Segir uppgjörið í borginni bara fallegt í fjarska Sigurður Mikael Jónsson skrifar 27. apríl 2018 06:00 Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni. Ársuppgjör Reykjavíkurborgar er fallegt í fjarska en þegar betur er að gáð er ástæða til að hafa áhyggjur, segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni.Reykjavíkurborg birti í gær ársreikning síðasta árs þar sem niðurstaðan virðist afar jákvæð. Borgin skilar tæplega fimm milljarða afgangi, tvöfalt meiri en gert hafði verið ráð fyrir og A-hlutinn, sem heldur utan um eiginlegan rekstur borgarinnar, skilaði fimm milljarða afgangi. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sagði við þetta tilefni að uppgjörið sýni að rekstur borgarinnar gangi mjög vel. „Við erum að skila afgangi af samstæðu og borgarsjóði sem á sér varla fordæmi.“Dagur B. ?Eggertsson, borgarstjóri.Eyþór Arnalds segir þó vekja athygli að skuldir og skuldbindingar skuli vaxa um 15 milljarða á síðasta ári í borgarsjóði.Sjá einnig: Reykjavíkurborg skilar fimm milljarða króna afgangi „Af því að við erum að horfa á mesta tekjugóðæri borgarinnar þá vekur þetta fyrst athygli. Síðan er hitt að uppgefinn hagnaður er tæpir 5 milljarðar en söluhagnaður eigna er 8 milljarðar, ef ekki hefði komið til sölu á þessum eignum – sem er einskiptishagnaður – þá hefði afkoman verið tap.“ Eyþór bendir á að Félagsbústaðir og OR séu að endurmeta eignir sínar og reikna sér marga milljarða í hagnað af endurmatinu. „Við veltum fyrir okkur hvort það sé líka einskiptishagnaður. Þegar þetta er samandregið þá er ljóst að afkoman er ekki eins góð, þegar það er minna inni á bankabókinni en fyrir ári síðan og skuldir búnar að vaxa þetta mikið í borgarsjóði. Reikningurinn er í fjarska fagur. En það er sama hvaða heimilisbókhald það væri, ef skuldir vaxa svona mikið og þú selur eignirnar þá ertu náttúrulega ekki í góðum málum.“ Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir „Forgangsröðunin hefur ekki verið það sem brennur mest á fólki“ Eyþór Arnalds segir að ársreikningur Reykjavíkuborgar líti vel út í fyrstu en þegar betur sé að gáð má sjá ýmislegt sem betur mætti fara. 26. apríl 2018 19:16 Reykjavíkurborg skilar fimm milljarða króna afgangi Samkvæmt ársreikningi Reykjavíkurborgar fyrir árið 2017 sem kynntur var á blaðamannafundi fyrr í dag skilaði A-hluti borgarinnar, sem heldur utan um eiginlegan rekstur, fimm milljarða króna afgangi. 26. apríl 2018 14:50 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira
Ársuppgjör Reykjavíkurborgar er fallegt í fjarska en þegar betur er að gáð er ástæða til að hafa áhyggjur, segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni.Reykjavíkurborg birti í gær ársreikning síðasta árs þar sem niðurstaðan virðist afar jákvæð. Borgin skilar tæplega fimm milljarða afgangi, tvöfalt meiri en gert hafði verið ráð fyrir og A-hlutinn, sem heldur utan um eiginlegan rekstur borgarinnar, skilaði fimm milljarða afgangi. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sagði við þetta tilefni að uppgjörið sýni að rekstur borgarinnar gangi mjög vel. „Við erum að skila afgangi af samstæðu og borgarsjóði sem á sér varla fordæmi.“Dagur B. ?Eggertsson, borgarstjóri.Eyþór Arnalds segir þó vekja athygli að skuldir og skuldbindingar skuli vaxa um 15 milljarða á síðasta ári í borgarsjóði.Sjá einnig: Reykjavíkurborg skilar fimm milljarða króna afgangi „Af því að við erum að horfa á mesta tekjugóðæri borgarinnar þá vekur þetta fyrst athygli. Síðan er hitt að uppgefinn hagnaður er tæpir 5 milljarðar en söluhagnaður eigna er 8 milljarðar, ef ekki hefði komið til sölu á þessum eignum – sem er einskiptishagnaður – þá hefði afkoman verið tap.“ Eyþór bendir á að Félagsbústaðir og OR séu að endurmeta eignir sínar og reikna sér marga milljarða í hagnað af endurmatinu. „Við veltum fyrir okkur hvort það sé líka einskiptishagnaður. Þegar þetta er samandregið þá er ljóst að afkoman er ekki eins góð, þegar það er minna inni á bankabókinni en fyrir ári síðan og skuldir búnar að vaxa þetta mikið í borgarsjóði. Reikningurinn er í fjarska fagur. En það er sama hvaða heimilisbókhald það væri, ef skuldir vaxa svona mikið og þú selur eignirnar þá ertu náttúrulega ekki í góðum málum.“
Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir „Forgangsröðunin hefur ekki verið það sem brennur mest á fólki“ Eyþór Arnalds segir að ársreikningur Reykjavíkuborgar líti vel út í fyrstu en þegar betur sé að gáð má sjá ýmislegt sem betur mætti fara. 26. apríl 2018 19:16 Reykjavíkurborg skilar fimm milljarða króna afgangi Samkvæmt ársreikningi Reykjavíkurborgar fyrir árið 2017 sem kynntur var á blaðamannafundi fyrr í dag skilaði A-hluti borgarinnar, sem heldur utan um eiginlegan rekstur, fimm milljarða króna afgangi. 26. apríl 2018 14:50 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira
„Forgangsröðunin hefur ekki verið það sem brennur mest á fólki“ Eyþór Arnalds segir að ársreikningur Reykjavíkuborgar líti vel út í fyrstu en þegar betur sé að gáð má sjá ýmislegt sem betur mætti fara. 26. apríl 2018 19:16
Reykjavíkurborg skilar fimm milljarða króna afgangi Samkvæmt ársreikningi Reykjavíkurborgar fyrir árið 2017 sem kynntur var á blaðamannafundi fyrr í dag skilaði A-hluti borgarinnar, sem heldur utan um eiginlegan rekstur, fimm milljarða króna afgangi. 26. apríl 2018 14:50