Allar heimaþjónustuljósmæður landsins leggja niður störf Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. apríl 2018 08:44 Að sögn Ellenar mun það bitna mest á meðgöngu-og sængurlegudeild að heimaþjónustuljósmæður leggi niður störf. vísir/vilhelm Allar þær 95 heimaþjónustuljósmæður sem skráðar eru í það starf á landinu samkvæmt þar til gerðum lista hafa ákveðið að leggja niður störf frá og með deginum í dag. Í gær var tilkynnt um að minnst 60 heimaþjónustuljósmæður myndu leggja niður störf í dag en Ellen Bára Valgerðardóttir, ljósmóðir á Landspítalnum og sjálfstætt starfandi ljósmóðir í heimaþjónustu, segir í samtali við Vísi að nú hafi allar þær ljósmæður sem skráðar eru sem verktakar í heimaþjónustu ákveðið að leggja niður störf. Þetta gera þær vegna þess að samningar við Sjúkratrygginar Íslands um störf þeirra hafa ekki verið undirritaðir. Ákvörðunin mun bitna harðast á nýbökuðum foreldrum og svo sérstaklega á meðgöngu-og sængurlegudeild Landspítalans þar sem skortur á heimaþjónustuljósmæðrum mun leiða til þess að konur þurfa að dvelja á deildinni í fleiri daga. Það skal þó tekið fram að þeir foreldrar sem hafa fengið úthlutað heimaljósmóður nú þegar munu áfram njóta þeirrar þjónustu.Ellen Bára Valgerðardóttir er ein þeirra heimaþjónustuljósmæðra sem leggja niður störf í dag.Alvarleg staða „En þetta mun allt bitna á meðgöngu-og sængurlegudeild frá og með deginum í dag og skapa gríðarlegt álag á þeirri deild að reyna að útskrifa konur eins fljótt og hægt er því við höfum ekki pláss eða mannskap til þess að bjóða upp á það að konur liggi inni í þessa fjóra til fimm daga sem sængurlegan er skilgreind. Þannig að þetta er alvarleg staða,“ segir Ellen. Hún segir að þær ljósmæður sem sinni heimaþjónustu þurfi til þess sérstakt leyfi sem gefið er út af landlækni. „Við þurfum að vera með ákveðnar tryggingar fyrir þessari starfsemi og leyfi frá Sjúkratryggingum Íslands þannig að það eru engar aðrar ljósmæður sem þá hafa þessi leyfi sem geta þá gengið í þessi störf okkar,“ segir Ellen.Svandís Svavarsdóttir er heilbrigðisráðherra. Fundað verður um málið í ráðuneytinu í dag.Vísir/eyþórViðbrögð ráðherra komu á óvart Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, sagði í samtali við Vísi í gær að það kæmi sér á óvart hversu bratt heimaþjónustuljósmæður færu í þessar aðgerðir en áætlað er að fundað verði um málið í heilbrigðisráðuneytinu í dag. Þá sagði hún jafnframt ástæðu þess að ekki væri búið að undirrita samninginn þá að komið hefði upp álitamál sem varða Landspítalann. Verði ráðuneytið að fá viðbrögð frá sjúkrahúsunum til þess að geta lokið málinu. Ellen segir að heimaþjónustuljósmæður undrist viðbrögð ráðherra við aðgerðum þeirra. „Af því að við erum búnar að vera samningslausar síðan í febrúar og hún hefur alveg vitað það. Þannig að við erum búnar að vinna samningslausar frá því í febrúar á þessu. Þannig að þetta er ekkert nýtt og ætti ekki að koma henni á óvart og þar sem við erum sjálfstætt starfandi verktakar þá höfum við fullan rétt á því að hætta að vinna þegar okkur sýnist.“ Heilbrigðismál Tengdar fréttir Minnst 60 heimaþjónustuljósmæður leggja niður störf Ákvörðunin kemur verst niður á nýbökuðum foreldrum og meðgöngu- og sængurlegudeild. 22. apríl 2018 18:28 Þurftu að bíða eftir viðbrögðum frá Landspítala "Það kemur mér ofsalega á óvart hvað þær taka þetta bratt,“ segir Svandís um ákvörðun heimaþjónustuljósmæðra. 22. apríl 2018 21:48 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Fleiri fréttir Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar“ Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Sjá meira
Allar þær 95 heimaþjónustuljósmæður sem skráðar eru í það starf á landinu samkvæmt þar til gerðum lista hafa ákveðið að leggja niður störf frá og með deginum í dag. Í gær var tilkynnt um að minnst 60 heimaþjónustuljósmæður myndu leggja niður störf í dag en Ellen Bára Valgerðardóttir, ljósmóðir á Landspítalnum og sjálfstætt starfandi ljósmóðir í heimaþjónustu, segir í samtali við Vísi að nú hafi allar þær ljósmæður sem skráðar eru sem verktakar í heimaþjónustu ákveðið að leggja niður störf. Þetta gera þær vegna þess að samningar við Sjúkratrygginar Íslands um störf þeirra hafa ekki verið undirritaðir. Ákvörðunin mun bitna harðast á nýbökuðum foreldrum og svo sérstaklega á meðgöngu-og sængurlegudeild Landspítalans þar sem skortur á heimaþjónustuljósmæðrum mun leiða til þess að konur þurfa að dvelja á deildinni í fleiri daga. Það skal þó tekið fram að þeir foreldrar sem hafa fengið úthlutað heimaljósmóður nú þegar munu áfram njóta þeirrar þjónustu.Ellen Bára Valgerðardóttir er ein þeirra heimaþjónustuljósmæðra sem leggja niður störf í dag.Alvarleg staða „En þetta mun allt bitna á meðgöngu-og sængurlegudeild frá og með deginum í dag og skapa gríðarlegt álag á þeirri deild að reyna að útskrifa konur eins fljótt og hægt er því við höfum ekki pláss eða mannskap til þess að bjóða upp á það að konur liggi inni í þessa fjóra til fimm daga sem sængurlegan er skilgreind. Þannig að þetta er alvarleg staða,“ segir Ellen. Hún segir að þær ljósmæður sem sinni heimaþjónustu þurfi til þess sérstakt leyfi sem gefið er út af landlækni. „Við þurfum að vera með ákveðnar tryggingar fyrir þessari starfsemi og leyfi frá Sjúkratryggingum Íslands þannig að það eru engar aðrar ljósmæður sem þá hafa þessi leyfi sem geta þá gengið í þessi störf okkar,“ segir Ellen.Svandís Svavarsdóttir er heilbrigðisráðherra. Fundað verður um málið í ráðuneytinu í dag.Vísir/eyþórViðbrögð ráðherra komu á óvart Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, sagði í samtali við Vísi í gær að það kæmi sér á óvart hversu bratt heimaþjónustuljósmæður færu í þessar aðgerðir en áætlað er að fundað verði um málið í heilbrigðisráðuneytinu í dag. Þá sagði hún jafnframt ástæðu þess að ekki væri búið að undirrita samninginn þá að komið hefði upp álitamál sem varða Landspítalann. Verði ráðuneytið að fá viðbrögð frá sjúkrahúsunum til þess að geta lokið málinu. Ellen segir að heimaþjónustuljósmæður undrist viðbrögð ráðherra við aðgerðum þeirra. „Af því að við erum búnar að vera samningslausar síðan í febrúar og hún hefur alveg vitað það. Þannig að við erum búnar að vinna samningslausar frá því í febrúar á þessu. Þannig að þetta er ekkert nýtt og ætti ekki að koma henni á óvart og þar sem við erum sjálfstætt starfandi verktakar þá höfum við fullan rétt á því að hætta að vinna þegar okkur sýnist.“
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Minnst 60 heimaþjónustuljósmæður leggja niður störf Ákvörðunin kemur verst niður á nýbökuðum foreldrum og meðgöngu- og sængurlegudeild. 22. apríl 2018 18:28 Þurftu að bíða eftir viðbrögðum frá Landspítala "Það kemur mér ofsalega á óvart hvað þær taka þetta bratt,“ segir Svandís um ákvörðun heimaþjónustuljósmæðra. 22. apríl 2018 21:48 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Fleiri fréttir Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar“ Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Sjá meira
Minnst 60 heimaþjónustuljósmæður leggja niður störf Ákvörðunin kemur verst niður á nýbökuðum foreldrum og meðgöngu- og sængurlegudeild. 22. apríl 2018 18:28
Þurftu að bíða eftir viðbrögðum frá Landspítala "Það kemur mér ofsalega á óvart hvað þær taka þetta bratt,“ segir Svandís um ákvörðun heimaþjónustuljósmæðra. 22. apríl 2018 21:48