á liðnum vetri hafi valdið meira tjóni en reikna hefði mátt með sem og viðvarandi umferðaraukning. „Og við erum einfaldlega að bregðast við því. Vegna þess að því fyrr sem við grípum inn í að bæta viðhald því minna verður tjónið,“ segir samgönguráðherra. Vegagerðin hafði áætlað að tíu milljarða þyrfti að minnsta kosti í viðhaldsframkvæmdir á þessu ári og því kemur viðbótarframlagið vel til móts við þær áætlanir. Enda segir ráðherra ekki vanþörf á eftir niðurskurð undanfarinna ára. „Fyrst og fremst eru þetta viðhaldsverkefni. Endurbætur á slitlagi, styrking þar sem vegur er orðinn ónýtur og í einstaka tilfellum. Þar sem við verðum að bæta umferðaröryggi, þá getum við líka farið inn um leið við lögum slitlaðið og breikkað vegina. Hugsanlega sett aðskildar akstursstefnur eins og menn hafa rætt um á Grindavíkurvegi,“ segir Sigurður Ingi. Verkefnin muni dreifast um allt land og gefi fljúgandi start á uppbyggingu vegakerfisins. „Vegagerðin telur að við getum einmitt farið í öll þessi verkefni. Í ljósi þess að við höfum verktaka, við höfum verktíma, við höfum leyfin og þetta sé innan þess ramma sem við getum gert,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson.
Samgöngur Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira