Að leggjast með hundum Sif Sigmarsdóttir skrifar 21. apríl 2018 10:00 Hneyksli skekur nú Bretland. Upphaf þess má rekja til endaloka síðari heimsstyrjaldarinnar. Í kjölfar styrjaldarinnar ríkti skortur á vinnuafli í Bretlandi. Brugðu bresk stjórnvöld á það ráð að bjóða íbúum frá Jamaíka og öðrum ríkjum í Karíbahafinu að flytjast þangað búferlum. Fyrsti hópurinn sem þáði boðið kom til landsins með skipinu Empire Windrush sumarið 1948. Talið er að í Bretlandi búi nú um 500.000 manns sem tilheyra Windrush-kynslóðinni. Er um að ræða fólk á eftirlaunaaldri sem kom til landsins sem börn í fylgd með foreldrum sínum og ól aldur sinn í Bretlandi. Þær eru kaldar kveðjurnar sem þessi hópur fær frá breskum stjórnvöldum nú, sjötíu árum eftir að Empire Windrush kom að landi. Fjölda fólks hefur verið tjáð að það sé ólöglegir innflytjendur. Afleiðingarnar eru grimmilegar; líf fólks umturnast, það er rekið úr vinnu, missir bætur og húsnæði, því er neitað um heilbrigðisþjónustu og er sent í innflytjendabúðir. Einhverjir kunna að hafa verið fluttir nauðugir úr landi. Þegar raunir Windrush-kynslóðarinnar komust fyrst í fréttirnar sýndi forsætisráðherra Breta, Theresa May, af sér staðalviðbrögð samtíma stjórnmálamannsins: Hún neitaði að ræða við leiðtoga ríkja Karíbahafsins eins og hún bæri ekki nokkra sök á máli. Enginn sem tilheyrir Windrush-kynslóðinni er ólöglegur innflytjandi. Árið 1971 var hópnum veitt varanlegt dvalarleyfi í Bretlandi. Það er hins vegar samdóma álit að Theresa May beri ábyrgð á þeirri hrottalegu meðferð sem Windrush-kynslóðin sætir nú. Það var í tíð May sem innanríkisráðherra að innflytjendalögum var breytt. Allir sem sækja um starf í Bretlandi, leigja húsnæði og leita til heilbrigðisþjónustunnar þurfa nú að sanna með tilskildum pappírum að þeir séu ekki ólöglegir innflytjendur. May stærði sig af því að með breytingunni skapaði hún svo „fjandsamlegar aðstæður“ fyrir þá sem ekki gátu ávísað pappírum að þeir hrökkluðust burt. Nýja innflytjendastefnan kom einkar illa við Windrush-kynslóðina. Því þótt kynslóðin sé jafnbresk og „fish and chips“ fékk stór hluti hennar aldrei afhenta nokkra opinbera pappíra þar um.Grafið undan dómskerfinu Á Alþingi Íslendinga hafa staðið yfir umræður um frumvarp Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra um stofnun nýs dómstóls, Endurupptökudóms. Gerir frumvarpið ráð fyrir nokkru meira svigrúmi dómsmálaráðherra til að hafa áhrif á val dómara í dómstólinn en venja er. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, gerði athugasemd við fyrirkomulagið. Sagðist hann ekki treysta dómsmálaráðherra „til þess að setja dómstig eða skipa dómara“. Vísaði hann til þess er Sigríður Andersen braut stjórnsýslulög við skipan dómara í Landsrétt. Sigríður brást ókvæða við athugasemdunum. Sakaði hún Píratann um að grafa undan dómskerfinu með slíku tali.Ekki benda á mig Í kjölfar þess að þjáningar Windrush-kynslóðarinnar komu upp á yfirborðið hélt þingmaðurinn David Lammy þrumuræðu á þingi. Kenndi hann um hinum „fjandsamlegu aðstæðum“ sem May skapaði hvernig komið var. „Við skulum kalla hlutina réttum nöfnum,“ sagði Lammy. „Leggist maður með hundum fær maður flær – þetta er það sem öfga-hægri málflutningur hefur leitt af sér í þessu landi.“ Rétt eins og Theresa May segir Sigríður Andersen: Ekki benda á mig. Það er fjarstæðukennt að þurfa að benda á hið augljósa. En hér kemur það: Leggist maður með hundum fær maður flær. Ráðherra sem veður um ráðuneyti sitt á skítugum skónum ber ábyrgð á því þegar gólfið verður útbíað. Það er ekki barnið sem bendir á að keisarinn sé ekki í neinum fötum sem ber ábyrgð á nekt keisarans. Sé íslenskt dómskerfi rúið trausti er engum öðrum um að kenna en dómsmálaráðherra sem sýnir af sér valdhroka, valdníðslu og fremur embættisbrot. Theresa May baðst að endingu afsökunar. Það hefur Sigríður Andersen enn ekki gert. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Hneyksli skekur nú Bretland. Upphaf þess má rekja til endaloka síðari heimsstyrjaldarinnar. Í kjölfar styrjaldarinnar ríkti skortur á vinnuafli í Bretlandi. Brugðu bresk stjórnvöld á það ráð að bjóða íbúum frá Jamaíka og öðrum ríkjum í Karíbahafinu að flytjast þangað búferlum. Fyrsti hópurinn sem þáði boðið kom til landsins með skipinu Empire Windrush sumarið 1948. Talið er að í Bretlandi búi nú um 500.000 manns sem tilheyra Windrush-kynslóðinni. Er um að ræða fólk á eftirlaunaaldri sem kom til landsins sem börn í fylgd með foreldrum sínum og ól aldur sinn í Bretlandi. Þær eru kaldar kveðjurnar sem þessi hópur fær frá breskum stjórnvöldum nú, sjötíu árum eftir að Empire Windrush kom að landi. Fjölda fólks hefur verið tjáð að það sé ólöglegir innflytjendur. Afleiðingarnar eru grimmilegar; líf fólks umturnast, það er rekið úr vinnu, missir bætur og húsnæði, því er neitað um heilbrigðisþjónustu og er sent í innflytjendabúðir. Einhverjir kunna að hafa verið fluttir nauðugir úr landi. Þegar raunir Windrush-kynslóðarinnar komust fyrst í fréttirnar sýndi forsætisráðherra Breta, Theresa May, af sér staðalviðbrögð samtíma stjórnmálamannsins: Hún neitaði að ræða við leiðtoga ríkja Karíbahafsins eins og hún bæri ekki nokkra sök á máli. Enginn sem tilheyrir Windrush-kynslóðinni er ólöglegur innflytjandi. Árið 1971 var hópnum veitt varanlegt dvalarleyfi í Bretlandi. Það er hins vegar samdóma álit að Theresa May beri ábyrgð á þeirri hrottalegu meðferð sem Windrush-kynslóðin sætir nú. Það var í tíð May sem innanríkisráðherra að innflytjendalögum var breytt. Allir sem sækja um starf í Bretlandi, leigja húsnæði og leita til heilbrigðisþjónustunnar þurfa nú að sanna með tilskildum pappírum að þeir séu ekki ólöglegir innflytjendur. May stærði sig af því að með breytingunni skapaði hún svo „fjandsamlegar aðstæður“ fyrir þá sem ekki gátu ávísað pappírum að þeir hrökkluðust burt. Nýja innflytjendastefnan kom einkar illa við Windrush-kynslóðina. Því þótt kynslóðin sé jafnbresk og „fish and chips“ fékk stór hluti hennar aldrei afhenta nokkra opinbera pappíra þar um.Grafið undan dómskerfinu Á Alþingi Íslendinga hafa staðið yfir umræður um frumvarp Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra um stofnun nýs dómstóls, Endurupptökudóms. Gerir frumvarpið ráð fyrir nokkru meira svigrúmi dómsmálaráðherra til að hafa áhrif á val dómara í dómstólinn en venja er. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, gerði athugasemd við fyrirkomulagið. Sagðist hann ekki treysta dómsmálaráðherra „til þess að setja dómstig eða skipa dómara“. Vísaði hann til þess er Sigríður Andersen braut stjórnsýslulög við skipan dómara í Landsrétt. Sigríður brást ókvæða við athugasemdunum. Sakaði hún Píratann um að grafa undan dómskerfinu með slíku tali.Ekki benda á mig Í kjölfar þess að þjáningar Windrush-kynslóðarinnar komu upp á yfirborðið hélt þingmaðurinn David Lammy þrumuræðu á þingi. Kenndi hann um hinum „fjandsamlegu aðstæðum“ sem May skapaði hvernig komið var. „Við skulum kalla hlutina réttum nöfnum,“ sagði Lammy. „Leggist maður með hundum fær maður flær – þetta er það sem öfga-hægri málflutningur hefur leitt af sér í þessu landi.“ Rétt eins og Theresa May segir Sigríður Andersen: Ekki benda á mig. Það er fjarstæðukennt að þurfa að benda á hið augljósa. En hér kemur það: Leggist maður með hundum fær maður flær. Ráðherra sem veður um ráðuneyti sitt á skítugum skónum ber ábyrgð á því þegar gólfið verður útbíað. Það er ekki barnið sem bendir á að keisarinn sé ekki í neinum fötum sem ber ábyrgð á nekt keisarans. Sé íslenskt dómskerfi rúið trausti er engum öðrum um að kenna en dómsmálaráðherra sem sýnir af sér valdhroka, valdníðslu og fremur embættisbrot. Theresa May baðst að endingu afsökunar. Það hefur Sigríður Andersen enn ekki gert.
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun