Formaður samninganefndar ljósmæðra bjartsýnn á framhald kjaraviðræðna Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 9. maí 2018 18:30 Formaður samninganefndar ljósmæðra fagnar auknum samningsvilja af hálfu samninganefndar ríkisins en nefndirnar hittust í dag. Kjaradeila Ljósmæðrafélags Íslands og ríkisins hefur nú staðið í rúma þrjá mánuði. Samninganefndir ljósmæðra og ríkisins hittust á mánudag og í dag var haldinn vinnufundur í deilunni. Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, er bjartsýn eftir fundinn. „Það er alla vega aukið tilefni til að vera bjartsýn. Það er alla vega komið af stað eitthvað samtal og farið að tala í lausnum sem við fögnum mjög,“ segir Katrín Sif. Katrín Sif segir að ljósmæður séu að krefjast sömu grunnlauna og sambærilegar stéttir séu að fá. Hún segir að komið hafi á óvart hversu lengi alvöru viðræður hafi verið að fara í gang. „Við mættum á fundi eiginlega bara til að geta sagst hafa mætt. Það var ekkert samtal og maður upplifði að það var ekkert svigrúm til samningaviðræðna. En síðustu tvö til þrjú skipti er maður að upplifa meira samtal sem við fögnum svo sannarlega,“ segir Katrín Sif. Næsti fundur í kjaradeilunni er boðaður á mánudaginn. Katrín Sif er vongóð um framhaldið. „Ég er alveg sannfærð um að við höfum farið fram með réttlátar kröfur og trúi því í hjarta mínu að réttlætið sigri að lokum,“ segir Katrín Sif að endingu.Uppfært klukkan 20:05: Fyrirsögn fréttarinnar hefur verið breytt og fréttin uppfærð þar sem formaður samninganefndar ljósmæðra hafði samband og sagðist hafa misskilið spurningu fréttamanns varðandi það hvort ljósmæður væru að fara fram á 650 þúsund krónur grunnlaun, eins og fram kom í upphaflegri útgáfu fréttarinnar. 650 þúsund krónur væru ekki þau grunnlaun sem ljósmæður væru að fara fram á í kjaradeilunni nú. Aðspurð vildi Katrín ekki gefa upp nákvæmlega hvað ljósmæður eru að fara fram á í grunnlaun. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Heilbrigðisráðherra segir kjaradeilu ljósmæðra ekki þola fleiri daga "Ég vil standa með baráttu ljósmæðra því að þeirra framlag heilbrigðisþjónustunni er ómetanlegt og ég vil standa með þeim sjónarmiðum sem þær hafa lagt á borðið.“ 5. maí 2018 13:54 „Eins og slys sem maður horfir á í hægri sýningu“ Ljósmæður óttast afleiðingar þess ef ekki tekst að semja fljótlega þar sem fjöldi ljósmæðra hefur sagt upp störfum. Forstjóri Landspítalans lýsir stöðunni eins og slysi í hægri sýningu. 7. maí 2018 19:30 Fundi ljósmæðra og ríkisins lauk án niðurstöðu Samningar eru ekki í sjónmáli og hefur ríkissáttasemjari boðað til næsta fundar í deilunni eftir rúma viku eða þann 16. maí næstkomandi. 7. maí 2018 17:44 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Formaður samninganefndar ljósmæðra fagnar auknum samningsvilja af hálfu samninganefndar ríkisins en nefndirnar hittust í dag. Kjaradeila Ljósmæðrafélags Íslands og ríkisins hefur nú staðið í rúma þrjá mánuði. Samninganefndir ljósmæðra og ríkisins hittust á mánudag og í dag var haldinn vinnufundur í deilunni. Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, er bjartsýn eftir fundinn. „Það er alla vega aukið tilefni til að vera bjartsýn. Það er alla vega komið af stað eitthvað samtal og farið að tala í lausnum sem við fögnum mjög,“ segir Katrín Sif. Katrín Sif segir að ljósmæður séu að krefjast sömu grunnlauna og sambærilegar stéttir séu að fá. Hún segir að komið hafi á óvart hversu lengi alvöru viðræður hafi verið að fara í gang. „Við mættum á fundi eiginlega bara til að geta sagst hafa mætt. Það var ekkert samtal og maður upplifði að það var ekkert svigrúm til samningaviðræðna. En síðustu tvö til þrjú skipti er maður að upplifa meira samtal sem við fögnum svo sannarlega,“ segir Katrín Sif. Næsti fundur í kjaradeilunni er boðaður á mánudaginn. Katrín Sif er vongóð um framhaldið. „Ég er alveg sannfærð um að við höfum farið fram með réttlátar kröfur og trúi því í hjarta mínu að réttlætið sigri að lokum,“ segir Katrín Sif að endingu.Uppfært klukkan 20:05: Fyrirsögn fréttarinnar hefur verið breytt og fréttin uppfærð þar sem formaður samninganefndar ljósmæðra hafði samband og sagðist hafa misskilið spurningu fréttamanns varðandi það hvort ljósmæður væru að fara fram á 650 þúsund krónur grunnlaun, eins og fram kom í upphaflegri útgáfu fréttarinnar. 650 þúsund krónur væru ekki þau grunnlaun sem ljósmæður væru að fara fram á í kjaradeilunni nú. Aðspurð vildi Katrín ekki gefa upp nákvæmlega hvað ljósmæður eru að fara fram á í grunnlaun.
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Heilbrigðisráðherra segir kjaradeilu ljósmæðra ekki þola fleiri daga "Ég vil standa með baráttu ljósmæðra því að þeirra framlag heilbrigðisþjónustunni er ómetanlegt og ég vil standa með þeim sjónarmiðum sem þær hafa lagt á borðið.“ 5. maí 2018 13:54 „Eins og slys sem maður horfir á í hægri sýningu“ Ljósmæður óttast afleiðingar þess ef ekki tekst að semja fljótlega þar sem fjöldi ljósmæðra hefur sagt upp störfum. Forstjóri Landspítalans lýsir stöðunni eins og slysi í hægri sýningu. 7. maí 2018 19:30 Fundi ljósmæðra og ríkisins lauk án niðurstöðu Samningar eru ekki í sjónmáli og hefur ríkissáttasemjari boðað til næsta fundar í deilunni eftir rúma viku eða þann 16. maí næstkomandi. 7. maí 2018 17:44 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Heilbrigðisráðherra segir kjaradeilu ljósmæðra ekki þola fleiri daga "Ég vil standa með baráttu ljósmæðra því að þeirra framlag heilbrigðisþjónustunni er ómetanlegt og ég vil standa með þeim sjónarmiðum sem þær hafa lagt á borðið.“ 5. maí 2018 13:54
„Eins og slys sem maður horfir á í hægri sýningu“ Ljósmæður óttast afleiðingar þess ef ekki tekst að semja fljótlega þar sem fjöldi ljósmæðra hefur sagt upp störfum. Forstjóri Landspítalans lýsir stöðunni eins og slysi í hægri sýningu. 7. maí 2018 19:30
Fundi ljósmæðra og ríkisins lauk án niðurstöðu Samningar eru ekki í sjónmáli og hefur ríkissáttasemjari boðað til næsta fundar í deilunni eftir rúma viku eða þann 16. maí næstkomandi. 7. maí 2018 17:44