Tekst sjúkraliðafélagi Íslands það sem mér hefur ekki tekist? Ögmundur Jónasson skrifar 23. apríl 2018 09:00 Í maí á síðasta ári var efnt til opins borgarafundar í Iðnó í Reykjavík um málefni eldra fólks með sérstakri áherslu á heimaþjónustu og mannréttindi. Fullt var út úr dyrum á fundinum og í kjölfarið rigndi yfir okkur, sem fram komum þar, fyrirspurnum og hvatningu um að halda málefninu á lofti. Það kom ekki á óvart. Aðhlynning aldraðra snertir ekki aðeins hinn aldraða einstakling heldur aðstandendur einnig. Allir lofa valkvæðri búsetu … Ég stend í þeirri trú að allir stjórnmálaflokkar, alla vega þeir sem komnir eru til ára sinna, hafi lofað því að búa öldruðum valkvætt ævikvöld; þeir eigi inngengt á öldrunarstofnun þegar heilsa og geta þverr, standi óskir til þess, en geti dvalist á eigin heimili með aðstoð heimaþjónustu og heimahjúkrunar sé þess óskað. Þótt þetta hafi verið stefna stjórnmálaflokkanna í orði hafa efndirnar ekki verið eftir því. Dæmi þar um: Einstaklingur á tíræðisaldri í Reykjavík fullfær um að búa heima með aðstoð fjölskyldu biður um eitt og aðeins eitt, aðstoð við böðun tvisvar til þrisvar í viku. Svarið er skýrt, slíka aðstoð fær viðkomandi að hámarki einu sinni í viku! … en framkvæmdin í skötulíki Þegar velferðarsvið borgarinnar var spurt í formlegu erindi hvort það væri mat þeirra sem ábyrgir væru fyrir þessum málum að nægilegur mannafli væri fyrir hendi og nægilegu fjármagni væri varið til málaflokksins, var svar fagfólksins - stjórnmálamennirnir svöruðu ekki - að hvorki nægði fjármagnið né mannaflinn miðað við umfang verkefnisins og fjölgun aldraðra. Frá því að þessi fundur var haldinn hefur opinber umræða um málefnið ekki komist á flug þrátt fyrir að það brenni á þúsundum einstaklinga. Umræðan fer vissulega fram en hún er í hálfum hljóðum og hún er vondauf og þreytuleg. Óþægileg umræða? Í kosningaumræðunni er þessi málaflokkur varla til. Stjórnmálamenn kjósa að halda sig á öðrum miðum enda loforðin á þessu sviði margsvikin og umræðan fyrir vikið óþægileg. Á fimmtudag í næstu viku, 26. apríl, freistar Sjúkraliðafélag Íslands þess hins vegar að koma þessari umræðu á flot á ráðstefnu sem félagið efnir til. Þar verður spurt um réttindi aldraðra með áherslu á þjónustu sem þeim stendur til boða. Spurt er um stefnu og framkvæmd. Skorað á fjölmiðla Ég heiti á fjölmiðla að fylgja góðu fordæmi Sjúkraliðafélags Íslands og beina spurningum til stjórnmálaflokkanna um hvernig þeir hyggist taka á þessum málum, komist þeir til áhrifa að afloknum komandi kosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Halldór 11.01.2025 Halldór Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Í maí á síðasta ári var efnt til opins borgarafundar í Iðnó í Reykjavík um málefni eldra fólks með sérstakri áherslu á heimaþjónustu og mannréttindi. Fullt var út úr dyrum á fundinum og í kjölfarið rigndi yfir okkur, sem fram komum þar, fyrirspurnum og hvatningu um að halda málefninu á lofti. Það kom ekki á óvart. Aðhlynning aldraðra snertir ekki aðeins hinn aldraða einstakling heldur aðstandendur einnig. Allir lofa valkvæðri búsetu … Ég stend í þeirri trú að allir stjórnmálaflokkar, alla vega þeir sem komnir eru til ára sinna, hafi lofað því að búa öldruðum valkvætt ævikvöld; þeir eigi inngengt á öldrunarstofnun þegar heilsa og geta þverr, standi óskir til þess, en geti dvalist á eigin heimili með aðstoð heimaþjónustu og heimahjúkrunar sé þess óskað. Þótt þetta hafi verið stefna stjórnmálaflokkanna í orði hafa efndirnar ekki verið eftir því. Dæmi þar um: Einstaklingur á tíræðisaldri í Reykjavík fullfær um að búa heima með aðstoð fjölskyldu biður um eitt og aðeins eitt, aðstoð við böðun tvisvar til þrisvar í viku. Svarið er skýrt, slíka aðstoð fær viðkomandi að hámarki einu sinni í viku! … en framkvæmdin í skötulíki Þegar velferðarsvið borgarinnar var spurt í formlegu erindi hvort það væri mat þeirra sem ábyrgir væru fyrir þessum málum að nægilegur mannafli væri fyrir hendi og nægilegu fjármagni væri varið til málaflokksins, var svar fagfólksins - stjórnmálamennirnir svöruðu ekki - að hvorki nægði fjármagnið né mannaflinn miðað við umfang verkefnisins og fjölgun aldraðra. Frá því að þessi fundur var haldinn hefur opinber umræða um málefnið ekki komist á flug þrátt fyrir að það brenni á þúsundum einstaklinga. Umræðan fer vissulega fram en hún er í hálfum hljóðum og hún er vondauf og þreytuleg. Óþægileg umræða? Í kosningaumræðunni er þessi málaflokkur varla til. Stjórnmálamenn kjósa að halda sig á öðrum miðum enda loforðin á þessu sviði margsvikin og umræðan fyrir vikið óþægileg. Á fimmtudag í næstu viku, 26. apríl, freistar Sjúkraliðafélag Íslands þess hins vegar að koma þessari umræðu á flot á ráðstefnu sem félagið efnir til. Þar verður spurt um réttindi aldraðra með áherslu á þjónustu sem þeim stendur til boða. Spurt er um stefnu og framkvæmd. Skorað á fjölmiðla Ég heiti á fjölmiðla að fylgja góðu fordæmi Sjúkraliðafélags Íslands og beina spurningum til stjórnmálaflokkanna um hvernig þeir hyggist taka á þessum málum, komist þeir til áhrifa að afloknum komandi kosningum.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun