Hafni Íslendingar evrópsku orkulöggjöfinni mun norska þjóðin fagna Kathrine Kleveland skrifar 27. apríl 2018 07:00 Hafni Íslendingar orkulöggjöf Evrópusambandsins verður hún ekki hluti af samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Slík niðurstaða yrði í ágætu samræmi við vilja og hagsmuni Norðmanna. Fullveldissamtök Noregs, Nei til EU, hafa brýnt fyrir ríkisstjórn Noregs að virða þá ákvörðun sem Íslendingar munu taka. Markmið tveggja stoða stjórnkerfis EFTA og Evrópusambandsins er meðal annars að koma í veg fyrir að EES-samningurinn belgist út með einhliða ákvörðunum Evrópusambandsins. Það er grundvallaratriði að Noregi, Íslandi og Liechtenstein sé ekki stjórnað af stofnunum Evrópusambandsins. Yfirþjóðleg valdboð skuli ekki verða með öðrum hætti en með ákvörðunum stofnana EFTA. Tíminn hefur á hinn bóginn leitt í ljós að með sívaxandi hugmyndaauðgi í skipulagi stjórnsýslu er þetta grundvallaratriði sniðgengið. Í framkvæmd sogast ríki EFTA undir vald stofnana Evrópusambandsins í stað þess að lúta hliðstæðum stofnunum EFTA. Eftirlitsstofnunin ESA sinnir í raun afgreiðslu fyrir Evrópusambandið og nú síðast orkuskrifstofu sambandsins, ACER.Mikill meirihluti andvígur Ríkisstjórn Noregs og Stórþingið hafa horft fram hjá þeirri staðreynd að norskur almenningur er eindregið á móti því að flytja valdheimildir til Orkuskrifstofu Evrópusambandsins. Með því færast mikilvægir þættir í stjórn orkumála Noregs frá kjörnum fulltrúum í Noregi í hendur stofnunar Evrópusambandsins, en það er krafa sambandsins. Umræða um þetta mál í Noregi er tilfinningaþrungin og hún hefur einkennst af hörðum átökum. Fara þarf aftur til þjóðaratkvæðagreiðslunnar um aðild að Evrópusambandinu árið 1994 til að finna hliðstæðu. Verkalýðshreyfingin, sveitarfélög og sveitarstjórar, héraðsþing, stjórnmálaflokkar og fleiri samtök hafa ýmist hafnað framsali valds í orkumálum eða farið fram á frestun málsins. Skoðanakannanir sýna að aðeins tíundi hluti Norðmanna styður málið. Andstaðan er með öðrum orðum afar sterk. Við höfum veitt eftirtekt vaxandi gremju á Íslandi með að norsk stjórnvöld nýti vægi sitt innan EES til að knýja fram upptöku reglna Evrópusambandsins. Norskir embættismenn lýsa jafnvel yfir niðurstöðu áður en réttmæt yfirvöld hafa rætt málið og áður en nokkur niðurstaða er komin í viðræður Noregs, Íslands og Liechtenstein. Tveggja stoða kerfið er sem sagt orðin tóm og Íslendingar hljóta með réttu að velta fyrir sér hvort hagsmunum þeirra sé best borgið með samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Neitun þjónar sameiginlegum hagsmunum Ljóst er að íslenskir stjórnmálaflokkar eru efins um ágæti valdaframsals til Orkuskrifstofu Evrópusambandsins, ACER, og er það sem endurómur af umræðunni í Noregi nú í vetur. Greinilegt er að íslenskir stjórnmálamenn leggja við hlustir þegar þjóðin talar. Munu Íslendingar grípa í taumana og koma í veg fyrir framsal í orkumálum í nafni EES? Engar neikvæðar afleiðingar verða af því að Íslendingar hafni fyrirliggjandi hugmyndum um valdaframsal í orkumálum. Evrópusambandið getur í mesta lagi hafnað fjórða viðauka EES um orkumál, en af því hefði sambandið þó enga hagsmuni. Höfnun á orkumálalöggjöfinni af hálfu Íslendinga mun á hinn bóginn hafa margþætt jákvæð áhrif á norskt samfélag. Hætta er nefnilega á hruni og fjöldaatvinnuleysi í orkufrekum iðnaði í Noregi ef rafmagnið hækkar upp í það sem tíðkast í Evrópusambandinu. Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, hefur bent á að áhugamenn um EES þurfi að benda skýrar á ágæti þess samnings. Þar liggur beinast við að virða ákvæði samningsins um að engar nýjar reglur verði teknar inn í EES nema öll EFTA-ríkin séu um það sammála. Hvers kyns þrýstingur frá Noregi í þessu máli er vanvirðing við frændur okkar Íslendinga. Fullveldissamtök Noregs, Nei til EU, fara fram á að norska ríkisstjórnin sýni Íslendingum viðeigandi virðingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Hafni Íslendingar orkulöggjöf Evrópusambandsins verður hún ekki hluti af samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Slík niðurstaða yrði í ágætu samræmi við vilja og hagsmuni Norðmanna. Fullveldissamtök Noregs, Nei til EU, hafa brýnt fyrir ríkisstjórn Noregs að virða þá ákvörðun sem Íslendingar munu taka. Markmið tveggja stoða stjórnkerfis EFTA og Evrópusambandsins er meðal annars að koma í veg fyrir að EES-samningurinn belgist út með einhliða ákvörðunum Evrópusambandsins. Það er grundvallaratriði að Noregi, Íslandi og Liechtenstein sé ekki stjórnað af stofnunum Evrópusambandsins. Yfirþjóðleg valdboð skuli ekki verða með öðrum hætti en með ákvörðunum stofnana EFTA. Tíminn hefur á hinn bóginn leitt í ljós að með sívaxandi hugmyndaauðgi í skipulagi stjórnsýslu er þetta grundvallaratriði sniðgengið. Í framkvæmd sogast ríki EFTA undir vald stofnana Evrópusambandsins í stað þess að lúta hliðstæðum stofnunum EFTA. Eftirlitsstofnunin ESA sinnir í raun afgreiðslu fyrir Evrópusambandið og nú síðast orkuskrifstofu sambandsins, ACER.Mikill meirihluti andvígur Ríkisstjórn Noregs og Stórþingið hafa horft fram hjá þeirri staðreynd að norskur almenningur er eindregið á móti því að flytja valdheimildir til Orkuskrifstofu Evrópusambandsins. Með því færast mikilvægir þættir í stjórn orkumála Noregs frá kjörnum fulltrúum í Noregi í hendur stofnunar Evrópusambandsins, en það er krafa sambandsins. Umræða um þetta mál í Noregi er tilfinningaþrungin og hún hefur einkennst af hörðum átökum. Fara þarf aftur til þjóðaratkvæðagreiðslunnar um aðild að Evrópusambandinu árið 1994 til að finna hliðstæðu. Verkalýðshreyfingin, sveitarfélög og sveitarstjórar, héraðsþing, stjórnmálaflokkar og fleiri samtök hafa ýmist hafnað framsali valds í orkumálum eða farið fram á frestun málsins. Skoðanakannanir sýna að aðeins tíundi hluti Norðmanna styður málið. Andstaðan er með öðrum orðum afar sterk. Við höfum veitt eftirtekt vaxandi gremju á Íslandi með að norsk stjórnvöld nýti vægi sitt innan EES til að knýja fram upptöku reglna Evrópusambandsins. Norskir embættismenn lýsa jafnvel yfir niðurstöðu áður en réttmæt yfirvöld hafa rætt málið og áður en nokkur niðurstaða er komin í viðræður Noregs, Íslands og Liechtenstein. Tveggja stoða kerfið er sem sagt orðin tóm og Íslendingar hljóta með réttu að velta fyrir sér hvort hagsmunum þeirra sé best borgið með samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Neitun þjónar sameiginlegum hagsmunum Ljóst er að íslenskir stjórnmálaflokkar eru efins um ágæti valdaframsals til Orkuskrifstofu Evrópusambandsins, ACER, og er það sem endurómur af umræðunni í Noregi nú í vetur. Greinilegt er að íslenskir stjórnmálamenn leggja við hlustir þegar þjóðin talar. Munu Íslendingar grípa í taumana og koma í veg fyrir framsal í orkumálum í nafni EES? Engar neikvæðar afleiðingar verða af því að Íslendingar hafni fyrirliggjandi hugmyndum um valdaframsal í orkumálum. Evrópusambandið getur í mesta lagi hafnað fjórða viðauka EES um orkumál, en af því hefði sambandið þó enga hagsmuni. Höfnun á orkumálalöggjöfinni af hálfu Íslendinga mun á hinn bóginn hafa margþætt jákvæð áhrif á norskt samfélag. Hætta er nefnilega á hruni og fjöldaatvinnuleysi í orkufrekum iðnaði í Noregi ef rafmagnið hækkar upp í það sem tíðkast í Evrópusambandinu. Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, hefur bent á að áhugamenn um EES þurfi að benda skýrar á ágæti þess samnings. Þar liggur beinast við að virða ákvæði samningsins um að engar nýjar reglur verði teknar inn í EES nema öll EFTA-ríkin séu um það sammála. Hvers kyns þrýstingur frá Noregi í þessu máli er vanvirðing við frændur okkar Íslendinga. Fullveldissamtök Noregs, Nei til EU, fara fram á að norska ríkisstjórnin sýni Íslendingum viðeigandi virðingu.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun