Segja of seint í rassinn gripið Grétar Þór Sigurðsson skrifar 9. maí 2018 06:00 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR Ósk Svanhildar Konráðsdóttur, forstjóra Hörpu, um launalækkun til fyrra horfs hefur engin áhrif á ákvörðun VR um að hætta viðskiptum við Hörpu. „Fyrst og fremst gerir þetta ekkert fyrir starfsfólkið og það er það sem skiptir máli, þetta snýst um fólkið sem starfar á gólfinu,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. VR er nú þegar búið að færa viðburðinn Fyrirtæki ársins sem halda átti 17. maí í Hörpu. Til stóð að halda jólaball félagsins í húsinu en nú er verið að vinna í að finna því annan stað. Vegna lítils fyrirvara gat félagið hins vegar ekki fært árlegt kaffisamsæti eldri félagsmanna VR annað og það verður í Hörpu á morgun.Sjá einnig: Svanhildur vill að laun hennar verði lækkuð Þeir þjónustufulltrúar sem Fréttablaðið náði tali af sögðu að þetta útspil Svanhildar breytti engu um uppsagnir þeirra. „Fyrir mína parta er þetta of seint í rassinn gripið,“ segir Guðrún Jóna H. Hilmarsdóttir. Annar þjónustufulltrúi sem starfað hefur í Hörpu í fimm ár er Guðrúnu sammála. „Að þetta spretti upp núna þegar það er svona mikil reiði finnst okkur fullseint.“ Að sögn þjónustufulltrúans var erfitt að taka þá ákvörðun að segja upp. „Þetta er alveg það seinasta sem við vildum gera því þetta er auðvitað frábær vinna.“ Ragnar segist bera ómælda virðingu fyrir ákvörðun þjónustufulltrúa Hörpu um að segja upp. „Við erum að sýna í verki að við stöndum með þessu starfsfólki og félagsmönnum okkar. Ég er mjög stoltur af þessu fólki fyrir að sýna þessa áræðni og það er mikilvægt að sýna þessu fólki samstöðu bæði í orði og á borði. Ef stéttarfélagið sýnir þessu fólki ekki stuðning þá er fokið í flest skjól.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir VR hættir viðskiptum við Hörpu Stéttarfélagið VR hefur ákveðið að hætta að nota Hörpu tónlistarhús undir viðburði félagsins. Ákvörðunin er tekin í ljósi yfirýsingar forstjóra Hörpu sem send var út í dag. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá VR. 8. maí 2018 15:06 „Maður finnur einhvern veginn fyrir smá stéttaskiptingu innan hússins“ Sautján þjónustufulltrúar Hörpu sögðu upp störfum í gærkvöldi vegna óánægju með launalækkanir sem þeir sættu á meðan að laun forstjórans hækkuðu. Þeir segjast hafa upplifað vanvirðingu og stéttaskiptingu innan hússins. 8. maí 2018 22:09 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
Ósk Svanhildar Konráðsdóttur, forstjóra Hörpu, um launalækkun til fyrra horfs hefur engin áhrif á ákvörðun VR um að hætta viðskiptum við Hörpu. „Fyrst og fremst gerir þetta ekkert fyrir starfsfólkið og það er það sem skiptir máli, þetta snýst um fólkið sem starfar á gólfinu,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. VR er nú þegar búið að færa viðburðinn Fyrirtæki ársins sem halda átti 17. maí í Hörpu. Til stóð að halda jólaball félagsins í húsinu en nú er verið að vinna í að finna því annan stað. Vegna lítils fyrirvara gat félagið hins vegar ekki fært árlegt kaffisamsæti eldri félagsmanna VR annað og það verður í Hörpu á morgun.Sjá einnig: Svanhildur vill að laun hennar verði lækkuð Þeir þjónustufulltrúar sem Fréttablaðið náði tali af sögðu að þetta útspil Svanhildar breytti engu um uppsagnir þeirra. „Fyrir mína parta er þetta of seint í rassinn gripið,“ segir Guðrún Jóna H. Hilmarsdóttir. Annar þjónustufulltrúi sem starfað hefur í Hörpu í fimm ár er Guðrúnu sammála. „Að þetta spretti upp núna þegar það er svona mikil reiði finnst okkur fullseint.“ Að sögn þjónustufulltrúans var erfitt að taka þá ákvörðun að segja upp. „Þetta er alveg það seinasta sem við vildum gera því þetta er auðvitað frábær vinna.“ Ragnar segist bera ómælda virðingu fyrir ákvörðun þjónustufulltrúa Hörpu um að segja upp. „Við erum að sýna í verki að við stöndum með þessu starfsfólki og félagsmönnum okkar. Ég er mjög stoltur af þessu fólki fyrir að sýna þessa áræðni og það er mikilvægt að sýna þessu fólki samstöðu bæði í orði og á borði. Ef stéttarfélagið sýnir þessu fólki ekki stuðning þá er fokið í flest skjól.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir VR hættir viðskiptum við Hörpu Stéttarfélagið VR hefur ákveðið að hætta að nota Hörpu tónlistarhús undir viðburði félagsins. Ákvörðunin er tekin í ljósi yfirýsingar forstjóra Hörpu sem send var út í dag. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá VR. 8. maí 2018 15:06 „Maður finnur einhvern veginn fyrir smá stéttaskiptingu innan hússins“ Sautján þjónustufulltrúar Hörpu sögðu upp störfum í gærkvöldi vegna óánægju með launalækkanir sem þeir sættu á meðan að laun forstjórans hækkuðu. Þeir segjast hafa upplifað vanvirðingu og stéttaskiptingu innan hússins. 8. maí 2018 22:09 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
VR hættir viðskiptum við Hörpu Stéttarfélagið VR hefur ákveðið að hætta að nota Hörpu tónlistarhús undir viðburði félagsins. Ákvörðunin er tekin í ljósi yfirýsingar forstjóra Hörpu sem send var út í dag. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá VR. 8. maí 2018 15:06
„Maður finnur einhvern veginn fyrir smá stéttaskiptingu innan hússins“ Sautján þjónustufulltrúar Hörpu sögðu upp störfum í gærkvöldi vegna óánægju með launalækkanir sem þeir sættu á meðan að laun forstjórans hækkuðu. Þeir segjast hafa upplifað vanvirðingu og stéttaskiptingu innan hússins. 8. maí 2018 22:09