Ill nauðsyn að sækja fólk til saka segir formaður FRÍSK Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 21. apríl 2018 08:30 Þáttunum var hlaðið upp á deildu.net þaðan sem rúmlega 10.000 sóttu hvorn þáttinn. Vísir/Valli Landsréttur staðfesti í gær þrjátíu daga skilorðsbundinn fangelsisdóm yfir manni sem deildi tveimur þáttum af Biggest Loser á síðunni deildu.net. Þá var manninum gert að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, 945.358 krónur. Landsréttur staðfesti aukinheldur að ákærði sætti upptöku á fartölvu sinni en öfugt við Héraðsdóm Reykjaness sýknaði Landsréttur manninn af kröfu ákæruvalds um upptöku turntölvu. Hallgrímur Kristinsson, formaður Félags rétthafa í sjónvarpi og kvikmyndum (FRÍSK), segir að þess væri óskandi að ekki þyrfti að fara þessa leið, „en staðreyndin er sú að við þurfum það“. „Við vonumst til að setja fordæmi með slíkum dómum. Nú tek ég fram að ég hef ekki kynnt mér dóminn. En þegar dómar nást í svona málum sendir það auðvitað ákveðin skilaboð út í samfélagið,“ segir Hallgrímur og bætir því við að skilaboðin séu þau að brot sem þessi séu ekki eðlileg, ekki í lagi.Hallgrímur Kristinsson, formaður FRÍSK.Hallgrímur segir baráttu FRÍSK gegn brotum sem þessum þrískipta. „Við höfum viljað komast með höfundarréttarfræðslu inn í skólakerfið þannig að krakkarnir gerðu sér grein fyrir því hvað höfundarréttur snýst um. Við höfum verið í viðræðum við aðila, meðal annars ráðuneytin, í tengslum við það.“ Í öðru lagi þurfi að vera til löglegar leiðir svo fólki finnist það ekki þurfa að fara ólöglegu leiðina. „Eins og var nákvæmlega í þessu tilviki. Þarna var verið að taka úr löglegri þjónustu. Efni sem var nota bene framleitt af Íslendingum fyrir íslenskt fé og skapaði íslensk störf.“ Og svo þurfi að leita á náðir dómskerfisins þegar fólk lætur ekki segjast. Hallgrímur fagnar því jafnframt að lögreglan hafi tekið málið til rannsóknar á sínum tíma. Málið hafi verið unnið hratt og vel. „Það hefur ekki alltaf verið þannig með yfirvöld en í þessu tilviki gerðu þeir það.“ Skjárinn kærði málið til lögreglu í febrúar 2014. Maðurinn neitaði sök í málinu frá upphafi. Játaði því að hafa tekið upp þættina en hafnaði því að hafa deilt þeim á netinu. Þá hafnaði hann því jafnframt að tengjast notandanafninu Wikipedia, en sá notandi deildi þættinum með notendum deildu.net. Maðurinn kvaðst hafa vistað þættina á flakkara sem hann hafi síðan lánað félögum sínum í AA-samtökunum. Að auki hafi einhver mögulega getað komist í opna tölvu hans í skólanum. Rannsókn lögreglu leiddi hins vegar í ljós að sérstök torrentskrá, notuð til að hala niður efni, hefði verið búin til í tölvu mannsins klukkan 22.42, 2. febrúar 2014. Klukkan 22.47 var skránni síðan hlaðið inn á deildu.net. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Skilorðsbundið fangelsi fyrir að deila „Biggest Loser“ á deilisíðu Þrjátíu daga skilorðbundið fangelsi og tæp milljón í áfrýjunarkostnað yfir manni sem deildi þáttunum á Deildu.net. 20. apríl 2018 19:35 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún Sjá meira
Landsréttur staðfesti í gær þrjátíu daga skilorðsbundinn fangelsisdóm yfir manni sem deildi tveimur þáttum af Biggest Loser á síðunni deildu.net. Þá var manninum gert að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, 945.358 krónur. Landsréttur staðfesti aukinheldur að ákærði sætti upptöku á fartölvu sinni en öfugt við Héraðsdóm Reykjaness sýknaði Landsréttur manninn af kröfu ákæruvalds um upptöku turntölvu. Hallgrímur Kristinsson, formaður Félags rétthafa í sjónvarpi og kvikmyndum (FRÍSK), segir að þess væri óskandi að ekki þyrfti að fara þessa leið, „en staðreyndin er sú að við þurfum það“. „Við vonumst til að setja fordæmi með slíkum dómum. Nú tek ég fram að ég hef ekki kynnt mér dóminn. En þegar dómar nást í svona málum sendir það auðvitað ákveðin skilaboð út í samfélagið,“ segir Hallgrímur og bætir því við að skilaboðin séu þau að brot sem þessi séu ekki eðlileg, ekki í lagi.Hallgrímur Kristinsson, formaður FRÍSK.Hallgrímur segir baráttu FRÍSK gegn brotum sem þessum þrískipta. „Við höfum viljað komast með höfundarréttarfræðslu inn í skólakerfið þannig að krakkarnir gerðu sér grein fyrir því hvað höfundarréttur snýst um. Við höfum verið í viðræðum við aðila, meðal annars ráðuneytin, í tengslum við það.“ Í öðru lagi þurfi að vera til löglegar leiðir svo fólki finnist það ekki þurfa að fara ólöglegu leiðina. „Eins og var nákvæmlega í þessu tilviki. Þarna var verið að taka úr löglegri þjónustu. Efni sem var nota bene framleitt af Íslendingum fyrir íslenskt fé og skapaði íslensk störf.“ Og svo þurfi að leita á náðir dómskerfisins þegar fólk lætur ekki segjast. Hallgrímur fagnar því jafnframt að lögreglan hafi tekið málið til rannsóknar á sínum tíma. Málið hafi verið unnið hratt og vel. „Það hefur ekki alltaf verið þannig með yfirvöld en í þessu tilviki gerðu þeir það.“ Skjárinn kærði málið til lögreglu í febrúar 2014. Maðurinn neitaði sök í málinu frá upphafi. Játaði því að hafa tekið upp þættina en hafnaði því að hafa deilt þeim á netinu. Þá hafnaði hann því jafnframt að tengjast notandanafninu Wikipedia, en sá notandi deildi þættinum með notendum deildu.net. Maðurinn kvaðst hafa vistað þættina á flakkara sem hann hafi síðan lánað félögum sínum í AA-samtökunum. Að auki hafi einhver mögulega getað komist í opna tölvu hans í skólanum. Rannsókn lögreglu leiddi hins vegar í ljós að sérstök torrentskrá, notuð til að hala niður efni, hefði verið búin til í tölvu mannsins klukkan 22.42, 2. febrúar 2014. Klukkan 22.47 var skránni síðan hlaðið inn á deildu.net.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Skilorðsbundið fangelsi fyrir að deila „Biggest Loser“ á deilisíðu Þrjátíu daga skilorðbundið fangelsi og tæp milljón í áfrýjunarkostnað yfir manni sem deildi þáttunum á Deildu.net. 20. apríl 2018 19:35 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún Sjá meira
Skilorðsbundið fangelsi fyrir að deila „Biggest Loser“ á deilisíðu Þrjátíu daga skilorðbundið fangelsi og tæp milljón í áfrýjunarkostnað yfir manni sem deildi þáttunum á Deildu.net. 20. apríl 2018 19:35