Heilbrigðisráðherra segir kjaradeilu ljósmæðra ekki þola fleiri daga Sigurgeir Ingi Þorkelsson Eyvinds skrifar 5. maí 2018 13:54 „Svona ástand þolir ekki fleiri daga,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra í Víglínunni nú fyrr í dag þegar Heimir Már Pétursson, stjórnandi þáttarins, spurði hve lengi kjaradeila ljósmæðra mætti halda áfram. „Ég vil standa með baráttu ljósmæðra því að þeirra framlag heilbrigðisþjónustunni er ómetanlegt og ég vil standa með þeim sjónarmiðum sem þær hafa lagt á borðið.“ Heilbrigðisráðherra sagðist hafa rætt óformlega við ljósmæður í gær og hefur trú á að deiluaðilar færist nær lausn á deilunni. „Mín vissa er sú að til þess að ná samningi þurfum við að tala saman, og sem flestir þurfi að tala saman. Spítalinn þarf að tala við sitt fólk, heilbrigðisráðherra þarf að tala við sitt fólk og allir þurfa að opna samtalið eins og hægt er.“ „Ég sagði á þinginu í vikunni að það þyrfti að hugsa út fyrir boxið,“ segir Svandís um mögulega lausn á deilunni. „Það eru aðrir hlutir sem skapa starfskjör almennt heldur en nákvæmlega það sem kemur upp úr launaumslaginu. Það eru vinnutímar, það eru möguleikar til starfsþróunar, það er hvernig manni líður í vinnunni,“ „Ég er að skoða hvaða verkfæri það eru sem ég hef önnur en að koma með beint fjármagn“ Ljósmæður í heimaþjónustu sömdu 27. apríl en enn standa samningar við ljósmæður sem starfa á Landspítalanum lausir. Heimir spyr heilbrigðisráðherra hvað hafi leitt til þess að samningar náðust við ljósmæður í heimaþjónustu. „Það snérist auðvitað fyrst og fremst um að koma inn með aukið fjármagn,“ segir Svandís. „Ég beitti mér fyrir því að loka þessu máli og það tókst.“ Umræðan um kjör ljósmæðra er nátengd umræðu um kjör kvennastétta og leiddi umræða því þangað. Heilbrigðisráðherra segist sjá í kortunum þverpólitíska samstöðu um að lyfta kjörum kvennastétta umfram aðrar stéttir. Áhyggjur hafa ríkt um að mikil launahækkun einnar stéttar geti leitt til svokallaðs höfrungahlaups þar sem hver stéttin á eftir annarri krefjist þeirrar hækkunar sem aðrir hafa hlotið á undan. „Samstaðan sem ég var að kalla eftir í þinginu, og hefur í rauninni verið að kallað eftir víðar, er samstaða um að lyfta kvennastéttum almennt, og mér finnst að ákveðnu leyti að það sé að myndast þverpólitísk samstaða um þetta“ segir Svandís, en margar af hinum stóru heilbrigðisstéttum teljast kvennastéttir, svo sem hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar. „Ég hef ekki heyrt verkalýðshreyfinguna tala skýrt í þessum efnum, ég myndi vilja heyra það skýrt að við gætum sest yfir þetta sameiginlega.“ Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Heilbrigðisráðherra segir nauðsynlegt að skapa samstöðu um bætt kjör ljósmæðra Guðjón S. Brjánsson þingmaður Samfylkingarinnar lýsti áhyggjum af stöðu kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins í sérstakri umræðu um málið á Alþingi í morgun. 3. maí 2018 14:06 Ástandið á Landspítala alvarlegt vegna ljósmæðradeilunnar að mati heilbrigðisráðherra Brýnt sé að ná víðtækri sátt um leiðréttingu launa kvennastétta og óskandi að niðurstaða fengist fyrir alþjóðlegan dag ljósmæðra á laugardag. 3. maí 2018 21:00 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
„Svona ástand þolir ekki fleiri daga,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra í Víglínunni nú fyrr í dag þegar Heimir Már Pétursson, stjórnandi þáttarins, spurði hve lengi kjaradeila ljósmæðra mætti halda áfram. „Ég vil standa með baráttu ljósmæðra því að þeirra framlag heilbrigðisþjónustunni er ómetanlegt og ég vil standa með þeim sjónarmiðum sem þær hafa lagt á borðið.“ Heilbrigðisráðherra sagðist hafa rætt óformlega við ljósmæður í gær og hefur trú á að deiluaðilar færist nær lausn á deilunni. „Mín vissa er sú að til þess að ná samningi þurfum við að tala saman, og sem flestir þurfi að tala saman. Spítalinn þarf að tala við sitt fólk, heilbrigðisráðherra þarf að tala við sitt fólk og allir þurfa að opna samtalið eins og hægt er.“ „Ég sagði á þinginu í vikunni að það þyrfti að hugsa út fyrir boxið,“ segir Svandís um mögulega lausn á deilunni. „Það eru aðrir hlutir sem skapa starfskjör almennt heldur en nákvæmlega það sem kemur upp úr launaumslaginu. Það eru vinnutímar, það eru möguleikar til starfsþróunar, það er hvernig manni líður í vinnunni,“ „Ég er að skoða hvaða verkfæri það eru sem ég hef önnur en að koma með beint fjármagn“ Ljósmæður í heimaþjónustu sömdu 27. apríl en enn standa samningar við ljósmæður sem starfa á Landspítalanum lausir. Heimir spyr heilbrigðisráðherra hvað hafi leitt til þess að samningar náðust við ljósmæður í heimaþjónustu. „Það snérist auðvitað fyrst og fremst um að koma inn með aukið fjármagn,“ segir Svandís. „Ég beitti mér fyrir því að loka þessu máli og það tókst.“ Umræðan um kjör ljósmæðra er nátengd umræðu um kjör kvennastétta og leiddi umræða því þangað. Heilbrigðisráðherra segist sjá í kortunum þverpólitíska samstöðu um að lyfta kjörum kvennastétta umfram aðrar stéttir. Áhyggjur hafa ríkt um að mikil launahækkun einnar stéttar geti leitt til svokallaðs höfrungahlaups þar sem hver stéttin á eftir annarri krefjist þeirrar hækkunar sem aðrir hafa hlotið á undan. „Samstaðan sem ég var að kalla eftir í þinginu, og hefur í rauninni verið að kallað eftir víðar, er samstaða um að lyfta kvennastéttum almennt, og mér finnst að ákveðnu leyti að það sé að myndast þverpólitísk samstaða um þetta“ segir Svandís, en margar af hinum stóru heilbrigðisstéttum teljast kvennastéttir, svo sem hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar. „Ég hef ekki heyrt verkalýðshreyfinguna tala skýrt í þessum efnum, ég myndi vilja heyra það skýrt að við gætum sest yfir þetta sameiginlega.“
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Heilbrigðisráðherra segir nauðsynlegt að skapa samstöðu um bætt kjör ljósmæðra Guðjón S. Brjánsson þingmaður Samfylkingarinnar lýsti áhyggjum af stöðu kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins í sérstakri umræðu um málið á Alþingi í morgun. 3. maí 2018 14:06 Ástandið á Landspítala alvarlegt vegna ljósmæðradeilunnar að mati heilbrigðisráðherra Brýnt sé að ná víðtækri sátt um leiðréttingu launa kvennastétta og óskandi að niðurstaða fengist fyrir alþjóðlegan dag ljósmæðra á laugardag. 3. maí 2018 21:00 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Heilbrigðisráðherra segir nauðsynlegt að skapa samstöðu um bætt kjör ljósmæðra Guðjón S. Brjánsson þingmaður Samfylkingarinnar lýsti áhyggjum af stöðu kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins í sérstakri umræðu um málið á Alþingi í morgun. 3. maí 2018 14:06
Ástandið á Landspítala alvarlegt vegna ljósmæðradeilunnar að mati heilbrigðisráðherra Brýnt sé að ná víðtækri sátt um leiðréttingu launa kvennastétta og óskandi að niðurstaða fengist fyrir alþjóðlegan dag ljósmæðra á laugardag. 3. maí 2018 21:00