Fyrsta stiklan úr Kona fer í stríð Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir skrifar 30. apríl 2018 10:45 Halldóra Geirharðsdóttir sést hér í hlutverki sínu í kvikmyndinni. „Ég vona að myndinni verði vel tekið og hlakka mest til að upplifa viðbrögð fólks við henni í kvikmyndahúsinu,“ segir Benedikt Erlingsson, leikstjóri myndarinnar Kona fer í stríð. Stikla fyrir myndina var frumsýnd á föstudag. Vefsíðan Variety tryggði sér einkarétt á sýningu stiklunnar í sólarhring. Kvikmyndin fjallar um kórstjóra á fimmtugsaldri sem ákveður að bjarga heiminum og lýsir yfir stríði gegn stóriðju í landinu. Hún er tilbúin til að fórna öllu fyrir móður jörð og hálendi Íslands, þar til munaðarlaus stúlka stígur inn í líf hennar. „Þetta er einföld hetjusaga. Mig langaði að búa til meginstraums kvikmynd sem myndi þóknast öllum," segir Benedikt glettinn.Halldóra Geirharðsdóttir fer með aðalhlutverkið en með önnur hlutverk fara Jóhann Sigurðarson, Davíð Þór Jónsson, Magnús Trygvason Eliassen og Ómar Guðjónsson. Benedikt Erlingsson leikstýrir myndinni og skrifar handritið ásamt Ólafi Egilssyni. Kvikmyndin er frumsýnd 12. maí í Cannes, þar sem hún var valin til keppni í Critics' Week. Benedikt segir það stórkostlegan létti að hún hafi verið valin því mikil fjárhagsleg, persónuleg og listræn hætta fylgi þessu ferli. „Þetta þýðir að einhverjum þyki vænt um hana.“ Charles Tesson, listrænn stjórnandi Critics' Week, sagði dregna upp líflega, hjartnæma og frumlega mynd af konu á sama tíma og tekist er á við pólitísk málefni í myndinni en hún verður frumsýnd hér á Íslandi 23. maí. Þrjár íslenskar kvikmyndir hafa áður tekið þátt í Critics' Week á Cannes. Það eru kvikmyndirnar Ingaló eftir Ásdísi Thoroddsen árið 1992, hin norsk-íslenska Vandræðamaðurinn eftir Jens Lien árið 2006 og fransk-íslenska stuttmyndin Víkingar eftir Magali Magistry árið 2013. Cannes Menning Tengdar fréttir Kona fer í stríð valin til sýningar á Cannes Kvikmynd Benedikts Erlingssonar keppir á Critic's Week á kvikmyndahátíðinni í Cannes í maí. 16. apríl 2018 11:49 Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
„Ég vona að myndinni verði vel tekið og hlakka mest til að upplifa viðbrögð fólks við henni í kvikmyndahúsinu,“ segir Benedikt Erlingsson, leikstjóri myndarinnar Kona fer í stríð. Stikla fyrir myndina var frumsýnd á föstudag. Vefsíðan Variety tryggði sér einkarétt á sýningu stiklunnar í sólarhring. Kvikmyndin fjallar um kórstjóra á fimmtugsaldri sem ákveður að bjarga heiminum og lýsir yfir stríði gegn stóriðju í landinu. Hún er tilbúin til að fórna öllu fyrir móður jörð og hálendi Íslands, þar til munaðarlaus stúlka stígur inn í líf hennar. „Þetta er einföld hetjusaga. Mig langaði að búa til meginstraums kvikmynd sem myndi þóknast öllum," segir Benedikt glettinn.Halldóra Geirharðsdóttir fer með aðalhlutverkið en með önnur hlutverk fara Jóhann Sigurðarson, Davíð Þór Jónsson, Magnús Trygvason Eliassen og Ómar Guðjónsson. Benedikt Erlingsson leikstýrir myndinni og skrifar handritið ásamt Ólafi Egilssyni. Kvikmyndin er frumsýnd 12. maí í Cannes, þar sem hún var valin til keppni í Critics' Week. Benedikt segir það stórkostlegan létti að hún hafi verið valin því mikil fjárhagsleg, persónuleg og listræn hætta fylgi þessu ferli. „Þetta þýðir að einhverjum þyki vænt um hana.“ Charles Tesson, listrænn stjórnandi Critics' Week, sagði dregna upp líflega, hjartnæma og frumlega mynd af konu á sama tíma og tekist er á við pólitísk málefni í myndinni en hún verður frumsýnd hér á Íslandi 23. maí. Þrjár íslenskar kvikmyndir hafa áður tekið þátt í Critics' Week á Cannes. Það eru kvikmyndirnar Ingaló eftir Ásdísi Thoroddsen árið 1992, hin norsk-íslenska Vandræðamaðurinn eftir Jens Lien árið 2006 og fransk-íslenska stuttmyndin Víkingar eftir Magali Magistry árið 2013.
Cannes Menning Tengdar fréttir Kona fer í stríð valin til sýningar á Cannes Kvikmynd Benedikts Erlingssonar keppir á Critic's Week á kvikmyndahátíðinni í Cannes í maí. 16. apríl 2018 11:49 Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Kona fer í stríð valin til sýningar á Cannes Kvikmynd Benedikts Erlingssonar keppir á Critic's Week á kvikmyndahátíðinni í Cannes í maí. 16. apríl 2018 11:49