„Eins og slys sem maður horfir á í hægri sýningu“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 7. maí 2018 19:30 Samningafundur í kjaradeilu ljósmæðra við ríkið í dag skilaði engri niðurstöðu. Ljósmæður óttast afleiðingar þess ef ekki tekst að semja fljótlega þar sem fjöldi ljósmæðra hefur sagt upp störfum. Forstjóri Landspítalans lýsir stöðunni eins og slysi í hægri sýningu. Níundi samningafundur ljósmæðra og samninganefndar ríkisins hófst í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan þrjú í dag. Samninganefnd ljósmæðra var vel fagnað þegar hún mætti til fundarins en hópur fólks tók á móti samningsaðilum þegar þeir mættu í karphúsið. Sjálfar mættu ljósmæður í bolum með áletruninni „Eign ríkisins.“ „Við fengum alveg skýrt orð um það í bréfi frá fjármálaráðherra um að við ættum að hlýða og vinna þegar við vorum að tala um að vinna ekki yfirvinnu,“ segir Guðrún Guðlaugsdóttir ljósmóðir. „Það var sagt eiginlega næstum því berum orðum að við værum eign ríkisins.“Katrín Sif Sigurgeirsdóttir er formaður samninganefndar ljósmæðra.vísir/eyþórFundinum lauk um klukkan fjögur en skilaði engri niðurstöðu. Boðað hefur verið til næsta fundar þann 16. maí. „Það var samtal, þeir buðu okkur ekki neitt, það var ekkert sett fram en við áttum samtal sem að svo sem hefur átt sér stað líka á síðasta fundi og er svona skref í rétta átt,“ segir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra. Fjöldi ljósmæðra hefur sagt upp og mun láta af störfum ef ekki tekst að semja. Katrín kveðst óttast það verulega að fleiri bætist í hópinn. „Þetta er hræðileg staða og hræðileg þróun, þannig að það er gríðarlegur þrýstingur á að það fari að koma lausn í þessu máli af því bara eins og hefur alltaf verið þá er alltaf stór hluti sem að skilar sér ekki aftur inn í stéttina og stéttin er það lítil að við höfum ekki bolmagn til að bera það,“ segir Katrín.Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans.Mynd/LandspítalinnPáll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, lýsir einnig yfir miklum áhyggjum vegna þessa. „Því miður, þetta er eins og slys sem að maður horfir á í hægri sýningu, vegna þess að maður veit það að það er ákveðinn hópur sem er að hætta eftir tvo mánuði, eftir þrjá mánuði og svo framvegis, þannig að við höfum ráðrúm til að undirbúa okkur. Það verður samt að segja að það er ekkert hægt að undirbúa það að jafn mikilvæg fagstétt hverfi að verulegu leiti úr starfi, þannig að við viljum ekki hugsa þá hugsun til enda og ég geri nú ráð fyrir að deiluaðilar muni ná sáttum sem fyrst. Ég hvet þá til þess,“ segir Páll.Stjórnendur Facebook-hópsins Mæður og feður sem standa með ljósmæðrum mættu færandi hendi á fæðingardeild Landspítalans í dag.Mættu með bakkelsi á vaktina Þá mættu stjórnendur Facebook-hópsins „Mæður & feður standa með ljósmæðrum” færandi hendi á fæðingardeild Landspítalans í dag með kökur og brauðmeti til ljósmæðra. Sætar syndir og Brauð & co lögðu til bakkelsið að sögn Írisar Tönju Í. Flygenring, eins forsprakka hópsins, en yfir 18 þúsund manns eru skráðir í hópinn á Facebook. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Heilbrigðisráðherra segir kjaradeilu ljósmæðra ekki þola fleiri daga "Ég vil standa með baráttu ljósmæðra því að þeirra framlag heilbrigðisþjónustunni er ómetanlegt og ég vil standa með þeim sjónarmiðum sem þær hafa lagt á borðið.“ 5. maí 2018 13:54 Fundi ljósmæðra og ríkisins lauk án niðurstöðu Samningar eru ekki í sjónmáli og hefur ríkissáttasemjari boðað til næsta fundar í deilunni eftir rúma viku eða þann 16. maí næstkomandi. 7. maí 2018 17:44 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda Sjá meira
Samningafundur í kjaradeilu ljósmæðra við ríkið í dag skilaði engri niðurstöðu. Ljósmæður óttast afleiðingar þess ef ekki tekst að semja fljótlega þar sem fjöldi ljósmæðra hefur sagt upp störfum. Forstjóri Landspítalans lýsir stöðunni eins og slysi í hægri sýningu. Níundi samningafundur ljósmæðra og samninganefndar ríkisins hófst í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan þrjú í dag. Samninganefnd ljósmæðra var vel fagnað þegar hún mætti til fundarins en hópur fólks tók á móti samningsaðilum þegar þeir mættu í karphúsið. Sjálfar mættu ljósmæður í bolum með áletruninni „Eign ríkisins.“ „Við fengum alveg skýrt orð um það í bréfi frá fjármálaráðherra um að við ættum að hlýða og vinna þegar við vorum að tala um að vinna ekki yfirvinnu,“ segir Guðrún Guðlaugsdóttir ljósmóðir. „Það var sagt eiginlega næstum því berum orðum að við værum eign ríkisins.“Katrín Sif Sigurgeirsdóttir er formaður samninganefndar ljósmæðra.vísir/eyþórFundinum lauk um klukkan fjögur en skilaði engri niðurstöðu. Boðað hefur verið til næsta fundar þann 16. maí. „Það var samtal, þeir buðu okkur ekki neitt, það var ekkert sett fram en við áttum samtal sem að svo sem hefur átt sér stað líka á síðasta fundi og er svona skref í rétta átt,“ segir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra. Fjöldi ljósmæðra hefur sagt upp og mun láta af störfum ef ekki tekst að semja. Katrín kveðst óttast það verulega að fleiri bætist í hópinn. „Þetta er hræðileg staða og hræðileg þróun, þannig að það er gríðarlegur þrýstingur á að það fari að koma lausn í þessu máli af því bara eins og hefur alltaf verið þá er alltaf stór hluti sem að skilar sér ekki aftur inn í stéttina og stéttin er það lítil að við höfum ekki bolmagn til að bera það,“ segir Katrín.Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans.Mynd/LandspítalinnPáll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, lýsir einnig yfir miklum áhyggjum vegna þessa. „Því miður, þetta er eins og slys sem að maður horfir á í hægri sýningu, vegna þess að maður veit það að það er ákveðinn hópur sem er að hætta eftir tvo mánuði, eftir þrjá mánuði og svo framvegis, þannig að við höfum ráðrúm til að undirbúa okkur. Það verður samt að segja að það er ekkert hægt að undirbúa það að jafn mikilvæg fagstétt hverfi að verulegu leiti úr starfi, þannig að við viljum ekki hugsa þá hugsun til enda og ég geri nú ráð fyrir að deiluaðilar muni ná sáttum sem fyrst. Ég hvet þá til þess,“ segir Páll.Stjórnendur Facebook-hópsins Mæður og feður sem standa með ljósmæðrum mættu færandi hendi á fæðingardeild Landspítalans í dag.Mættu með bakkelsi á vaktina Þá mættu stjórnendur Facebook-hópsins „Mæður & feður standa með ljósmæðrum” færandi hendi á fæðingardeild Landspítalans í dag með kökur og brauðmeti til ljósmæðra. Sætar syndir og Brauð & co lögðu til bakkelsið að sögn Írisar Tönju Í. Flygenring, eins forsprakka hópsins, en yfir 18 þúsund manns eru skráðir í hópinn á Facebook.
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Heilbrigðisráðherra segir kjaradeilu ljósmæðra ekki þola fleiri daga "Ég vil standa með baráttu ljósmæðra því að þeirra framlag heilbrigðisþjónustunni er ómetanlegt og ég vil standa með þeim sjónarmiðum sem þær hafa lagt á borðið.“ 5. maí 2018 13:54 Fundi ljósmæðra og ríkisins lauk án niðurstöðu Samningar eru ekki í sjónmáli og hefur ríkissáttasemjari boðað til næsta fundar í deilunni eftir rúma viku eða þann 16. maí næstkomandi. 7. maí 2018 17:44 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda Sjá meira
Heilbrigðisráðherra segir kjaradeilu ljósmæðra ekki þola fleiri daga "Ég vil standa með baráttu ljósmæðra því að þeirra framlag heilbrigðisþjónustunni er ómetanlegt og ég vil standa með þeim sjónarmiðum sem þær hafa lagt á borðið.“ 5. maí 2018 13:54
Fundi ljósmæðra og ríkisins lauk án niðurstöðu Samningar eru ekki í sjónmáli og hefur ríkissáttasemjari boðað til næsta fundar í deilunni eftir rúma viku eða þann 16. maí næstkomandi. 7. maí 2018 17:44