Kynna drög að samningi fyrir ljósmæðrum í kvöld Sylvía Rut Sigfúsdóttir og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 25. apríl 2018 20:04 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að hún bindi miklar vonir við að lausn finnist á allra næstu sólarhringum. Vísir/Getty Drög að samningi á milli Sjúkratrygginga Íslands og sjálfstætt starfandi ljósmæðra í heimaþjónustu liggja nú fyrir. Samningurinn snýr að fyrirkomulagi þjónustunnar en ljósmæður sem sinnt hafa mæðrum og nýburum í heimaþjónustu í verktöku samkvæmt samningi við Sjúkratryggingar Íslands, lögðu niður störf á mánudaginn þar sem samningur þeirra hefur ekki verið endurnýjaður. „Við vorum á löngum fundi í dag með Sjúkratryggingum Íslands. Það var ákveðinn rammi sem ráðuneytið hafði sett og við vorum í rauninni bara að vinna út frá því og finna lausn,“ segir Arney Þórarinsdóttir ljósmóðir og framkvæmdastjóri Bjarkarinnar í samtali við Vísi í kvöld. Hugmyndin verður lögð fyrir ljósmæður sem sinna heimaþjónustu núna í kvöld og kannað verður hvort þetta sé eitthvað sem þær geti fallist á. Þær sem komast ekki á fundinn geta skoðað tillöguna rafrænt. „Ef ég á að segja alveg eins og er þá veit ég ekki við hverju á að búast í kvöld. Þetta er ekkert alveg það sem við vildum sjá þannig að það á eftir að koma í ljós. En við eyddum góðum tíma í að hagræða innan samningsins og reyna að finna mögulega ásættanlega lausn.“Málið þolir enga bið Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að hún bindi miklar vonir við að lausn finnist á allra næstu sólarhringum. Hún segir málið enga bið þola en áhrifanna er þegar farið að gæta á sængurlegudeildum og veldur áhyggjum meðal foreldra. „Samkvæmt mínum sérfræðingum í ráðuneytinu þá hefur verið haldinn fundur með Sjúkratryggingum Íslands þar sem hafa verið skoðaðir fleiri valkostir heldur en þeir sem við fengum í minnisblaði í mars frá Sjúkratryggingum sem var í raun og veru valkostur sem að hvorki Landspítalinn néSjúkrahúsið á Akureyri taldi aðgengilegt,“ segir Svandís. Á meðan lausn er ekki í sjónmáli fyllast sængurlegudeildir hratt. Á fæðingardeildinni á Akureyri er pláss fyrir 13 sængurkonur í einu, á Akranesi er pláss fyrir fjórar til fimm og á Selfossi fyrir tvær til þrjár. Á þessum stöðum þurfa konur að liggja lengur inni á deild en nauðsynlegt væri undir eðlilegum kringumstæðum. Svandís Svavarsdóttir er heilbrigðisráðherra.Vísir/eyþórSama vandamál er einnig uppi á Landspítalanum en þar er staðan þó að mörgu leyti erfiðari. Þar er pláss fyrir 24 sængurkonur í einu en vísa hefur þurft mæðrum og börnum sem heilsast hvað best, heim af deildinni, svo pláss sé fyrir þá sem á mestri þjónustu þurfa að halda. „Þetta er mál sem að þolir enga bið þannig að ég vonast til þess að fá botn í það á allra næstu sólarhringum.“ Samningurinn við Sjúkratryggingar sem um ræðir er ótengdur yfirstandandi kjarabaráttu ljósmæðra við ríkið en næsti samningafundur í þeirri deilu verður í fyrramálið. „Við vitum það að harður hnútur getur losnað skyndilega ef það gerist eitthvað nýtt eða einhver hugsar út fyrir boxið eða eitthvað gerist, þannig að ég vona það auðvitað að með hverjum fundi að það komi eitthvað gott út úr honum,“ segir Svandís.“Vona að þetta leysist sem fyrst Samþykki heimaþjónustuljósmæður þessi drög sem lögð verða fyrir þær í kvöld, munu Sjúkratryggingar Íslands væntanlega bera málið undir ráðuneytisið. Niðurstaða gæti því hugsanlega legið fyrir á morgun. „Það er undirskrift ráðherra sem gildir,“ segir Arney. „Við vonum að ef þetta er eitthvað sem ljósmæður geta fallist á þá bregðist ráðherra hratt við og skrifi undir þannig að við getum aftur farið að sinna heimaþjónustunni, þetta fari allt aftur í rétt horf. Þetta hefur verið mjög leiðinlegt og óþægilegt. Ég held að við getum öll verið sammála um að við vonum að þetta leysist sem fyrst en við viljum líka að allir geti verið sáttir.“ Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Drög að samningi á milli Sjúkratrygginga Íslands og sjálfstætt starfandi ljósmæðra í heimaþjónustu liggja nú fyrir. Samningurinn snýr að fyrirkomulagi þjónustunnar en ljósmæður sem sinnt hafa mæðrum og nýburum í heimaþjónustu í verktöku samkvæmt samningi við Sjúkratryggingar Íslands, lögðu niður störf á mánudaginn þar sem samningur þeirra hefur ekki verið endurnýjaður. „Við vorum á löngum fundi í dag með Sjúkratryggingum Íslands. Það var ákveðinn rammi sem ráðuneytið hafði sett og við vorum í rauninni bara að vinna út frá því og finna lausn,“ segir Arney Þórarinsdóttir ljósmóðir og framkvæmdastjóri Bjarkarinnar í samtali við Vísi í kvöld. Hugmyndin verður lögð fyrir ljósmæður sem sinna heimaþjónustu núna í kvöld og kannað verður hvort þetta sé eitthvað sem þær geti fallist á. Þær sem komast ekki á fundinn geta skoðað tillöguna rafrænt. „Ef ég á að segja alveg eins og er þá veit ég ekki við hverju á að búast í kvöld. Þetta er ekkert alveg það sem við vildum sjá þannig að það á eftir að koma í ljós. En við eyddum góðum tíma í að hagræða innan samningsins og reyna að finna mögulega ásættanlega lausn.“Málið þolir enga bið Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að hún bindi miklar vonir við að lausn finnist á allra næstu sólarhringum. Hún segir málið enga bið þola en áhrifanna er þegar farið að gæta á sængurlegudeildum og veldur áhyggjum meðal foreldra. „Samkvæmt mínum sérfræðingum í ráðuneytinu þá hefur verið haldinn fundur með Sjúkratryggingum Íslands þar sem hafa verið skoðaðir fleiri valkostir heldur en þeir sem við fengum í minnisblaði í mars frá Sjúkratryggingum sem var í raun og veru valkostur sem að hvorki Landspítalinn néSjúkrahúsið á Akureyri taldi aðgengilegt,“ segir Svandís. Á meðan lausn er ekki í sjónmáli fyllast sængurlegudeildir hratt. Á fæðingardeildinni á Akureyri er pláss fyrir 13 sængurkonur í einu, á Akranesi er pláss fyrir fjórar til fimm og á Selfossi fyrir tvær til þrjár. Á þessum stöðum þurfa konur að liggja lengur inni á deild en nauðsynlegt væri undir eðlilegum kringumstæðum. Svandís Svavarsdóttir er heilbrigðisráðherra.Vísir/eyþórSama vandamál er einnig uppi á Landspítalanum en þar er staðan þó að mörgu leyti erfiðari. Þar er pláss fyrir 24 sængurkonur í einu en vísa hefur þurft mæðrum og börnum sem heilsast hvað best, heim af deildinni, svo pláss sé fyrir þá sem á mestri þjónustu þurfa að halda. „Þetta er mál sem að þolir enga bið þannig að ég vonast til þess að fá botn í það á allra næstu sólarhringum.“ Samningurinn við Sjúkratryggingar sem um ræðir er ótengdur yfirstandandi kjarabaráttu ljósmæðra við ríkið en næsti samningafundur í þeirri deilu verður í fyrramálið. „Við vitum það að harður hnútur getur losnað skyndilega ef það gerist eitthvað nýtt eða einhver hugsar út fyrir boxið eða eitthvað gerist, þannig að ég vona það auðvitað að með hverjum fundi að það komi eitthvað gott út úr honum,“ segir Svandís.“Vona að þetta leysist sem fyrst Samþykki heimaþjónustuljósmæður þessi drög sem lögð verða fyrir þær í kvöld, munu Sjúkratryggingar Íslands væntanlega bera málið undir ráðuneytisið. Niðurstaða gæti því hugsanlega legið fyrir á morgun. „Það er undirskrift ráðherra sem gildir,“ segir Arney. „Við vonum að ef þetta er eitthvað sem ljósmæður geta fallist á þá bregðist ráðherra hratt við og skrifi undir þannig að við getum aftur farið að sinna heimaþjónustunni, þetta fari allt aftur í rétt horf. Þetta hefur verið mjög leiðinlegt og óþægilegt. Ég held að við getum öll verið sammála um að við vonum að þetta leysist sem fyrst en við viljum líka að allir geti verið sáttir.“
Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira