Norðmaðurinn sem grunaður er um njósnir játar að vera sendiboði Birgir Olgeirsson skrifar 22. apríl 2018 23:55 Frode Berg birti mynd af sér á snæviþöktu Rauða torginu í Moskvu daginn sem hann var handtekinn í desember síðastliðnum. Vísir/Gety Norðmaðurinn Frode Berg, sem er sakaður um njósnir í Rússlandi, hefur játað að hafa verið sendiboði fyrir norska herinn.Greint er frá þessu á vef Reuters en þar segir að Berg, sem starfaði áður sem vörður við landamæri Noregs og Rússlands, hafi verið í haldi síðan hann var handtekinn í Moskvu í desember síðastliðnum. Lögmaður hans segir Berg hafa haft litla vitneskju um þá aðgerð sem hann tók þátt í fyrir hönd norska hersins í Rússlandi. „Við erum nokkuð vissir um að það sem hann gerði í Rússlandi var hluti af verkefni fyrir norsku leyniþjónustuna,“ er haft eftir lögmanni Berg, Brynjulf Risnes. Lögmaðurinn sagði að Berg væri þeirrar skoðunar að þeir sem sendu hann í þetta verkefni hefðu brugðist honum. „Hann var ekki með fullan skilning á hversu hættuleg þessi sendiför gat orðið,“ er haft eftir Risnes. Þegar Berg var handtekinn var hann með þrjú þúsund evrur á sér, tæpar 370 þúsund íslenskar krónur miðað við gengi dagsins í dag, en rússnesk yfirvöld höfðu þann grun að Berg ætlaði að koma peningunum til rússnesks manns í skiptum fyrir upplýsingar um kafbátaflota Rússa. Daginn sem Berg var handtekinn, 5. desember síðastliðinn, birti hann mynd af Rauða torginu í Moskvu á Facebook-síðu sinni og skrifaði við hana: „Jól í Moskvu!“ Harðasta refsingin fyrir njósnir í Rússlandi er 20 ára fangelsisvist en vægasta refsingin er tíu ára fangelsisvist.Reuters segir norska herinn hafa neitað að tjá sig um málið en utanríkisráðuneyti Noregs hefur gefið út að það útvegi Berg aðstoð. Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Sjá meira
Norðmaðurinn Frode Berg, sem er sakaður um njósnir í Rússlandi, hefur játað að hafa verið sendiboði fyrir norska herinn.Greint er frá þessu á vef Reuters en þar segir að Berg, sem starfaði áður sem vörður við landamæri Noregs og Rússlands, hafi verið í haldi síðan hann var handtekinn í Moskvu í desember síðastliðnum. Lögmaður hans segir Berg hafa haft litla vitneskju um þá aðgerð sem hann tók þátt í fyrir hönd norska hersins í Rússlandi. „Við erum nokkuð vissir um að það sem hann gerði í Rússlandi var hluti af verkefni fyrir norsku leyniþjónustuna,“ er haft eftir lögmanni Berg, Brynjulf Risnes. Lögmaðurinn sagði að Berg væri þeirrar skoðunar að þeir sem sendu hann í þetta verkefni hefðu brugðist honum. „Hann var ekki með fullan skilning á hversu hættuleg þessi sendiför gat orðið,“ er haft eftir Risnes. Þegar Berg var handtekinn var hann með þrjú þúsund evrur á sér, tæpar 370 þúsund íslenskar krónur miðað við gengi dagsins í dag, en rússnesk yfirvöld höfðu þann grun að Berg ætlaði að koma peningunum til rússnesks manns í skiptum fyrir upplýsingar um kafbátaflota Rússa. Daginn sem Berg var handtekinn, 5. desember síðastliðinn, birti hann mynd af Rauða torginu í Moskvu á Facebook-síðu sinni og skrifaði við hana: „Jól í Moskvu!“ Harðasta refsingin fyrir njósnir í Rússlandi er 20 ára fangelsisvist en vægasta refsingin er tíu ára fangelsisvist.Reuters segir norska herinn hafa neitað að tjá sig um málið en utanríkisráðuneyti Noregs hefur gefið út að það útvegi Berg aðstoð.
Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Sjá meira