Tillögur um breytingar á heimaþjónustu ljósmæðra óæskilegar að mati fagfólks Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. apríl 2018 12:16 Nýbakaðar mæður munu fá þá þjónustu sem þær þurfa þrátt fyrir að heimaþjónustuljósmæður hafi lagt niður stör. Vísir/Gva Þær tillögur sem Sjúkratryggingar Íslands sendu velferðarráðuneytinu um breytingar á heimaþjónustu ljósmæðra eru að mati fagfólks Sjúkrahússins á Akureyri og Landspítalans óæskilegar. Nái þær fram að ganga muni þær leiða til lakari þjónustu við mæður og foreldra nýbura sem og aukins kostnaðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá velferðarráðuneytinu vegna þess að 95 heimaþjónustuljósmæður hafa lagt niður störf. Ástæðan er sú að ekki hefur verið skrifað undir samning um störf þeirra við Sjúkratryggingar Íslands. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að ekki sé rétt að tilbúinn samningur liggi í ráðuneytinu og bíði þess að ráðherra undirriti hann. Hið rétta er að þann 23. mars síðastliðinn komu Sjúkratryggingar minnisblaði á framfæri við ráðuneytið þar sem lagðar voru til breytingar á rammasamningnum. Var minnisblaðið sent í kjölfar samningaviðræðna Sjúkratrygginga við ljósmæður. „Tillögurnar sem um ræðir fela í sér skerðingu á heimaþjónustu ljósmæðra sem ljóst er að myndu hafa töluverð áhrif inn á fæðingardeildir sjúkrahúsanna, þar sem verið væri að breyta faglegum áherslum þjónustunnar með lengri legutíma hjá hluta mæðra og það fæli jafnframt í sér aukið álag á fæðingardeildirnar. Velferðarráðuneytið leitaði umsagnar Sjúkrahússins á Akureyri (SAk) og Landspítalans við tillögum að breyttri heimaþjónustu ljósmæðra á rammasamningi. Viðbrögð SAk bárust ráðuneytinu fyrir nokkru og Landspítalinn sendi ráðuneytinu afstöðu sína í morgun. Í stuttu máli er það mat fagfólks beggja sjúkrahúsanna að þær breytingar á þjónustunni sem þarna eru lagðar til séu óæskilegar og leiði jafnt til lakari þjónustu við mæður og foreldra nýbura og aukins kostnaðar. Um þetta segir m.a. í umsögn Landspítala að lengri sjúkrahúslega auki hættuna á spítalasýkingum bæði er varðar móður og barn,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins. Þar segir jafnframt að fundað verði í ráðuneytinu í dag vegna málsins en heilbrigðisráðherra leggur kapp á að finna fyrirkomulagi á þjónustu við sængurkonur í heimahúsum traustari farveg. Þá munu nýbakaðar mæður njóta allrar þeirrar þjónustu sem þörf er fyrir þrátt fyrir að heimaþjónustuljósmæður hafi lagt niður störf en ráðherra sendi erindi til allra heilbrigðisstofnana landsins í dag með þeim tilmælum að þær veiti þá þjónustu sem heimaljósmæður hafa veitt. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Allar heimaþjónustuljósmæður landsins leggja niður störf Allar þær 95 heimaþjónustuljósmæður sem skráðar eru í það starf á landinu samkvæmt þar til gerðum lista hafa ákveðið að leggja niður störf frá og með deginum í dag. 23. apríl 2018 08:44 Minnst 60 heimaþjónustuljósmæður leggja niður störf Ákvörðunin kemur verst niður á nýbökuðum foreldrum og meðgöngu- og sængurlegudeild. 22. apríl 2018 18:28 Þurftu að bíða eftir viðbrögðum frá Landspítala "Það kemur mér ofsalega á óvart hvað þær taka þetta bratt,“ segir Svandís um ákvörðun heimaþjónustuljósmæðra. 22. apríl 2018 21:48 Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fleiri fréttir Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Sjá meira
Þær tillögur sem Sjúkratryggingar Íslands sendu velferðarráðuneytinu um breytingar á heimaþjónustu ljósmæðra eru að mati fagfólks Sjúkrahússins á Akureyri og Landspítalans óæskilegar. Nái þær fram að ganga muni þær leiða til lakari þjónustu við mæður og foreldra nýbura sem og aukins kostnaðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá velferðarráðuneytinu vegna þess að 95 heimaþjónustuljósmæður hafa lagt niður störf. Ástæðan er sú að ekki hefur verið skrifað undir samning um störf þeirra við Sjúkratryggingar Íslands. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að ekki sé rétt að tilbúinn samningur liggi í ráðuneytinu og bíði þess að ráðherra undirriti hann. Hið rétta er að þann 23. mars síðastliðinn komu Sjúkratryggingar minnisblaði á framfæri við ráðuneytið þar sem lagðar voru til breytingar á rammasamningnum. Var minnisblaðið sent í kjölfar samningaviðræðna Sjúkratrygginga við ljósmæður. „Tillögurnar sem um ræðir fela í sér skerðingu á heimaþjónustu ljósmæðra sem ljóst er að myndu hafa töluverð áhrif inn á fæðingardeildir sjúkrahúsanna, þar sem verið væri að breyta faglegum áherslum þjónustunnar með lengri legutíma hjá hluta mæðra og það fæli jafnframt í sér aukið álag á fæðingardeildirnar. Velferðarráðuneytið leitaði umsagnar Sjúkrahússins á Akureyri (SAk) og Landspítalans við tillögum að breyttri heimaþjónustu ljósmæðra á rammasamningi. Viðbrögð SAk bárust ráðuneytinu fyrir nokkru og Landspítalinn sendi ráðuneytinu afstöðu sína í morgun. Í stuttu máli er það mat fagfólks beggja sjúkrahúsanna að þær breytingar á þjónustunni sem þarna eru lagðar til séu óæskilegar og leiði jafnt til lakari þjónustu við mæður og foreldra nýbura og aukins kostnaðar. Um þetta segir m.a. í umsögn Landspítala að lengri sjúkrahúslega auki hættuna á spítalasýkingum bæði er varðar móður og barn,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins. Þar segir jafnframt að fundað verði í ráðuneytinu í dag vegna málsins en heilbrigðisráðherra leggur kapp á að finna fyrirkomulagi á þjónustu við sængurkonur í heimahúsum traustari farveg. Þá munu nýbakaðar mæður njóta allrar þeirrar þjónustu sem þörf er fyrir þrátt fyrir að heimaþjónustuljósmæður hafi lagt niður störf en ráðherra sendi erindi til allra heilbrigðisstofnana landsins í dag með þeim tilmælum að þær veiti þá þjónustu sem heimaljósmæður hafa veitt.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Allar heimaþjónustuljósmæður landsins leggja niður störf Allar þær 95 heimaþjónustuljósmæður sem skráðar eru í það starf á landinu samkvæmt þar til gerðum lista hafa ákveðið að leggja niður störf frá og með deginum í dag. 23. apríl 2018 08:44 Minnst 60 heimaþjónustuljósmæður leggja niður störf Ákvörðunin kemur verst niður á nýbökuðum foreldrum og meðgöngu- og sængurlegudeild. 22. apríl 2018 18:28 Þurftu að bíða eftir viðbrögðum frá Landspítala "Það kemur mér ofsalega á óvart hvað þær taka þetta bratt,“ segir Svandís um ákvörðun heimaþjónustuljósmæðra. 22. apríl 2018 21:48 Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fleiri fréttir Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Sjá meira
Allar heimaþjónustuljósmæður landsins leggja niður störf Allar þær 95 heimaþjónustuljósmæður sem skráðar eru í það starf á landinu samkvæmt þar til gerðum lista hafa ákveðið að leggja niður störf frá og með deginum í dag. 23. apríl 2018 08:44
Minnst 60 heimaþjónustuljósmæður leggja niður störf Ákvörðunin kemur verst niður á nýbökuðum foreldrum og meðgöngu- og sængurlegudeild. 22. apríl 2018 18:28
Þurftu að bíða eftir viðbrögðum frá Landspítala "Það kemur mér ofsalega á óvart hvað þær taka þetta bratt,“ segir Svandís um ákvörðun heimaþjónustuljósmæðra. 22. apríl 2018 21:48