„Tvö sigldu af stað, aðeins einn kom til baka“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. apríl 2018 11:45 Teikning úr dómsal. Peter Madsen snýr baki í teiknarann. Vísir/AFP Réttarhöld yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen, sem ákærður er fyrir morðið á sænsku blaðakonunni Kim Wall, hófust að nýju í dag. Um er að ræða síðasta dag réttarhaldanna áður en dómur verður kveðinn upp í málinu. Saksóknari fer fram á lífstíðarfangelsi yfir Madsen og segir engan vafa leika á því að hann hafi myrt Wall á hryllilegan hátt. Eins og áður verður stuðst við beina textalýsingu danska ríkisútvarpsins, DR, frá réttarhöldunum. Einbeittur brotavilji og hárnákvæmt skipulag Saksóknari, Jakop Buch-Jepsen, flutti málið við réttarhöldin í dag. Hann sagði að fyrir það fyrsta benti ekkert til annars en að Madsen væri sekur. „Tvö sigldu af stað, aðeins einn kom til baka,“ sagði saksóknari en lík Kim Wall fannst sundurlimað skömmu eftir að Madsen bauð henni út í kafbát sinn að kvöldi 10. ágúst árið 2017.Sjá einnig: Sagður hafa boðið ungum konum ítrekað út í kafbátinn Saksóknari taldi það fullkomlega ljóst að Madsen hefði myrt Kim Wall og að ástæðan að baki verknaðinum væri kynferðisleg. Madsen hafi framkvæmt voðaverkið viljandi og farið eftir hárnákvæmri, og fyrirfram skipulagðri, áætlun. Þá velti saksóknari því fyrir sér af hverju Madsen hafi skilið muni í eigu Wall, nærbuxur, hárspennur og glósubók, eftir í kafbátnum. Taldi saksóknari líklegast að Madsen hafi viljað halda eftir „verðlaunagrip“ eða nota munina til að koma fyrir fölskum sönnunargögnum fjarri kafbátnum. Jakob Buch-Jepsen, saksóknari.Vísir/AFP „Sjúklegur lygari“ Buch-Jepsen sagði framburð Madsens auk þess hafa verið ótrúverðugan frá upphafi. Þá hafi mat geðlæknis staðfest að Madsen væri „sjúklegur lygari.“ „Þetta var ein lygin á fætur annarri. Lygi, og undir það tekur umsögn geðlæknis, þar sem segir að hann sé sjúklegur lygari.“ Saksóknari minnti einnig á að Madsen hafi breytt framburði sínum ítrekað eftir því sem leið á rannsókn málsins. Madsen sagðist fyrst hafa skilið við Kim Wall á lífi við Refshaleoen að kvöldi 10. ágúst. Daginn eftir sagði hann að Wall hefði fengið hlera í höfuðið og dáið við höggið og að því búnu hafi hann hent líki hennar í sjóinn. Í október breytti hann aftur framburði sínum og sagði Wall hafa látist af völdum kolmónoxíðseitrunar. „Ég hef aldrei orðið vitni að neinu sem er jafn ótrúverðugt og framburður Peters Madsens,“ sagði saksóknari. Hann vildi einnig meina að vel gæti verið að Wall hefði verið á lífi langt fram eftir nóttu en Madsen heldur því fram að hún hafi látist um klukkan 23 að kvöldi 10. ágúst. Óhugnanleg myndbönd endurspeglast í áverkum á líki Kim Wall Þá hefur „afbrigðileg kynhegðun“ Madsen ítrekað verið til umræðu við réttarhöldin. Í málflutningi sínum í dag sagði saksóknari til að mynda ótrúlega samsvörun milli klámfenginna og ofbeldisfullra myndbanda, sem Madsen hafði horft á og sýnt öðrum, og áverkanna sem Kim Wall hlaut. Þá vísaði saksóknari líka til SMS-skilaboða, sem Madsen sendi ónafngreindri konu þann 4. ágúst síðastliðinn, sex dögum áður en Kim Wall var ráðinn bani. Í þeim virðast Madsen og konan skipulegga einhvers konar kynferðislegan hlutverkaleik sín á milli og skrifaði Madsen m.a. til konunnar að hann hygðist „binda hana fasta og stinga á hol með grillteini.“ Saksóknari fór að síðustu fram á að Madsen yrði dæmdur í lífstíðarfangelsi. Hann sagði lífstíðardóm grundvellast á því að ástæður að baki morðinu hafi verið kynferðislegar auk þess sem aðstæður hafi verið með eindæmum hryllilegar. Þar vísaði hann til þess að Madsen bútaði lík Wall niður og fleygði því í sjóinn. Hann hafi viljað komast upp með „hið fullkomna morð.“ Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Var rekinn úr BDSM-samtökum fyrir að vera of rólegur Sjöundi dagur réttarhaldanna yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen hófst í dag. 28. mars 2018 11:27 Varpaði ljósi á Google-leitir Madsen fyrir kafbátaferðina með Wall Saksóknari í málinu gegn Peter Madsen vegna andláts Kim Wall eyddi megninu af deginum í dag dómsal í Kaupmannahöfn að þylja upp Google-leitir úr tölvum og símum uppfinningamannsins danska. 4. apríl 2018 14:28 „Ég fór út og ældi og hugsaði ekki um þetta í tíu ár“ Vitni, sem yfirheyrð hafa verið í réttarhöldunum yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen í dag, sögðu Madsen hafa haft myndbönd sem sýna fólk deyja í fórum sínum. 26. mars 2018 12:17 „Ég bind þig fasta og sting þig á hol með grillteini“ Það sem af er degi hefur verið reynt að varpa ljósi á kynferðislega hegðun danska uppfinningamannsins Peter Madsens, en hann virðist m.a. hafa skipulagt ofbeldisfullan og kynferðislegan hlutverkaleik með konu um borð í kafbátnum. 28. mars 2018 13:12 Lýsti Madsen sem manni sem væri heillaður af dauðanum Réttarhöldin yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen halda áfram í Kaupmannahöfn í dag. 26. mars 2018 11:31 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Réttarhöld yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen, sem ákærður er fyrir morðið á sænsku blaðakonunni Kim Wall, hófust að nýju í dag. Um er að ræða síðasta dag réttarhaldanna áður en dómur verður kveðinn upp í málinu. Saksóknari fer fram á lífstíðarfangelsi yfir Madsen og segir engan vafa leika á því að hann hafi myrt Wall á hryllilegan hátt. Eins og áður verður stuðst við beina textalýsingu danska ríkisútvarpsins, DR, frá réttarhöldunum. Einbeittur brotavilji og hárnákvæmt skipulag Saksóknari, Jakop Buch-Jepsen, flutti málið við réttarhöldin í dag. Hann sagði að fyrir það fyrsta benti ekkert til annars en að Madsen væri sekur. „Tvö sigldu af stað, aðeins einn kom til baka,“ sagði saksóknari en lík Kim Wall fannst sundurlimað skömmu eftir að Madsen bauð henni út í kafbát sinn að kvöldi 10. ágúst árið 2017.Sjá einnig: Sagður hafa boðið ungum konum ítrekað út í kafbátinn Saksóknari taldi það fullkomlega ljóst að Madsen hefði myrt Kim Wall og að ástæðan að baki verknaðinum væri kynferðisleg. Madsen hafi framkvæmt voðaverkið viljandi og farið eftir hárnákvæmri, og fyrirfram skipulagðri, áætlun. Þá velti saksóknari því fyrir sér af hverju Madsen hafi skilið muni í eigu Wall, nærbuxur, hárspennur og glósubók, eftir í kafbátnum. Taldi saksóknari líklegast að Madsen hafi viljað halda eftir „verðlaunagrip“ eða nota munina til að koma fyrir fölskum sönnunargögnum fjarri kafbátnum. Jakob Buch-Jepsen, saksóknari.Vísir/AFP „Sjúklegur lygari“ Buch-Jepsen sagði framburð Madsens auk þess hafa verið ótrúverðugan frá upphafi. Þá hafi mat geðlæknis staðfest að Madsen væri „sjúklegur lygari.“ „Þetta var ein lygin á fætur annarri. Lygi, og undir það tekur umsögn geðlæknis, þar sem segir að hann sé sjúklegur lygari.“ Saksóknari minnti einnig á að Madsen hafi breytt framburði sínum ítrekað eftir því sem leið á rannsókn málsins. Madsen sagðist fyrst hafa skilið við Kim Wall á lífi við Refshaleoen að kvöldi 10. ágúst. Daginn eftir sagði hann að Wall hefði fengið hlera í höfuðið og dáið við höggið og að því búnu hafi hann hent líki hennar í sjóinn. Í október breytti hann aftur framburði sínum og sagði Wall hafa látist af völdum kolmónoxíðseitrunar. „Ég hef aldrei orðið vitni að neinu sem er jafn ótrúverðugt og framburður Peters Madsens,“ sagði saksóknari. Hann vildi einnig meina að vel gæti verið að Wall hefði verið á lífi langt fram eftir nóttu en Madsen heldur því fram að hún hafi látist um klukkan 23 að kvöldi 10. ágúst. Óhugnanleg myndbönd endurspeglast í áverkum á líki Kim Wall Þá hefur „afbrigðileg kynhegðun“ Madsen ítrekað verið til umræðu við réttarhöldin. Í málflutningi sínum í dag sagði saksóknari til að mynda ótrúlega samsvörun milli klámfenginna og ofbeldisfullra myndbanda, sem Madsen hafði horft á og sýnt öðrum, og áverkanna sem Kim Wall hlaut. Þá vísaði saksóknari líka til SMS-skilaboða, sem Madsen sendi ónafngreindri konu þann 4. ágúst síðastliðinn, sex dögum áður en Kim Wall var ráðinn bani. Í þeim virðast Madsen og konan skipulegga einhvers konar kynferðislegan hlutverkaleik sín á milli og skrifaði Madsen m.a. til konunnar að hann hygðist „binda hana fasta og stinga á hol með grillteini.“ Saksóknari fór að síðustu fram á að Madsen yrði dæmdur í lífstíðarfangelsi. Hann sagði lífstíðardóm grundvellast á því að ástæður að baki morðinu hafi verið kynferðislegar auk þess sem aðstæður hafi verið með eindæmum hryllilegar. Þar vísaði hann til þess að Madsen bútaði lík Wall niður og fleygði því í sjóinn. Hann hafi viljað komast upp með „hið fullkomna morð.“
Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Var rekinn úr BDSM-samtökum fyrir að vera of rólegur Sjöundi dagur réttarhaldanna yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen hófst í dag. 28. mars 2018 11:27 Varpaði ljósi á Google-leitir Madsen fyrir kafbátaferðina með Wall Saksóknari í málinu gegn Peter Madsen vegna andláts Kim Wall eyddi megninu af deginum í dag dómsal í Kaupmannahöfn að þylja upp Google-leitir úr tölvum og símum uppfinningamannsins danska. 4. apríl 2018 14:28 „Ég fór út og ældi og hugsaði ekki um þetta í tíu ár“ Vitni, sem yfirheyrð hafa verið í réttarhöldunum yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen í dag, sögðu Madsen hafa haft myndbönd sem sýna fólk deyja í fórum sínum. 26. mars 2018 12:17 „Ég bind þig fasta og sting þig á hol með grillteini“ Það sem af er degi hefur verið reynt að varpa ljósi á kynferðislega hegðun danska uppfinningamannsins Peter Madsens, en hann virðist m.a. hafa skipulagt ofbeldisfullan og kynferðislegan hlutverkaleik með konu um borð í kafbátnum. 28. mars 2018 13:12 Lýsti Madsen sem manni sem væri heillaður af dauðanum Réttarhöldin yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen halda áfram í Kaupmannahöfn í dag. 26. mars 2018 11:31 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Var rekinn úr BDSM-samtökum fyrir að vera of rólegur Sjöundi dagur réttarhaldanna yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen hófst í dag. 28. mars 2018 11:27
Varpaði ljósi á Google-leitir Madsen fyrir kafbátaferðina með Wall Saksóknari í málinu gegn Peter Madsen vegna andláts Kim Wall eyddi megninu af deginum í dag dómsal í Kaupmannahöfn að þylja upp Google-leitir úr tölvum og símum uppfinningamannsins danska. 4. apríl 2018 14:28
„Ég fór út og ældi og hugsaði ekki um þetta í tíu ár“ Vitni, sem yfirheyrð hafa verið í réttarhöldunum yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen í dag, sögðu Madsen hafa haft myndbönd sem sýna fólk deyja í fórum sínum. 26. mars 2018 12:17
„Ég bind þig fasta og sting þig á hol með grillteini“ Það sem af er degi hefur verið reynt að varpa ljósi á kynferðislega hegðun danska uppfinningamannsins Peter Madsens, en hann virðist m.a. hafa skipulagt ofbeldisfullan og kynferðislegan hlutverkaleik með konu um borð í kafbátnum. 28. mars 2018 13:12
Lýsti Madsen sem manni sem væri heillaður af dauðanum Réttarhöldin yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen halda áfram í Kaupmannahöfn í dag. 26. mars 2018 11:31