Grobbelaar er enn á svörtum lista í Róm Henry Birgir Gunnarsson skrifar 24. apríl 2018 12:00 Grobbelaar fagnar titlinum með Phil Neal. vísir/getty Þar sem Liverpool og Roma mætast í Meistaradeildinni í kvöld er mikið verið að rifja upp sögulegan úrslitaleik félaganna í Evrópukeppninni árið 1984. Sá leikur fór fram á Ólympíuleikvanginum í Róm og Rómverjar stóðu því vel að vígi. Það var þó markvörður Liverpool, Bruce Grobbelaar, sem átti eftir að stela senunni. Leikurinn fór í vítaspyrnukeppni þar sem „spagettílappir“ Grobbelaar tóku síðasta spyrnumann Roma, Graziani, á taugum og Liverpool varð Evrópumeistari. „Þetta var töfrandi kvöld í mjög erfiðum aðstæðum fyrir okkur. Við vorum á útivelli og þurftum að yfirstíga margar hindranir,“ sagði Grobbelaar en hvað var hann að gera er hann tók spagettílappirnar frægu?Grobbelaar ver skot í leiknum.vísir/getty„Ég lék þetta bara af fingrum fram. Þegar Bruno Conti tók víti þá þá leit ég á ljósmyndara og beit svo í netið. Það virkaði því Conti klikkaði. Þá hugsaði ég um að halda þessu áfram. Ég leit aftur á netið og sá að það leit út eins og spagettí. Þess vegna ákvað ég að dansa eins og lappirnar á mér væru spagettí.“ Grobbelaar segir að stuðningsmenn Roma hafi aldrei fyrirgefið honum í raun hati þeir hann. „Það er ekkert langt síðan ég var í Róm og fékk að upplifa allt það stórkostlega í borginni. Nema Ólympíuleikvanginn. Ég vildi fara þangað og standa í markinu til að sýna konunni minni hvar ég varð Evrópumeistari. Þeir vildu ekki hleypa mér inn og sögðu að ég væri á svörtum lista þarna. Ótrúlegt.“ Grobbelaar verður á Anfield í kvöld en verður að horfa á síðari leikinn í sjónvarpinu. Leikurinn í kvöld hefst klukkan 18.45 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Handbolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Fleiri fréttir Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Sjá meira
Þar sem Liverpool og Roma mætast í Meistaradeildinni í kvöld er mikið verið að rifja upp sögulegan úrslitaleik félaganna í Evrópukeppninni árið 1984. Sá leikur fór fram á Ólympíuleikvanginum í Róm og Rómverjar stóðu því vel að vígi. Það var þó markvörður Liverpool, Bruce Grobbelaar, sem átti eftir að stela senunni. Leikurinn fór í vítaspyrnukeppni þar sem „spagettílappir“ Grobbelaar tóku síðasta spyrnumann Roma, Graziani, á taugum og Liverpool varð Evrópumeistari. „Þetta var töfrandi kvöld í mjög erfiðum aðstæðum fyrir okkur. Við vorum á útivelli og þurftum að yfirstíga margar hindranir,“ sagði Grobbelaar en hvað var hann að gera er hann tók spagettílappirnar frægu?Grobbelaar ver skot í leiknum.vísir/getty„Ég lék þetta bara af fingrum fram. Þegar Bruno Conti tók víti þá þá leit ég á ljósmyndara og beit svo í netið. Það virkaði því Conti klikkaði. Þá hugsaði ég um að halda þessu áfram. Ég leit aftur á netið og sá að það leit út eins og spagettí. Þess vegna ákvað ég að dansa eins og lappirnar á mér væru spagettí.“ Grobbelaar segir að stuðningsmenn Roma hafi aldrei fyrirgefið honum í raun hati þeir hann. „Það er ekkert langt síðan ég var í Róm og fékk að upplifa allt það stórkostlega í borginni. Nema Ólympíuleikvanginn. Ég vildi fara þangað og standa í markinu til að sýna konunni minni hvar ég varð Evrópumeistari. Þeir vildu ekki hleypa mér inn og sögðu að ég væri á svörtum lista þarna. Ótrúlegt.“ Grobbelaar verður á Anfield í kvöld en verður að horfa á síðari leikinn í sjónvarpinu. Leikurinn í kvöld hefst klukkan 18.45 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Handbolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Fleiri fréttir Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Sjá meira