Kalla eftir sálfræðiþjónustu vegna aukins kvíða og streitu Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 20. apríl 2018 21:00 Opinn fundur um geðheilbrigðismál í framhaldsskólum var haldinn í dag þar sem hugmyndir til að auka aðgengi nemenda að geðheilbrigðisþjónustu voru ræddar. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, og Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, sátu fundinn en ráðuneyti þeirra vinna nú sameiginlega að því að efla þjónustuna. Í ávarpi ráðherra mátti heyra vilja til að einfalda aðgengi nemenda að þjónustu sem nú þegar er til staðar, til að mynda á heilsgæslustöðvum. Framhaldsskólanemendur hafa aftur á móti kallað eftir sálfræðiþjónustu í skólunum. Til að mynda var á dögunum samfélagsmiðlaátak á vegum Samtaka íslenskra framhaldsskólanemenda þar sem þúsundir nemenda deildu mynd sem táknaði að þeir sjálfir þyrftu á þjónustunni að halda eða einhver sem þeir þekkja. „Með komu þriggja ára kerfisins hefur álag aukist. Við viljum fyrirbyggja vandann og það er vissulega ákall nemenda í samfélaginu fyrir sálfræðingum innan framhaldsskólanna,“ segir Davíð Snær Jónsson, formaður Sambands íslenskra framhaldsskólanema. Hann segir samfélagsmiðla og annað áreiti í nútímasamfélagi einnig valda streitu og kvíða. „Við sjáum að sálfræðiþjónusta innan veggja skólans styttir vegalengdina og þá verður minni þröskuldur fyrir þá sem treysta sér ekki inn á heilsugæslu eða á aðra staði,“ segir Davíð. Í Menntaskólanum við Hamrahlíð hefur verið boðið upp á sálfræðiþjónustu í tvö ár. Bóas Valdórsson, skólasálfræðingurinn þar, segir þjónustuna mjög vel nýtta enda sé unga fólkið í dag ófeimið við að leita sér hjálpar þegar eitthvað bjátar á. „Nemendur eru duglegir að koma, hafa samband og nýta sér þjónustuna. Það eru fjölbreyttar ástæður fyrir því að nemendur koma. Streita, álag, kvíði en líka bara ákveðið óöryggi yfir að upplifa sterkar tilfinningar,“ segir Bóas. Hann segir jákvætt að unga fólkið hafi greiðan aðgang að sálfræðingi, á skólatíma, í skólanum. „Allar rannsóknir eru sammála um að því fyrr sem gripið er inn í, því betra. Því minna þróast erfiðleikarnir og því auðveldara er að vinna með þá.“ Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Fleiri fréttir Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Sjá meira
Opinn fundur um geðheilbrigðismál í framhaldsskólum var haldinn í dag þar sem hugmyndir til að auka aðgengi nemenda að geðheilbrigðisþjónustu voru ræddar. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, og Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, sátu fundinn en ráðuneyti þeirra vinna nú sameiginlega að því að efla þjónustuna. Í ávarpi ráðherra mátti heyra vilja til að einfalda aðgengi nemenda að þjónustu sem nú þegar er til staðar, til að mynda á heilsgæslustöðvum. Framhaldsskólanemendur hafa aftur á móti kallað eftir sálfræðiþjónustu í skólunum. Til að mynda var á dögunum samfélagsmiðlaátak á vegum Samtaka íslenskra framhaldsskólanemenda þar sem þúsundir nemenda deildu mynd sem táknaði að þeir sjálfir þyrftu á þjónustunni að halda eða einhver sem þeir þekkja. „Með komu þriggja ára kerfisins hefur álag aukist. Við viljum fyrirbyggja vandann og það er vissulega ákall nemenda í samfélaginu fyrir sálfræðingum innan framhaldsskólanna,“ segir Davíð Snær Jónsson, formaður Sambands íslenskra framhaldsskólanema. Hann segir samfélagsmiðla og annað áreiti í nútímasamfélagi einnig valda streitu og kvíða. „Við sjáum að sálfræðiþjónusta innan veggja skólans styttir vegalengdina og þá verður minni þröskuldur fyrir þá sem treysta sér ekki inn á heilsugæslu eða á aðra staði,“ segir Davíð. Í Menntaskólanum við Hamrahlíð hefur verið boðið upp á sálfræðiþjónustu í tvö ár. Bóas Valdórsson, skólasálfræðingurinn þar, segir þjónustuna mjög vel nýtta enda sé unga fólkið í dag ófeimið við að leita sér hjálpar þegar eitthvað bjátar á. „Nemendur eru duglegir að koma, hafa samband og nýta sér þjónustuna. Það eru fjölbreyttar ástæður fyrir því að nemendur koma. Streita, álag, kvíði en líka bara ákveðið óöryggi yfir að upplifa sterkar tilfinningar,“ segir Bóas. Hann segir jákvætt að unga fólkið hafi greiðan aðgang að sálfræðingi, á skólatíma, í skólanum. „Allar rannsóknir eru sammála um að því fyrr sem gripið er inn í, því betra. Því minna þróast erfiðleikarnir og því auðveldara er að vinna með þá.“
Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Fleiri fréttir Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Sjá meira