Minnisblöð varpa nýju ljósi á samband Trump og Comey Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. apríl 2018 07:48 Donald Trump og James Comey hafa tekist á fyrir opnum tjöldum síðustu vikur. Vísir/afp Bandaríkjaforsetinn Donald Trump hafði miklar áhyggjur af dómgreind fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa síns, Michael Flynn, ef marka má minnisblöð James Comey, fyrrverandi forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI. Fimmtán blaðsíður af minnisblöðum Comey voru opinberaðar nú í nótt og eru þær sagðar varpa nýju ljósi á samskipti hans og forsetans, sem rak Comey í maí í fyrra. Þeir hafa farið hörðum orðum hvor um annan síðustu vikur eða allt frá því að glefsur úr æviminningum Comey, A Higher Loyalty, fóru að leka í bandaríska fjölmiðla. Trump hefur til að mynda kallað Comey „slímbolta“ og „versta forstjóra FBI frá upphafi“James Comey Memos just out and show clearly that there was NO COLLUSION and NO OBSTRUCTION. Also, he leaked classified information. WOW! Will the Witch Hunt continue?— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 20, 2018 Eitt minnisblaðanna fjallar um fund sem Comey átti með Trump í Hvíta húsinu á meðan hann gegndi enn embætti forstjóra FBI. Í því kemur fram að Trump hafi farið þess á leit við Comey að hann myndi stöðva rannsókn embættisins á gjörðum þáverandi þjóðaröryggisráðgjafans Flynn, sem grunaður var um óeðlileg tengsl við rússneska áhrifamenn. Comey ritar að Trump hafi tjáð sér að Flynn, að hans mati, væri með „alvarlega lélega dómgreind.“ Því næst hafi hann kennt Flynn um að hafi trassað það að svara símtali þjóðarleiðtoga, sem hafi ætlað sér að óska Trump til hamingju með embættistökuna í janúar í fyrra. „Ég hafði ekki sagt neitt á þessum tímapunkti og ekki minnst einu orði á áhuga og samskipti FBI við Flynn,“ skrifar Comey.Sjá einnig: Comey talaði í fyrirsögnum Um þetta leyti, í upphafi síðasta árs, var FBI búið að yfirheyra Flynn vegna samskipta hans við sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum, Sergey Kislyak. Varnarmálaráðuneytið hafði einnig varað Hvíta húsið að sérfræðingar úr þeirra röðum óttuðust að Flynn væri ginkeyptur fyrir mútum. Trump rak Flynn þann 13. febrúar í fyrra og var ástæðan sögð vera sú að hann hafi sagt Hvíta húsinu ósatt um samskipti sín við Rússa. Í öðru minnisblaði segir Comey að Trump hafi boðað hann á sinn fund, vísað öðrum embættismönnum út af skrifstofunni og því næst hvatt Comey til að hætta að rannsaka málefni Flynn. Hann væri þrátt fyrir allt „góður gæi.“ Minnisblöðin benda einnig til þess að þáverandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, Reince Preibus, hafi spurt Comey hvort að FBI væri að hlera samskipti Flynn. Frekar má fræðast um minnisblöðin, sem sögð eru styðja það sem fram kemur í æviminningum Comey, á vef Guardian og breska ríkisútvarpsins. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Bandaríkjaforseti fer af hjörunum vegna bókar Comey Fyrrverandi forstjóri alríkislögreglunnar FBI er útsmoginn óþokki sem er ekki mjög gáfaður, að mati forseta Bandaríkjanna. 15. apríl 2018 14:53 Comey talaði í fyrirsögnum James Comey, fyrrverandi forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar, var ekkert að skafa af því í fyrsta sjónvarpsviðtalinu sem birtist eftir að endurminningar hans, A Higher Loyalty, komu út vestanhafs. 16. apríl 2018 06:49 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Bandaríkjaforsetinn Donald Trump hafði miklar áhyggjur af dómgreind fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa síns, Michael Flynn, ef marka má minnisblöð James Comey, fyrrverandi forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI. Fimmtán blaðsíður af minnisblöðum Comey voru opinberaðar nú í nótt og eru þær sagðar varpa nýju ljósi á samskipti hans og forsetans, sem rak Comey í maí í fyrra. Þeir hafa farið hörðum orðum hvor um annan síðustu vikur eða allt frá því að glefsur úr æviminningum Comey, A Higher Loyalty, fóru að leka í bandaríska fjölmiðla. Trump hefur til að mynda kallað Comey „slímbolta“ og „versta forstjóra FBI frá upphafi“James Comey Memos just out and show clearly that there was NO COLLUSION and NO OBSTRUCTION. Also, he leaked classified information. WOW! Will the Witch Hunt continue?— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 20, 2018 Eitt minnisblaðanna fjallar um fund sem Comey átti með Trump í Hvíta húsinu á meðan hann gegndi enn embætti forstjóra FBI. Í því kemur fram að Trump hafi farið þess á leit við Comey að hann myndi stöðva rannsókn embættisins á gjörðum þáverandi þjóðaröryggisráðgjafans Flynn, sem grunaður var um óeðlileg tengsl við rússneska áhrifamenn. Comey ritar að Trump hafi tjáð sér að Flynn, að hans mati, væri með „alvarlega lélega dómgreind.“ Því næst hafi hann kennt Flynn um að hafi trassað það að svara símtali þjóðarleiðtoga, sem hafi ætlað sér að óska Trump til hamingju með embættistökuna í janúar í fyrra. „Ég hafði ekki sagt neitt á þessum tímapunkti og ekki minnst einu orði á áhuga og samskipti FBI við Flynn,“ skrifar Comey.Sjá einnig: Comey talaði í fyrirsögnum Um þetta leyti, í upphafi síðasta árs, var FBI búið að yfirheyra Flynn vegna samskipta hans við sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum, Sergey Kislyak. Varnarmálaráðuneytið hafði einnig varað Hvíta húsið að sérfræðingar úr þeirra röðum óttuðust að Flynn væri ginkeyptur fyrir mútum. Trump rak Flynn þann 13. febrúar í fyrra og var ástæðan sögð vera sú að hann hafi sagt Hvíta húsinu ósatt um samskipti sín við Rússa. Í öðru minnisblaði segir Comey að Trump hafi boðað hann á sinn fund, vísað öðrum embættismönnum út af skrifstofunni og því næst hvatt Comey til að hætta að rannsaka málefni Flynn. Hann væri þrátt fyrir allt „góður gæi.“ Minnisblöðin benda einnig til þess að þáverandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, Reince Preibus, hafi spurt Comey hvort að FBI væri að hlera samskipti Flynn. Frekar má fræðast um minnisblöðin, sem sögð eru styðja það sem fram kemur í æviminningum Comey, á vef Guardian og breska ríkisútvarpsins.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Bandaríkjaforseti fer af hjörunum vegna bókar Comey Fyrrverandi forstjóri alríkislögreglunnar FBI er útsmoginn óþokki sem er ekki mjög gáfaður, að mati forseta Bandaríkjanna. 15. apríl 2018 14:53 Comey talaði í fyrirsögnum James Comey, fyrrverandi forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar, var ekkert að skafa af því í fyrsta sjónvarpsviðtalinu sem birtist eftir að endurminningar hans, A Higher Loyalty, komu út vestanhafs. 16. apríl 2018 06:49 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Bandaríkjaforseti fer af hjörunum vegna bókar Comey Fyrrverandi forstjóri alríkislögreglunnar FBI er útsmoginn óþokki sem er ekki mjög gáfaður, að mati forseta Bandaríkjanna. 15. apríl 2018 14:53
Comey talaði í fyrirsögnum James Comey, fyrrverandi forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar, var ekkert að skafa af því í fyrsta sjónvarpsviðtalinu sem birtist eftir að endurminningar hans, A Higher Loyalty, komu út vestanhafs. 16. apríl 2018 06:49