Samskipti Íslands við Evrópusambandið í gegnum samninginn um evrópska efnahagssvæðið hafa verið nokkuð í umræðunni. Þar má greina undirliggjandi strauma frá þeim hugsa Evrópusambandinu þegjandi þörfina og gera í því að draga upp dökka mynd af áhrifum EES samningsins þegar kemur að þeim skuldbindingum sem fylgja því að vera aðilar að samningnum.
Til að ræða þessi mál og fleiri sem efst eru á baugi koma þeir Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins og Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingarinnar í Víglínuna. Segja má að þeir hafi verið talsmenn andstæðra sjónarmiða í umræðum um afnám tolla á landbúnaðarvörum frá Evrópusambandinu á Alþingi í vikunni. Hin hliðin á þeim peningi eru auknar heimildir Íslendinga til útflutnings landbúnaðarafurða til evrópusambandsríkjanna.
Víglínan er í opinni dagskrá og í beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi klukkan 12:20.