Síendurteknar árásir á afganska kjósendur Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 23. apríl 2018 06:00 Hin átta ára gamla Zahra liggur á sjúkarhúsi í Kabúl eftir hryðjuverkaárás gærdagsins. Vísir/getty Sjálfsvígsárásarmaður hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki myrti að minnsta kosti 57 og særði 119 í höfuðborginni Kabúl í gær. Maðurinn sprengdi sig í loft upp fyrir utan hús þar sem fólk beið í röðum eftir að fá að skrá sig á kjörskrá. Fjórar slíkar árásir hafa verið gerðar frá því byrjað var að skrá kjósendur í síðustu viku. Kosið verður til þings í Afganistan þann 20. október næstkomandi. Reyndar áttu þær kosningar upphaflega að fara fram í október 2016, svo í júní á þessu ári. Kosningum hefur sem sagt verið frestað ítrekað og hafa yfirvöld sagt öryggisástæður þar að baki. Ríkisstjórn Ashrafs Ghani forseta hefur í raun ekki fulla stjórn á nema um 30 prósentum landsins, að því er rannsókn blaðamanna BBC, sem birt var í janúar, leiddi í ljós. Á hinum 70 prósentunum eru Talíbanar fyrirferðarmiklir, þótt þeir hafi ekki nema fulla stjórn á um fjórum prósentum landsins. Ljóst er að ríkisstjórnin telur öryggi kjósenda ógnað. Árásir undanfarinnar viku sýna það svart á hvítu. Til stendur að kjósa til forseta á næsta ári og er vonast til þess að þingkosningar októbermánaðar gangi vel til að engin ástæða verði til að fresta forsetakosningunum. „Þolinmæði okkar er á þrotum. Ríkisstjórnin ætti að axla ábyrgð á því að þessar linnulausu árásir á saklaust fólk haldi áfram. Það vill enginn kjósa lengur,“ sagði Afgani að nafni Hussain við AFP, en frændi hans fórst í árás gærdagsins.Búist við auknum árásum Og ljóst er að fleiri reiðast ríkisstjórninni. Vitni að árásinni sagði í samtali við Tolo TV, stærstu sjónvarpsstöð landsins, að almennir borgarar þyrftu nú sjálfir að vopnast til að verja sig. „Við sjáum nú að ríkisstjórnin getur ekki tryggt öryggi okkar,“ sagði vitnið. Ghani forseti fordæmdi árásina. Sagði hana svívirðilega. Forsetinn hefur ekki enn fengið svar frá Talíbönum, sem gerðu einnig árásir á verðandi kjósendur í vikunni, eftir að hann bauð þeim til friðarviðræðna í febrúar. Búist er við því að Talíbanar setji meiri þunga í árásir sínar á næstunni, líkt og hefð er fyrir á vormánuðum. John Nicholson, æðsti hershöfðingi Bandaríkjanna og Atlantshafsbandalagsins í Afganistan, sagði við Tolo TV í síðasta mánuði að hann byggist við því að Talíbanar gerðu fjölda sjálfsmorðsárása nú í vor. Birtist í Fréttablaðinu Mið-Austurlönd Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Sjá meira
Sjálfsvígsárásarmaður hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki myrti að minnsta kosti 57 og særði 119 í höfuðborginni Kabúl í gær. Maðurinn sprengdi sig í loft upp fyrir utan hús þar sem fólk beið í röðum eftir að fá að skrá sig á kjörskrá. Fjórar slíkar árásir hafa verið gerðar frá því byrjað var að skrá kjósendur í síðustu viku. Kosið verður til þings í Afganistan þann 20. október næstkomandi. Reyndar áttu þær kosningar upphaflega að fara fram í október 2016, svo í júní á þessu ári. Kosningum hefur sem sagt verið frestað ítrekað og hafa yfirvöld sagt öryggisástæður þar að baki. Ríkisstjórn Ashrafs Ghani forseta hefur í raun ekki fulla stjórn á nema um 30 prósentum landsins, að því er rannsókn blaðamanna BBC, sem birt var í janúar, leiddi í ljós. Á hinum 70 prósentunum eru Talíbanar fyrirferðarmiklir, þótt þeir hafi ekki nema fulla stjórn á um fjórum prósentum landsins. Ljóst er að ríkisstjórnin telur öryggi kjósenda ógnað. Árásir undanfarinnar viku sýna það svart á hvítu. Til stendur að kjósa til forseta á næsta ári og er vonast til þess að þingkosningar októbermánaðar gangi vel til að engin ástæða verði til að fresta forsetakosningunum. „Þolinmæði okkar er á þrotum. Ríkisstjórnin ætti að axla ábyrgð á því að þessar linnulausu árásir á saklaust fólk haldi áfram. Það vill enginn kjósa lengur,“ sagði Afgani að nafni Hussain við AFP, en frændi hans fórst í árás gærdagsins.Búist við auknum árásum Og ljóst er að fleiri reiðast ríkisstjórninni. Vitni að árásinni sagði í samtali við Tolo TV, stærstu sjónvarpsstöð landsins, að almennir borgarar þyrftu nú sjálfir að vopnast til að verja sig. „Við sjáum nú að ríkisstjórnin getur ekki tryggt öryggi okkar,“ sagði vitnið. Ghani forseti fordæmdi árásina. Sagði hana svívirðilega. Forsetinn hefur ekki enn fengið svar frá Talíbönum, sem gerðu einnig árásir á verðandi kjósendur í vikunni, eftir að hann bauð þeim til friðarviðræðna í febrúar. Búist er við því að Talíbanar setji meiri þunga í árásir sínar á næstunni, líkt og hefð er fyrir á vormánuðum. John Nicholson, æðsti hershöfðingi Bandaríkjanna og Atlantshafsbandalagsins í Afganistan, sagði við Tolo TV í síðasta mánuði að hann byggist við því að Talíbanar gerðu fjölda sjálfsmorðsárása nú í vor.
Birtist í Fréttablaðinu Mið-Austurlönd Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Sjá meira