Af hverju talar enginn um félagsmiðstöðvarnar? Þorsteinn V. Einarsson skrifar 4. maí 2018 06:39 Það er fáránlegt að félagsmiðstöðvar og starfsfólk þeirra þurfi stöðugt að réttlæta og útskýra tilvist sína. Að í hvert skipti sem talað er um stórbrotinn árangur í forvarnarstarfi sé yfirleitt einungis talað um skóla og íþróttastarf, en horft framhjá hlut félagsmiðstöðvanna. Eins og þær séu ekki til eða skipti ekki máli.Ein fjögurra grunnstoða forvarna Reykjavíkurborg hefur náð undraverðum árangri í forvörnum þannig að borgir um allan heim leitast við að feta sömu leið og við. Tölurnar tala sínu máli. Einungis um 5% unglinga hafa orðið drukknir í dag, miðað við 50% í kringum aldamótin 2000. Þessi undraverði árangur er ekki síst starfi félagsmiðstöðvanna að þakka og brautryðjenda á vettvangi frítímans. Samt heyrist allt of sjaldan talað um mikilvægi félagsmiðstöðvanna. Að taka virkan þátt í skipulögðu félagsmiðstöðvastarfi minnkar líkurnar á því að unglingar neyti áfengis eða vímuefna. Það er meðal annars vegna þess að umhverfi félagsmiðstöðva í Reykjavík, skipulagið og verkferlarnir, er byggt upp á menntunar- og forvarnargildum. Í félagsmiðstöðvum starfar yfirleitt háskólamenntaður stjórnandi auk leiðbeinenda sem eru framúrskarandi fyrirmyndir á mörgum sviðum. Ein lykilfærni starfsfólksins er að mynda og viðhalda traust milli sín og unglinganna sem koma í félagsmiðstöðvarnar. Það er lykilforsenda þess að starfið gangi upp, því það er ekki mætingaskylda, né nokkrar aðrar kvaðir á þátttöku í starfinu. Félagsmiðstöðvum í Reykjavík virðist ganga ansi vel að byggja upp traust, því stór hluti unglinga mætir í félagsmiðstöðvarnar. Hinir eru flestir í það miklu íþróttastarfi að þeir komast ekki. Unglingarnir segja sjálfir, þegar rýnt er í starfsemina með könnunum, samtölum eða rýnihópum, að það besta við félagsmiðstöðina þeirra sé starfsfólkið. Það ætti að segja ýmislegt. Starfsfólk félagsmiðstöðva eru inni í málefnum unglinga Stundum kemur upp ágreiningur meðal unglinga sem getur brotist út á stórum viðburðum þar sem krakkar úr öllum hverfum koma saman. Slíkt gerist sjaldan, en það kemur þó fyrir. Vegna góðs samstarfs og reynds starfsfólks tekur það örskamma stund að kortleggja nákvæmlega hvaða unglingar koma hvaðan, hvað þeir heita, hverjir eru vinir hverra og hver baksaga ágreiningsins er. Þá er yfirleitt hægt að leysa vandann hratt með unglingunum sjálfum, foreldrum þeirra og öðrum viðeigandi aðilum. Þetta er hægt af því að unglingar treysta almennt starfsfólki félagsmiðstöðvanna, félagsmiðstöðvar eru í góðu samstarfi milli borgarhluta og stöðugt er leitast við að greina áhættuþætti í umhverfi unglinganna. Ég er ekki viss um að nokkur önnur starfsstétt geti með jafn skjótum hætti áttað sig á félagstengslum og unnið jafn fljótt úr málum. Forvarnir skila sér margfalt til baka Félagsmiðstöðvastarf gengur ekki einungis út á að halda böll, spila borðtennis eða leika sér. Félagsmiðstöðvastarf er geðheilbrigðisstarf, sáluhjálp, fyrsta hjálp, forvarnarstarf og menntunarstarf. Á sama tíma og það er afþreying og skemmtun. Sérsniðið af unglingunum sjálfum á eins lýðræðislegan hátt og mögulegt er hverju sinni. Við eigum að lyfta félagsmiðstöðvastarfi á þann stall sem því ber, tölum um gildi félagsmiðstöðvanna og gefum starfsfólki þeirra þá virðingu sem það á skilið. Fjölga heilsársstöðugildum og bæta aðstöðuna enda hafa félagsmiðstöðvar í fæstum tilfellum viðunandi húsnæði. Nái ég kjöri til borgarstjórnar í kosningunum í maí mun ég beita mér fyrir því af öllum krafti að styrkja rekstargrundvöll félagsmiðstöðvanna, því ég veit að það mun skila sér margfalt til baka út í samfélagið.Höfundur skipar 3. sæti á lista Vinstri grænna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Mest lesið Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Skoðun Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Sjá meira
Það er fáránlegt að félagsmiðstöðvar og starfsfólk þeirra þurfi stöðugt að réttlæta og útskýra tilvist sína. Að í hvert skipti sem talað er um stórbrotinn árangur í forvarnarstarfi sé yfirleitt einungis talað um skóla og íþróttastarf, en horft framhjá hlut félagsmiðstöðvanna. Eins og þær séu ekki til eða skipti ekki máli.Ein fjögurra grunnstoða forvarna Reykjavíkurborg hefur náð undraverðum árangri í forvörnum þannig að borgir um allan heim leitast við að feta sömu leið og við. Tölurnar tala sínu máli. Einungis um 5% unglinga hafa orðið drukknir í dag, miðað við 50% í kringum aldamótin 2000. Þessi undraverði árangur er ekki síst starfi félagsmiðstöðvanna að þakka og brautryðjenda á vettvangi frítímans. Samt heyrist allt of sjaldan talað um mikilvægi félagsmiðstöðvanna. Að taka virkan þátt í skipulögðu félagsmiðstöðvastarfi minnkar líkurnar á því að unglingar neyti áfengis eða vímuefna. Það er meðal annars vegna þess að umhverfi félagsmiðstöðva í Reykjavík, skipulagið og verkferlarnir, er byggt upp á menntunar- og forvarnargildum. Í félagsmiðstöðvum starfar yfirleitt háskólamenntaður stjórnandi auk leiðbeinenda sem eru framúrskarandi fyrirmyndir á mörgum sviðum. Ein lykilfærni starfsfólksins er að mynda og viðhalda traust milli sín og unglinganna sem koma í félagsmiðstöðvarnar. Það er lykilforsenda þess að starfið gangi upp, því það er ekki mætingaskylda, né nokkrar aðrar kvaðir á þátttöku í starfinu. Félagsmiðstöðvum í Reykjavík virðist ganga ansi vel að byggja upp traust, því stór hluti unglinga mætir í félagsmiðstöðvarnar. Hinir eru flestir í það miklu íþróttastarfi að þeir komast ekki. Unglingarnir segja sjálfir, þegar rýnt er í starfsemina með könnunum, samtölum eða rýnihópum, að það besta við félagsmiðstöðina þeirra sé starfsfólkið. Það ætti að segja ýmislegt. Starfsfólk félagsmiðstöðva eru inni í málefnum unglinga Stundum kemur upp ágreiningur meðal unglinga sem getur brotist út á stórum viðburðum þar sem krakkar úr öllum hverfum koma saman. Slíkt gerist sjaldan, en það kemur þó fyrir. Vegna góðs samstarfs og reynds starfsfólks tekur það örskamma stund að kortleggja nákvæmlega hvaða unglingar koma hvaðan, hvað þeir heita, hverjir eru vinir hverra og hver baksaga ágreiningsins er. Þá er yfirleitt hægt að leysa vandann hratt með unglingunum sjálfum, foreldrum þeirra og öðrum viðeigandi aðilum. Þetta er hægt af því að unglingar treysta almennt starfsfólki félagsmiðstöðvanna, félagsmiðstöðvar eru í góðu samstarfi milli borgarhluta og stöðugt er leitast við að greina áhættuþætti í umhverfi unglinganna. Ég er ekki viss um að nokkur önnur starfsstétt geti með jafn skjótum hætti áttað sig á félagstengslum og unnið jafn fljótt úr málum. Forvarnir skila sér margfalt til baka Félagsmiðstöðvastarf gengur ekki einungis út á að halda böll, spila borðtennis eða leika sér. Félagsmiðstöðvastarf er geðheilbrigðisstarf, sáluhjálp, fyrsta hjálp, forvarnarstarf og menntunarstarf. Á sama tíma og það er afþreying og skemmtun. Sérsniðið af unglingunum sjálfum á eins lýðræðislegan hátt og mögulegt er hverju sinni. Við eigum að lyfta félagsmiðstöðvastarfi á þann stall sem því ber, tölum um gildi félagsmiðstöðvanna og gefum starfsfólki þeirra þá virðingu sem það á skilið. Fjölga heilsársstöðugildum og bæta aðstöðuna enda hafa félagsmiðstöðvar í fæstum tilfellum viðunandi húsnæði. Nái ég kjöri til borgarstjórnar í kosningunum í maí mun ég beita mér fyrir því af öllum krafti að styrkja rekstargrundvöll félagsmiðstöðvanna, því ég veit að það mun skila sér margfalt til baka út í samfélagið.Höfundur skipar 3. sæti á lista Vinstri grænna í Reykjavík.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun