Blaðamennirnir leiddir í gildru Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 21. apríl 2018 07:45 Meðferð blaðamanna Reuters hefur verið mótmælt. Vísir/AFP Lögreglustjóri í Mjanmar skipaði lögregluþjónum að leiða tvo blaðamenn Reuters í gildru. Þeir ættu að lokka þá á veitingastað með því að lofa þeim leyniskjölum og svo handtaka þá. Þetta fullyrti lögreglustjórinn Moe Yan Naing í skýrslutöku fyrir dómi í máli gegn Reuters-blaðamönnunum Wa Lone og Kyaw Soe Oo í gær. Réttarhöldin yfir Lone og Oo hafa staðið yfir frá því í janúar en blaðamennirnir eru ákærðir fyrir að brjóta upplýsingalög. Þeir eiga yfir höfði sér fjórtán ára fangelsisdóm en umfjöllunin sem þeir unnu að snerist um þjóðernishreinsanir á Róhingjum í Rakhine-héraði Mjanmar. Blaðamennirnir höfðu sagt frá því að þeir hefðu verið handteknir sekúndum eftir að þeir fengu skjölin í hendurnar. Lögreglumennirnir tveir sem handtóku Lone og Oo hafa ekki enn borið vitni í málinu. Myo Thu Soe, ofursti og talsmaður lögreglunnar, sagði vitnisburð Naing byggðan á tilfinningum lögreglustjórans. Ekki væri hægt að gera ráð fyrir því að frásögnin væri sönn. Amal Clooney, einn verjenda blaðamannanna, sagði í yfirlýsingu í gær að ákæruvaldið ætti að fella niður ákæru sína. Annars myndi dómari vísa málinu frá. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Sláandi umfjöllun Reuters vekur umtal Sláandi umfjöllun blaðamanna Reuters um morð á tíu Róhingjum í Mjanmar leiðir til ákalls um alþjóðlega rannsókn á meintu þjóðarmorði. Tveir blaðamannanna voru sendir í fangelsi við vinnslu umfjöllunarinnar. 10. febrúar 2018 10:00 Sameinuðu þjóðirnar vilja blaðamenn Reuters í Mjanmar úr fangelsi Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna kallaði í gær eftir því að Wa Lone og Kyaw Soe Oo, blaðamenn Reuters, yrðu leystir úr haldi. 3. febrúar 2018 07:00 Blaðamönnum haldið með morðingjum Samkvæmt mjanmörskum lögum er fjórtán ára fangelsisvist viðurlögin við því broti sem tvímenningarnir eru sakaðir um. 29. desember 2017 06:00 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Lögreglustjóri í Mjanmar skipaði lögregluþjónum að leiða tvo blaðamenn Reuters í gildru. Þeir ættu að lokka þá á veitingastað með því að lofa þeim leyniskjölum og svo handtaka þá. Þetta fullyrti lögreglustjórinn Moe Yan Naing í skýrslutöku fyrir dómi í máli gegn Reuters-blaðamönnunum Wa Lone og Kyaw Soe Oo í gær. Réttarhöldin yfir Lone og Oo hafa staðið yfir frá því í janúar en blaðamennirnir eru ákærðir fyrir að brjóta upplýsingalög. Þeir eiga yfir höfði sér fjórtán ára fangelsisdóm en umfjöllunin sem þeir unnu að snerist um þjóðernishreinsanir á Róhingjum í Rakhine-héraði Mjanmar. Blaðamennirnir höfðu sagt frá því að þeir hefðu verið handteknir sekúndum eftir að þeir fengu skjölin í hendurnar. Lögreglumennirnir tveir sem handtóku Lone og Oo hafa ekki enn borið vitni í málinu. Myo Thu Soe, ofursti og talsmaður lögreglunnar, sagði vitnisburð Naing byggðan á tilfinningum lögreglustjórans. Ekki væri hægt að gera ráð fyrir því að frásögnin væri sönn. Amal Clooney, einn verjenda blaðamannanna, sagði í yfirlýsingu í gær að ákæruvaldið ætti að fella niður ákæru sína. Annars myndi dómari vísa málinu frá.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Sláandi umfjöllun Reuters vekur umtal Sláandi umfjöllun blaðamanna Reuters um morð á tíu Róhingjum í Mjanmar leiðir til ákalls um alþjóðlega rannsókn á meintu þjóðarmorði. Tveir blaðamannanna voru sendir í fangelsi við vinnslu umfjöllunarinnar. 10. febrúar 2018 10:00 Sameinuðu þjóðirnar vilja blaðamenn Reuters í Mjanmar úr fangelsi Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna kallaði í gær eftir því að Wa Lone og Kyaw Soe Oo, blaðamenn Reuters, yrðu leystir úr haldi. 3. febrúar 2018 07:00 Blaðamönnum haldið með morðingjum Samkvæmt mjanmörskum lögum er fjórtán ára fangelsisvist viðurlögin við því broti sem tvímenningarnir eru sakaðir um. 29. desember 2017 06:00 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Sláandi umfjöllun Reuters vekur umtal Sláandi umfjöllun blaðamanna Reuters um morð á tíu Róhingjum í Mjanmar leiðir til ákalls um alþjóðlega rannsókn á meintu þjóðarmorði. Tveir blaðamannanna voru sendir í fangelsi við vinnslu umfjöllunarinnar. 10. febrúar 2018 10:00
Sameinuðu þjóðirnar vilja blaðamenn Reuters í Mjanmar úr fangelsi Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna kallaði í gær eftir því að Wa Lone og Kyaw Soe Oo, blaðamenn Reuters, yrðu leystir úr haldi. 3. febrúar 2018 07:00
Blaðamönnum haldið með morðingjum Samkvæmt mjanmörskum lögum er fjórtán ára fangelsisvist viðurlögin við því broti sem tvímenningarnir eru sakaðir um. 29. desember 2017 06:00