Verða íbúar Sandgerðis og Garðs Útnesjamenn? Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 5. maí 2018 10:30 Kosning um nýtt nafn sameinaðs sveitarfélags Sandgerðisbæjar og Garðs stendur nú yfir. Kosning um nýtt nafn sameinaðs sveitarfélags Sandgerðisbæjar og Garðs hófst í gær og stendur til miðnættis 10. maí. Valið stendur á milli fimm nafna: Ystabyggð, Heiðarbyggð, Suðurbyggð, Nesjabyggð og Útnesjabyggð. Örnefnanefnd mælir með nafninu Útnesjabyggð en í umsögn nefndarinnar er bent á að íbúar svæðisins hafi í gegnum tíðina verið kallaðir Útnesjamenn og að nafnið samræmist staðháttum í sveitarfélaginu. Nokkurrar óánægju gætir í Sandgerði með þessi fimm nöfn. „Ég er ekkert mjög hrifin af þessum nöfnum,“ segir Hólmfríður Skarphéðinsdóttir, formaður bæjarráðs Sandgerðisbæjar. „Það er nú bara þannig.“ Hólmfríður hefði viljað sjá nafnið Suðurnesjabyggð sem einn af valmöguleikunum. „Ég hef orðið vör við mjög mikla óánægju íbúa,“ segir hún en bendir um leið á að það muni alltaf einhver hópur taka þátt í kosningunum, en bagalegt sé ef aðeins agnarsmátt hlutfall íbúa ráði á endanum hvert nafn sameinaðs sveitarfélags verður. Ólafur Þór Ólafsson, forseti bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar, segist einnig hafa fundið fyrir óánægju meðal fólks um nöfnin. Hann tekur undir með þeim. „Ekkert af þessum nöfnum kallar neitt sérstaklega á mig. Ég skil fólk sem finnst það ekki hafa úr miklu að velja,“ segir Ólafur Þór. Hann ítrekar þó að sumir séu sáttir við valkostina.Hólmfríður Skarphéðinsdóttir, formaður bæjarráðs Sandgerðisbæjar.„Við höfum fundið fyrir því að fólk er ósátt við umsögn Örnefnanefndar. Ég held að ef nöfn eins og Suðurnesjabær eða Suðurnesjabyggð hefðu verið eitt af þessum fimm nöfnum þá væri annað hljóð í fólki.“ Atkvæðagreiðslan er ekki bindandi og fer ekki fram á grundvelli laga um kosningar. Allir íbúar, sem eru um 3.200 talsins, í Sandgerði og Garði fæddir 2001 og fyrr hafa atkvæðisrétt, burtséð frá þjóðerni eða kosningarétti í sveitarstjórnarkosningum. „Ný sveitarstjórn þarf síðan að samþykkja þetta nýja nafn, en hún hefur líka þann valkost að hafna því,“ segir Hólmfríður. Ólafur Þór segir nýja sveitarstjórn væntanlega taka það til skoðunar ef niðurstöður nafnakosningarinnar hafi lítinn stuðning meðal íbúa. „Ég held að flest skynsamt fólk myndi nú endurskoða þá niðurstöðu.“ Undirbúningur sameiningar sveitarfélaganna hefur staðið lengi en hún var samþykkt í íbúakosningu í fyrra. „Þetta ferli hefur allt gengið afar vel, það hefur ekki strandað á neinu,“ segir Ólafur Þór. „Það eina sem hefur hikstað er þetta blessaða nafnamál, en það mál er auðvitað það sem brennur á fólki.“ Suðurnesjabær Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Náðu manninum úr sjónum Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
Kosning um nýtt nafn sameinaðs sveitarfélags Sandgerðisbæjar og Garðs hófst í gær og stendur til miðnættis 10. maí. Valið stendur á milli fimm nafna: Ystabyggð, Heiðarbyggð, Suðurbyggð, Nesjabyggð og Útnesjabyggð. Örnefnanefnd mælir með nafninu Útnesjabyggð en í umsögn nefndarinnar er bent á að íbúar svæðisins hafi í gegnum tíðina verið kallaðir Útnesjamenn og að nafnið samræmist staðháttum í sveitarfélaginu. Nokkurrar óánægju gætir í Sandgerði með þessi fimm nöfn. „Ég er ekkert mjög hrifin af þessum nöfnum,“ segir Hólmfríður Skarphéðinsdóttir, formaður bæjarráðs Sandgerðisbæjar. „Það er nú bara þannig.“ Hólmfríður hefði viljað sjá nafnið Suðurnesjabyggð sem einn af valmöguleikunum. „Ég hef orðið vör við mjög mikla óánægju íbúa,“ segir hún en bendir um leið á að það muni alltaf einhver hópur taka þátt í kosningunum, en bagalegt sé ef aðeins agnarsmátt hlutfall íbúa ráði á endanum hvert nafn sameinaðs sveitarfélags verður. Ólafur Þór Ólafsson, forseti bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar, segist einnig hafa fundið fyrir óánægju meðal fólks um nöfnin. Hann tekur undir með þeim. „Ekkert af þessum nöfnum kallar neitt sérstaklega á mig. Ég skil fólk sem finnst það ekki hafa úr miklu að velja,“ segir Ólafur Þór. Hann ítrekar þó að sumir séu sáttir við valkostina.Hólmfríður Skarphéðinsdóttir, formaður bæjarráðs Sandgerðisbæjar.„Við höfum fundið fyrir því að fólk er ósátt við umsögn Örnefnanefndar. Ég held að ef nöfn eins og Suðurnesjabær eða Suðurnesjabyggð hefðu verið eitt af þessum fimm nöfnum þá væri annað hljóð í fólki.“ Atkvæðagreiðslan er ekki bindandi og fer ekki fram á grundvelli laga um kosningar. Allir íbúar, sem eru um 3.200 talsins, í Sandgerði og Garði fæddir 2001 og fyrr hafa atkvæðisrétt, burtséð frá þjóðerni eða kosningarétti í sveitarstjórnarkosningum. „Ný sveitarstjórn þarf síðan að samþykkja þetta nýja nafn, en hún hefur líka þann valkost að hafna því,“ segir Hólmfríður. Ólafur Þór segir nýja sveitarstjórn væntanlega taka það til skoðunar ef niðurstöður nafnakosningarinnar hafi lítinn stuðning meðal íbúa. „Ég held að flest skynsamt fólk myndi nú endurskoða þá niðurstöðu.“ Undirbúningur sameiningar sveitarfélaganna hefur staðið lengi en hún var samþykkt í íbúakosningu í fyrra. „Þetta ferli hefur allt gengið afar vel, það hefur ekki strandað á neinu,“ segir Ólafur Þór. „Það eina sem hefur hikstað er þetta blessaða nafnamál, en það mál er auðvitað það sem brennur á fólki.“
Suðurnesjabær Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Náðu manninum úr sjónum Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira