Réttindi og skyldur NPA-starfsfólks óljós Jóhann Óli Eiðsson skrifar 30. apríl 2018 06:00 Lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir var samþykkt á Alþingi í vikunni. Vísir/anton Mánaðarlega leitar aðstoðarfólk fatlaðra einstaklinga til Eflingar til að kanna hvort verið sé að brjóta á réttindum þess. Spurningarnar varða meðal annars hvort verið sé að greiða því rétt álag vegna vinnutíma og hve langt starfsskyldur þess nái. „Þetta eru erfiðustu málin sem koma inn á borð okkar en í hverjum einasta mánuði fáum við til okkar starfsfólk sem telur að verið sé að brjóta á sér. Við teljum að brotin séu fleiri en margir hafa samkennd með skjólstæðingi sínum og veigra sér við að kanna stöðu sína,“ segir Harpa Ólafsdóttir, sviðsstjóri kjaramála Eflingar. Lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, oft kennd við notendastýrða persónuaðstoð (NPA), voru samþykkt á Alþingi í vikunni.Harpa ÓlafsdóttirEflingVið þinglega meðferð málsins gerðu fulltrúar stéttarfélaga athugasemdir við hagsmuni og starfsskilyrði starfsmanna. Ekki liggi fyrir hvernig vinnu- og hvíldartíma skuli háttað auk þess að ekki er ljóst hve langt aðstoðin skuli ná. Frá því að tilraunir með NPA-verkefnið hófust hefur verið í vinnustaðalögum bráðabirgðaákvæði um að heimilt sé að víkja frá ákvæðum um hvíldartíma og næturvinnutíma með samningi. Gildandi samningar heimila meðal annars tveggja sólarhringa vaktir og að fyrir „sofandi næturvaktir“ sé greidd dagvinna. „Ekki allir eru að vinna samkvæmt slíkum samningi heldur eru verktakar. Þá liggur ekki nægilega fyrir hverjar starfsskyldurnar eru,“ segir Harpa. „Þegar verkefnið hófst stóð ávallt til að hagsmunaaðilar kæmu saman og teiknuðu upp hvernig aðbúnaði og réttindum starfsfólks yrði háttað,“ segir Arnar Þór Sævarsson, aðstoðarmaður Ásmundar Einars Daðasonar félags- og jafnréttismálaráðherra. Stefnt er að því að skipa starfshóp um efnið. Ekki liggur fyrir hvenær það verður gert eða hvenær hann skili af sér. Gildistími áðurnefnds bráðabirgðaákvæðis verði sennilega framlengdur á meðan. Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Tengdar fréttir NPA veitir fötluðu fólki frelsi frá stofufangelsi Lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir og um félagsþjónustu sveitarfélaga voru samþykkt í gær. 27. apríl 2018 14:00 Alþingi samþykkti lög um notendastýrða persónulega aðstoð Þroskahjálp fagnar þessari lagasetningu. 26. apríl 2018 14:25 Kominn tími á að þetta hefðist Lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir og um félagsþjónustu sveitarfélaga voru samþykkt í gær. 27. apríl 2018 06:00 Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Fleiri fréttir Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Sjá meira
Mánaðarlega leitar aðstoðarfólk fatlaðra einstaklinga til Eflingar til að kanna hvort verið sé að brjóta á réttindum þess. Spurningarnar varða meðal annars hvort verið sé að greiða því rétt álag vegna vinnutíma og hve langt starfsskyldur þess nái. „Þetta eru erfiðustu málin sem koma inn á borð okkar en í hverjum einasta mánuði fáum við til okkar starfsfólk sem telur að verið sé að brjóta á sér. Við teljum að brotin séu fleiri en margir hafa samkennd með skjólstæðingi sínum og veigra sér við að kanna stöðu sína,“ segir Harpa Ólafsdóttir, sviðsstjóri kjaramála Eflingar. Lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, oft kennd við notendastýrða persónuaðstoð (NPA), voru samþykkt á Alþingi í vikunni.Harpa ÓlafsdóttirEflingVið þinglega meðferð málsins gerðu fulltrúar stéttarfélaga athugasemdir við hagsmuni og starfsskilyrði starfsmanna. Ekki liggi fyrir hvernig vinnu- og hvíldartíma skuli háttað auk þess að ekki er ljóst hve langt aðstoðin skuli ná. Frá því að tilraunir með NPA-verkefnið hófust hefur verið í vinnustaðalögum bráðabirgðaákvæði um að heimilt sé að víkja frá ákvæðum um hvíldartíma og næturvinnutíma með samningi. Gildandi samningar heimila meðal annars tveggja sólarhringa vaktir og að fyrir „sofandi næturvaktir“ sé greidd dagvinna. „Ekki allir eru að vinna samkvæmt slíkum samningi heldur eru verktakar. Þá liggur ekki nægilega fyrir hverjar starfsskyldurnar eru,“ segir Harpa. „Þegar verkefnið hófst stóð ávallt til að hagsmunaaðilar kæmu saman og teiknuðu upp hvernig aðbúnaði og réttindum starfsfólks yrði háttað,“ segir Arnar Þór Sævarsson, aðstoðarmaður Ásmundar Einars Daðasonar félags- og jafnréttismálaráðherra. Stefnt er að því að skipa starfshóp um efnið. Ekki liggur fyrir hvenær það verður gert eða hvenær hann skili af sér. Gildistími áðurnefnds bráðabirgðaákvæðis verði sennilega framlengdur á meðan.
Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Tengdar fréttir NPA veitir fötluðu fólki frelsi frá stofufangelsi Lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir og um félagsþjónustu sveitarfélaga voru samþykkt í gær. 27. apríl 2018 14:00 Alþingi samþykkti lög um notendastýrða persónulega aðstoð Þroskahjálp fagnar þessari lagasetningu. 26. apríl 2018 14:25 Kominn tími á að þetta hefðist Lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir og um félagsþjónustu sveitarfélaga voru samþykkt í gær. 27. apríl 2018 06:00 Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Fleiri fréttir Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Sjá meira
NPA veitir fötluðu fólki frelsi frá stofufangelsi Lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir og um félagsþjónustu sveitarfélaga voru samþykkt í gær. 27. apríl 2018 14:00
Alþingi samþykkti lög um notendastýrða persónulega aðstoð Þroskahjálp fagnar þessari lagasetningu. 26. apríl 2018 14:25
Kominn tími á að þetta hefðist Lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir og um félagsþjónustu sveitarfélaga voru samþykkt í gær. 27. apríl 2018 06:00