Maó Loftsson Sif Sigmarsdóttir skrifar 5. maí 2018 10:00 Ef líf á jörðinni væri Hungurleikarnir væri maðurinn að rústa keppninni. Enn ein dýrategund lét í minnipokann fyrir glæstum yfirburðum okkar mannanna þegar nashyrningurinn Súdan, síðasta karldýr annarrar tveggja undirtegunda hvíta nashyrningsins, gaf nýverið upp öndina. Maðurinn: eitt stig. Lífríki jarðar: „nil points“. Bið að heilsa geirfuglinum, sökker. En jörðin er ekki Hungurleikarnir og Jennifer Lawrence átti engan þátt í að koma nashyrningnum fyrir kattarnef. Hvað gerðist þá?Gagnlegur fyrirsláttur Hinn 1. október 1949 lýsti Maó Zedong yfir stofnun Alþýðulýðveldisins Kína. Þann dag hófust þrautir nashyrningsins. Það var snemma á sjötta áratug síðustu aldar sem Maó formaður tók að breiða út boðskap hefðbundinna kínverskra lækninga. Var það þó ekki vegna þess að hann tryði á mátt þeirra. Nokkrum árum fyrr hafði Maó barist hatrammlega gegn slíkum lækningum. Sagði hann þá sem þær stunduðu engu betri en „sirkusskemmtikrafta, sölumenn snákaolíu og óbreytta götusala“. „Þótt ég sé þeirrar skoðunar að við eigum að hvetja til þess að kínverskar lækningar séu stundaðar trúi ég ekki á þær,“ sagði Maó við lækninn sinn, Li Zhisui sem sjálfur stundaði vestrænar lækningar. Maó gerðist helsti talsmaður kínverskra lækninga því þær voru gagnlegur fyrirsláttur. „Læknar sem stunda vestrænar lækningar eru of fáir,“ sagði Maó í ræðu árið 1950. Til að breiða yfir þá óheppilegu staðreynd bauð hann fólki sínu upp á gervilausn í formi haldlítilla kínverskra lækninga. En hvað kemur þetta nashyrningnum við? Maó tókst svo vel upp við að markaðssetja kínverskar lækningar að þær fóru sem eldur í sinu um heim allan. Samkvæmt kínverskum lækningum geta mulin nashyrningahorn læknað illvígustu sjúkdóma. Eftirspurn eftir þeim er svo mikil að kílóverð á nashyrningahornum er nú hærra en á gulli, demöntum og kókaíni. Maó, húmbúkkið og veiðiþjófar bera ábyrgð á því að norður-afríska undirtegund hvíta nashyrningsins sem lifði á sléttum Mið- og Austur-Afríku er útdauð. Nú, tæpum sjötíu árum eftir stofnun Alþýðulýðveldisins Kína, höfum við Íslendingar eignast okkar eigin Maó.Refaveiðar eins manns Nýverið var tilkynnt um að Hvalur hf. hyggist hefja hvalveiðar á ný eftir tveggja ára hlé. Tilgangur veiðanna er nokkuð óhefðbundinn. Bindur fyrirtækið vonir við að því takist að „þróa aðferðir til að vinna fæðubótarefni úr langreyðarkjöti fyrir fólk sem þjáist af blóðleysi“. Fullyrðir Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf., í samtali við Morgunblaðið að járnskortur sé „alvarlegasta heilbrigðisvandamál í heiminum í dag“. Segir hann að „meira en 50 ára tilraunir á heimsvísu með notkun fæðubótarefna með járnsöltum?…?hefur ekki borið árangur“. Járntöflur eru á lista Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar um mikilvæg lyf sem skila góðum árangri og er öruggt að neyta. Erfitt er því að draga aðra ályktun en þá að fullyrðingar Hvals hf. um gagnsleysi þeirra séu stórlega ýktar. Að manni læðist sá grunur að rétt eins og þegar Maó hélt að þjóð sinni vafasömum heilsuvísindum hangi eitthvað allt annað á spýtunni hjá Kristjáni Loftssyni en raunverulegar lækningar. Hvalveiðar Íslendinga eru komnar í efnahagslegt og hugmyndafræðilegt þrot. Fáir vilja leggja sér hvalkjöt til munns; enginn vill kaupa það – ekki einu sinni Japanar; flest lönd banna flutning á hvalafurðum um lögsögu sína; óttast er að hvalveiðar skaði orðspor íslensks ferða- og útflutningsiðnaðar. Hver er þá tilgangurinn með veiðunum? Járntöflur Hvals hf. virðast lítið annað en örvæntingarfullur fyrirsláttur, síðasta tilraun Kristjáns Loftssonar til að bægja frá því óhjákvæmilega: endalokum hvalveiða á Íslandi. Svo er komið að hvalveiðar Íslendinga eru lítið annað en refaveiðar eins manns, blóðugt tómstundagaman broddborgara með siðferðisvitund sautjándu aldar og svo mikla allsnægtablindu að honum er með öllu ómögulegt að sjá hvar hagsmunir lands og þjóðar liggja. Það er mál að linni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Skoðun Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Ef líf á jörðinni væri Hungurleikarnir væri maðurinn að rústa keppninni. Enn ein dýrategund lét í minnipokann fyrir glæstum yfirburðum okkar mannanna þegar nashyrningurinn Súdan, síðasta karldýr annarrar tveggja undirtegunda hvíta nashyrningsins, gaf nýverið upp öndina. Maðurinn: eitt stig. Lífríki jarðar: „nil points“. Bið að heilsa geirfuglinum, sökker. En jörðin er ekki Hungurleikarnir og Jennifer Lawrence átti engan þátt í að koma nashyrningnum fyrir kattarnef. Hvað gerðist þá?Gagnlegur fyrirsláttur Hinn 1. október 1949 lýsti Maó Zedong yfir stofnun Alþýðulýðveldisins Kína. Þann dag hófust þrautir nashyrningsins. Það var snemma á sjötta áratug síðustu aldar sem Maó formaður tók að breiða út boðskap hefðbundinna kínverskra lækninga. Var það þó ekki vegna þess að hann tryði á mátt þeirra. Nokkrum árum fyrr hafði Maó barist hatrammlega gegn slíkum lækningum. Sagði hann þá sem þær stunduðu engu betri en „sirkusskemmtikrafta, sölumenn snákaolíu og óbreytta götusala“. „Þótt ég sé þeirrar skoðunar að við eigum að hvetja til þess að kínverskar lækningar séu stundaðar trúi ég ekki á þær,“ sagði Maó við lækninn sinn, Li Zhisui sem sjálfur stundaði vestrænar lækningar. Maó gerðist helsti talsmaður kínverskra lækninga því þær voru gagnlegur fyrirsláttur. „Læknar sem stunda vestrænar lækningar eru of fáir,“ sagði Maó í ræðu árið 1950. Til að breiða yfir þá óheppilegu staðreynd bauð hann fólki sínu upp á gervilausn í formi haldlítilla kínverskra lækninga. En hvað kemur þetta nashyrningnum við? Maó tókst svo vel upp við að markaðssetja kínverskar lækningar að þær fóru sem eldur í sinu um heim allan. Samkvæmt kínverskum lækningum geta mulin nashyrningahorn læknað illvígustu sjúkdóma. Eftirspurn eftir þeim er svo mikil að kílóverð á nashyrningahornum er nú hærra en á gulli, demöntum og kókaíni. Maó, húmbúkkið og veiðiþjófar bera ábyrgð á því að norður-afríska undirtegund hvíta nashyrningsins sem lifði á sléttum Mið- og Austur-Afríku er útdauð. Nú, tæpum sjötíu árum eftir stofnun Alþýðulýðveldisins Kína, höfum við Íslendingar eignast okkar eigin Maó.Refaveiðar eins manns Nýverið var tilkynnt um að Hvalur hf. hyggist hefja hvalveiðar á ný eftir tveggja ára hlé. Tilgangur veiðanna er nokkuð óhefðbundinn. Bindur fyrirtækið vonir við að því takist að „þróa aðferðir til að vinna fæðubótarefni úr langreyðarkjöti fyrir fólk sem þjáist af blóðleysi“. Fullyrðir Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf., í samtali við Morgunblaðið að járnskortur sé „alvarlegasta heilbrigðisvandamál í heiminum í dag“. Segir hann að „meira en 50 ára tilraunir á heimsvísu með notkun fæðubótarefna með járnsöltum?…?hefur ekki borið árangur“. Járntöflur eru á lista Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar um mikilvæg lyf sem skila góðum árangri og er öruggt að neyta. Erfitt er því að draga aðra ályktun en þá að fullyrðingar Hvals hf. um gagnsleysi þeirra séu stórlega ýktar. Að manni læðist sá grunur að rétt eins og þegar Maó hélt að þjóð sinni vafasömum heilsuvísindum hangi eitthvað allt annað á spýtunni hjá Kristjáni Loftssyni en raunverulegar lækningar. Hvalveiðar Íslendinga eru komnar í efnahagslegt og hugmyndafræðilegt þrot. Fáir vilja leggja sér hvalkjöt til munns; enginn vill kaupa það – ekki einu sinni Japanar; flest lönd banna flutning á hvalafurðum um lögsögu sína; óttast er að hvalveiðar skaði orðspor íslensks ferða- og útflutningsiðnaðar. Hver er þá tilgangurinn með veiðunum? Járntöflur Hvals hf. virðast lítið annað en örvæntingarfullur fyrirsláttur, síðasta tilraun Kristjáns Loftssonar til að bægja frá því óhjákvæmilega: endalokum hvalveiða á Íslandi. Svo er komið að hvalveiðar Íslendinga eru lítið annað en refaveiðar eins manns, blóðugt tómstundagaman broddborgara með siðferðisvitund sautjándu aldar og svo mikla allsnægtablindu að honum er með öllu ómögulegt að sjá hvar hagsmunir lands og þjóðar liggja. Það er mál að linni.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar