Hjarta Miðflokksins slær öflugt á Akureyri Sveinn Arnarsson skrifar 4. maí 2018 06:00 Miðflokkurinn fær fljúgandi start á Akureyri í skoðanakönnun. Vísir/ernir Gunnar Gíslason, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri, segir það liggja beinast við að ræða við L-lista um myndun nýs meirihluta að loknum kosningum ef úrslitin verða í líkingu við niðurstöðu könnunar Fréttablaðsins og frettabladid.is á fylgi flokkanna í bænum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er afar ánægður með að Miðflokkurinn mælist með mann inni þrátt fyrir að flokkurinn hafi ekki tilkynnt framboðslista. Könnun Fréttablaðsins mælir Sjálfstæðisflokkinn með fjóra fulltrúa og L-lista með tvo. Miðflokkur, Framsóknarflokkur, Samfylking, Píratar og Vinstri græn fá síðan öll einn fulltrúa hver. „Þetta var afar ánægjulegt að sjá að við mælumst með mann inni á Akureyri og höfum ekki enn farið af stað í kosningabaráttu og gefur okkur byr undir báða vængi,“ segir Sigmundur. „Við munum kynna lista með pompi og prakt um helgina og hefja kosningabaráttuna.“Sjá einnig: Miklar breytingar í vændum á AkureyriGunnar Gíslason fræðslustjóri AkureyriSigmundur segir Akureyri skipa stóran sess í Miðflokknum og að bærinn sé eitt höfuðvígi flokksins á landsvísu. „Ég bjó þarna í íbúð sem verið er að gera upp og mun líklega flytjast þangað aftur eftir lagfæringar. Einnig var eitt af fyrstu félögunum stofnað á Akureyri og mikið starf unnið þar. Því er þetta sérstaklega ánægjulegt fyrir okkur,“ bætir Sigmundur Davíð við. Verði þetta niðurstaða kosninganna geta L-listinn og Sjálfstæðisflokkurinn myndað meirihluta og er þetta eini möguleikinn á tveggja flokka meirihluta. Gunnari Gíslasyni þykir það ákjósanlegast í stöðunni. „Þetta er jákvæð skoðanakönnun og blæs okkur eldmóð í brjóst. Ég tel ákjósanlegast að reyna að mynda fyrst tveggja flokka meirihluta. Sjálfstæðisflokkurinn mun leggja það til að ég verði bæjarstjóri í slíkum meirihluta.“ Halla Björk Reynisdóttir, oddviti L-listans, er afar ánægð með það að flokkur hennar mælist með rúmlega 20 prósenta fylgi. „Þetta er það sem við ætlum okkur í kosningunum. Þetta er auðvitað bara skoðanakönnun en við erum afar ánægð með þetta,“ segir Halla. Hún vill ekki gefa út hvernig myndun meirihluta verður háttað og vill bíða úrslita kosninganna. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Tengdar fréttir Miklar breytingar eru í vændum á Akureyri Oddvitar framboðanna á Akureyri eru um margt sammála um hver stóru málin séu á næsta kjörtímabili. Tryggja skuli leikskólapláss og efla atvinnulífið í bænum. Ný könnun bendir til að nýr meirihluti taki við. 3. maí 2018 07:00 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Fleiri fréttir Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Sjá meira
Gunnar Gíslason, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri, segir það liggja beinast við að ræða við L-lista um myndun nýs meirihluta að loknum kosningum ef úrslitin verða í líkingu við niðurstöðu könnunar Fréttablaðsins og frettabladid.is á fylgi flokkanna í bænum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er afar ánægður með að Miðflokkurinn mælist með mann inni þrátt fyrir að flokkurinn hafi ekki tilkynnt framboðslista. Könnun Fréttablaðsins mælir Sjálfstæðisflokkinn með fjóra fulltrúa og L-lista með tvo. Miðflokkur, Framsóknarflokkur, Samfylking, Píratar og Vinstri græn fá síðan öll einn fulltrúa hver. „Þetta var afar ánægjulegt að sjá að við mælumst með mann inni á Akureyri og höfum ekki enn farið af stað í kosningabaráttu og gefur okkur byr undir báða vængi,“ segir Sigmundur. „Við munum kynna lista með pompi og prakt um helgina og hefja kosningabaráttuna.“Sjá einnig: Miklar breytingar í vændum á AkureyriGunnar Gíslason fræðslustjóri AkureyriSigmundur segir Akureyri skipa stóran sess í Miðflokknum og að bærinn sé eitt höfuðvígi flokksins á landsvísu. „Ég bjó þarna í íbúð sem verið er að gera upp og mun líklega flytjast þangað aftur eftir lagfæringar. Einnig var eitt af fyrstu félögunum stofnað á Akureyri og mikið starf unnið þar. Því er þetta sérstaklega ánægjulegt fyrir okkur,“ bætir Sigmundur Davíð við. Verði þetta niðurstaða kosninganna geta L-listinn og Sjálfstæðisflokkurinn myndað meirihluta og er þetta eini möguleikinn á tveggja flokka meirihluta. Gunnari Gíslasyni þykir það ákjósanlegast í stöðunni. „Þetta er jákvæð skoðanakönnun og blæs okkur eldmóð í brjóst. Ég tel ákjósanlegast að reyna að mynda fyrst tveggja flokka meirihluta. Sjálfstæðisflokkurinn mun leggja það til að ég verði bæjarstjóri í slíkum meirihluta.“ Halla Björk Reynisdóttir, oddviti L-listans, er afar ánægð með það að flokkur hennar mælist með rúmlega 20 prósenta fylgi. „Þetta er það sem við ætlum okkur í kosningunum. Þetta er auðvitað bara skoðanakönnun en við erum afar ánægð með þetta,“ segir Halla. Hún vill ekki gefa út hvernig myndun meirihluta verður háttað og vill bíða úrslita kosninganna.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Tengdar fréttir Miklar breytingar eru í vændum á Akureyri Oddvitar framboðanna á Akureyri eru um margt sammála um hver stóru málin séu á næsta kjörtímabili. Tryggja skuli leikskólapláss og efla atvinnulífið í bænum. Ný könnun bendir til að nýr meirihluti taki við. 3. maí 2018 07:00 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Fleiri fréttir Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Sjá meira
Miklar breytingar eru í vændum á Akureyri Oddvitar framboðanna á Akureyri eru um margt sammála um hver stóru málin séu á næsta kjörtímabili. Tryggja skuli leikskólapláss og efla atvinnulífið í bænum. Ný könnun bendir til að nýr meirihluti taki við. 3. maí 2018 07:00