Heilbrigðisráðherra segir kjaradeilu ljósmæðra ekki þola fleiri daga Sigurgeir Ingi Þorkelsson Eyvinds skrifar 5. maí 2018 13:54 „Svona ástand þolir ekki fleiri daga,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra í Víglínunni nú fyrr í dag þegar Heimir Már Pétursson, stjórnandi þáttarins, spurði hve lengi kjaradeila ljósmæðra mætti halda áfram. „Ég vil standa með baráttu ljósmæðra því að þeirra framlag heilbrigðisþjónustunni er ómetanlegt og ég vil standa með þeim sjónarmiðum sem þær hafa lagt á borðið.“ Heilbrigðisráðherra sagðist hafa rætt óformlega við ljósmæður í gær og hefur trú á að deiluaðilar færist nær lausn á deilunni. „Mín vissa er sú að til þess að ná samningi þurfum við að tala saman, og sem flestir þurfi að tala saman. Spítalinn þarf að tala við sitt fólk, heilbrigðisráðherra þarf að tala við sitt fólk og allir þurfa að opna samtalið eins og hægt er.“ „Ég sagði á þinginu í vikunni að það þyrfti að hugsa út fyrir boxið,“ segir Svandís um mögulega lausn á deilunni. „Það eru aðrir hlutir sem skapa starfskjör almennt heldur en nákvæmlega það sem kemur upp úr launaumslaginu. Það eru vinnutímar, það eru möguleikar til starfsþróunar, það er hvernig manni líður í vinnunni,“ „Ég er að skoða hvaða verkfæri það eru sem ég hef önnur en að koma með beint fjármagn“ Ljósmæður í heimaþjónustu sömdu 27. apríl en enn standa samningar við ljósmæður sem starfa á Landspítalanum lausir. Heimir spyr heilbrigðisráðherra hvað hafi leitt til þess að samningar náðust við ljósmæður í heimaþjónustu. „Það snérist auðvitað fyrst og fremst um að koma inn með aukið fjármagn,“ segir Svandís. „Ég beitti mér fyrir því að loka þessu máli og það tókst.“ Umræðan um kjör ljósmæðra er nátengd umræðu um kjör kvennastétta og leiddi umræða því þangað. Heilbrigðisráðherra segist sjá í kortunum þverpólitíska samstöðu um að lyfta kjörum kvennastétta umfram aðrar stéttir. Áhyggjur hafa ríkt um að mikil launahækkun einnar stéttar geti leitt til svokallaðs höfrungahlaups þar sem hver stéttin á eftir annarri krefjist þeirrar hækkunar sem aðrir hafa hlotið á undan. „Samstaðan sem ég var að kalla eftir í þinginu, og hefur í rauninni verið að kallað eftir víðar, er samstaða um að lyfta kvennastéttum almennt, og mér finnst að ákveðnu leyti að það sé að myndast þverpólitísk samstaða um þetta“ segir Svandís, en margar af hinum stóru heilbrigðisstéttum teljast kvennastéttir, svo sem hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar. „Ég hef ekki heyrt verkalýðshreyfinguna tala skýrt í þessum efnum, ég myndi vilja heyra það skýrt að við gætum sest yfir þetta sameiginlega.“ Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Heilbrigðisráðherra segir nauðsynlegt að skapa samstöðu um bætt kjör ljósmæðra Guðjón S. Brjánsson þingmaður Samfylkingarinnar lýsti áhyggjum af stöðu kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins í sérstakri umræðu um málið á Alþingi í morgun. 3. maí 2018 14:06 Ástandið á Landspítala alvarlegt vegna ljósmæðradeilunnar að mati heilbrigðisráðherra Brýnt sé að ná víðtækri sátt um leiðréttingu launa kvennastétta og óskandi að niðurstaða fengist fyrir alþjóðlegan dag ljósmæðra á laugardag. 3. maí 2018 21:00 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
„Svona ástand þolir ekki fleiri daga,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra í Víglínunni nú fyrr í dag þegar Heimir Már Pétursson, stjórnandi þáttarins, spurði hve lengi kjaradeila ljósmæðra mætti halda áfram. „Ég vil standa með baráttu ljósmæðra því að þeirra framlag heilbrigðisþjónustunni er ómetanlegt og ég vil standa með þeim sjónarmiðum sem þær hafa lagt á borðið.“ Heilbrigðisráðherra sagðist hafa rætt óformlega við ljósmæður í gær og hefur trú á að deiluaðilar færist nær lausn á deilunni. „Mín vissa er sú að til þess að ná samningi þurfum við að tala saman, og sem flestir þurfi að tala saman. Spítalinn þarf að tala við sitt fólk, heilbrigðisráðherra þarf að tala við sitt fólk og allir þurfa að opna samtalið eins og hægt er.“ „Ég sagði á þinginu í vikunni að það þyrfti að hugsa út fyrir boxið,“ segir Svandís um mögulega lausn á deilunni. „Það eru aðrir hlutir sem skapa starfskjör almennt heldur en nákvæmlega það sem kemur upp úr launaumslaginu. Það eru vinnutímar, það eru möguleikar til starfsþróunar, það er hvernig manni líður í vinnunni,“ „Ég er að skoða hvaða verkfæri það eru sem ég hef önnur en að koma með beint fjármagn“ Ljósmæður í heimaþjónustu sömdu 27. apríl en enn standa samningar við ljósmæður sem starfa á Landspítalanum lausir. Heimir spyr heilbrigðisráðherra hvað hafi leitt til þess að samningar náðust við ljósmæður í heimaþjónustu. „Það snérist auðvitað fyrst og fremst um að koma inn með aukið fjármagn,“ segir Svandís. „Ég beitti mér fyrir því að loka þessu máli og það tókst.“ Umræðan um kjör ljósmæðra er nátengd umræðu um kjör kvennastétta og leiddi umræða því þangað. Heilbrigðisráðherra segist sjá í kortunum þverpólitíska samstöðu um að lyfta kjörum kvennastétta umfram aðrar stéttir. Áhyggjur hafa ríkt um að mikil launahækkun einnar stéttar geti leitt til svokallaðs höfrungahlaups þar sem hver stéttin á eftir annarri krefjist þeirrar hækkunar sem aðrir hafa hlotið á undan. „Samstaðan sem ég var að kalla eftir í þinginu, og hefur í rauninni verið að kallað eftir víðar, er samstaða um að lyfta kvennastéttum almennt, og mér finnst að ákveðnu leyti að það sé að myndast þverpólitísk samstaða um þetta“ segir Svandís, en margar af hinum stóru heilbrigðisstéttum teljast kvennastéttir, svo sem hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar. „Ég hef ekki heyrt verkalýðshreyfinguna tala skýrt í þessum efnum, ég myndi vilja heyra það skýrt að við gætum sest yfir þetta sameiginlega.“
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Heilbrigðisráðherra segir nauðsynlegt að skapa samstöðu um bætt kjör ljósmæðra Guðjón S. Brjánsson þingmaður Samfylkingarinnar lýsti áhyggjum af stöðu kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins í sérstakri umræðu um málið á Alþingi í morgun. 3. maí 2018 14:06 Ástandið á Landspítala alvarlegt vegna ljósmæðradeilunnar að mati heilbrigðisráðherra Brýnt sé að ná víðtækri sátt um leiðréttingu launa kvennastétta og óskandi að niðurstaða fengist fyrir alþjóðlegan dag ljósmæðra á laugardag. 3. maí 2018 21:00 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Heilbrigðisráðherra segir nauðsynlegt að skapa samstöðu um bætt kjör ljósmæðra Guðjón S. Brjánsson þingmaður Samfylkingarinnar lýsti áhyggjum af stöðu kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins í sérstakri umræðu um málið á Alþingi í morgun. 3. maí 2018 14:06
Ástandið á Landspítala alvarlegt vegna ljósmæðradeilunnar að mati heilbrigðisráðherra Brýnt sé að ná víðtækri sátt um leiðréttingu launa kvennastétta og óskandi að niðurstaða fengist fyrir alþjóðlegan dag ljósmæðra á laugardag. 3. maí 2018 21:00