Réttindi og skyldur NPA-starfsfólks óljós Jóhann Óli Eiðsson skrifar 30. apríl 2018 06:00 Lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir var samþykkt á Alþingi í vikunni. Vísir/anton Mánaðarlega leitar aðstoðarfólk fatlaðra einstaklinga til Eflingar til að kanna hvort verið sé að brjóta á réttindum þess. Spurningarnar varða meðal annars hvort verið sé að greiða því rétt álag vegna vinnutíma og hve langt starfsskyldur þess nái. „Þetta eru erfiðustu málin sem koma inn á borð okkar en í hverjum einasta mánuði fáum við til okkar starfsfólk sem telur að verið sé að brjóta á sér. Við teljum að brotin séu fleiri en margir hafa samkennd með skjólstæðingi sínum og veigra sér við að kanna stöðu sína,“ segir Harpa Ólafsdóttir, sviðsstjóri kjaramála Eflingar. Lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, oft kennd við notendastýrða persónuaðstoð (NPA), voru samþykkt á Alþingi í vikunni.Harpa ÓlafsdóttirEflingVið þinglega meðferð málsins gerðu fulltrúar stéttarfélaga athugasemdir við hagsmuni og starfsskilyrði starfsmanna. Ekki liggi fyrir hvernig vinnu- og hvíldartíma skuli háttað auk þess að ekki er ljóst hve langt aðstoðin skuli ná. Frá því að tilraunir með NPA-verkefnið hófust hefur verið í vinnustaðalögum bráðabirgðaákvæði um að heimilt sé að víkja frá ákvæðum um hvíldartíma og næturvinnutíma með samningi. Gildandi samningar heimila meðal annars tveggja sólarhringa vaktir og að fyrir „sofandi næturvaktir“ sé greidd dagvinna. „Ekki allir eru að vinna samkvæmt slíkum samningi heldur eru verktakar. Þá liggur ekki nægilega fyrir hverjar starfsskyldurnar eru,“ segir Harpa. „Þegar verkefnið hófst stóð ávallt til að hagsmunaaðilar kæmu saman og teiknuðu upp hvernig aðbúnaði og réttindum starfsfólks yrði háttað,“ segir Arnar Þór Sævarsson, aðstoðarmaður Ásmundar Einars Daðasonar félags- og jafnréttismálaráðherra. Stefnt er að því að skipa starfshóp um efnið. Ekki liggur fyrir hvenær það verður gert eða hvenær hann skili af sér. Gildistími áðurnefnds bráðabirgðaákvæðis verði sennilega framlengdur á meðan. Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Tengdar fréttir NPA veitir fötluðu fólki frelsi frá stofufangelsi Lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir og um félagsþjónustu sveitarfélaga voru samþykkt í gær. 27. apríl 2018 14:00 Alþingi samþykkti lög um notendastýrða persónulega aðstoð Þroskahjálp fagnar þessari lagasetningu. 26. apríl 2018 14:25 Kominn tími á að þetta hefðist Lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir og um félagsþjónustu sveitarfélaga voru samþykkt í gær. 27. apríl 2018 06:00 Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir grunaðir um stórfellda líkamsárás Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Sjá meira
Mánaðarlega leitar aðstoðarfólk fatlaðra einstaklinga til Eflingar til að kanna hvort verið sé að brjóta á réttindum þess. Spurningarnar varða meðal annars hvort verið sé að greiða því rétt álag vegna vinnutíma og hve langt starfsskyldur þess nái. „Þetta eru erfiðustu málin sem koma inn á borð okkar en í hverjum einasta mánuði fáum við til okkar starfsfólk sem telur að verið sé að brjóta á sér. Við teljum að brotin séu fleiri en margir hafa samkennd með skjólstæðingi sínum og veigra sér við að kanna stöðu sína,“ segir Harpa Ólafsdóttir, sviðsstjóri kjaramála Eflingar. Lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, oft kennd við notendastýrða persónuaðstoð (NPA), voru samþykkt á Alþingi í vikunni.Harpa ÓlafsdóttirEflingVið þinglega meðferð málsins gerðu fulltrúar stéttarfélaga athugasemdir við hagsmuni og starfsskilyrði starfsmanna. Ekki liggi fyrir hvernig vinnu- og hvíldartíma skuli háttað auk þess að ekki er ljóst hve langt aðstoðin skuli ná. Frá því að tilraunir með NPA-verkefnið hófust hefur verið í vinnustaðalögum bráðabirgðaákvæði um að heimilt sé að víkja frá ákvæðum um hvíldartíma og næturvinnutíma með samningi. Gildandi samningar heimila meðal annars tveggja sólarhringa vaktir og að fyrir „sofandi næturvaktir“ sé greidd dagvinna. „Ekki allir eru að vinna samkvæmt slíkum samningi heldur eru verktakar. Þá liggur ekki nægilega fyrir hverjar starfsskyldurnar eru,“ segir Harpa. „Þegar verkefnið hófst stóð ávallt til að hagsmunaaðilar kæmu saman og teiknuðu upp hvernig aðbúnaði og réttindum starfsfólks yrði háttað,“ segir Arnar Þór Sævarsson, aðstoðarmaður Ásmundar Einars Daðasonar félags- og jafnréttismálaráðherra. Stefnt er að því að skipa starfshóp um efnið. Ekki liggur fyrir hvenær það verður gert eða hvenær hann skili af sér. Gildistími áðurnefnds bráðabirgðaákvæðis verði sennilega framlengdur á meðan.
Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Tengdar fréttir NPA veitir fötluðu fólki frelsi frá stofufangelsi Lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir og um félagsþjónustu sveitarfélaga voru samþykkt í gær. 27. apríl 2018 14:00 Alþingi samþykkti lög um notendastýrða persónulega aðstoð Þroskahjálp fagnar þessari lagasetningu. 26. apríl 2018 14:25 Kominn tími á að þetta hefðist Lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir og um félagsþjónustu sveitarfélaga voru samþykkt í gær. 27. apríl 2018 06:00 Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir grunaðir um stórfellda líkamsárás Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Sjá meira
NPA veitir fötluðu fólki frelsi frá stofufangelsi Lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir og um félagsþjónustu sveitarfélaga voru samþykkt í gær. 27. apríl 2018 14:00
Alþingi samþykkti lög um notendastýrða persónulega aðstoð Þroskahjálp fagnar þessari lagasetningu. 26. apríl 2018 14:25
Kominn tími á að þetta hefðist Lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir og um félagsþjónustu sveitarfélaga voru samþykkt í gær. 27. apríl 2018 06:00