Ástandið á Landspítala alvarlegt vegna ljósmæðradeilunnar að mati heilbrigðisráðherra Heimir Már Pétursson skrifar 3. maí 2018 21:00 Heilbrigðisráðherra segir ástandið á Landspítalanum nú þegar vera orðið alvarlegt vegna uppsagna ljósmæðra. Brýnt sé að ná víðtækri sátt um leiðréttingu launa kvennastétta og óskandi að niðurstaða fengist fyrir alþjóðlegan dag ljósmæðra á laugardag. Guðjón S. Brjánsson þingmaður Samfylkingarinnar lýsti áhyggjum af stöðu kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins í sérstakri umræðu um málið á Alþingi í dag. Þær nytu ekki framhaldsmenntunar sinnar að loknu hjúkrunarnámi, væru á þrískiptum vöktum og brotin væru á þeim lög um hvíldartíma. Tíu vikna kjaradeila þeirra fyrir þremur árum sæti enn í þeim. „Þær unnu vinnuna sína samkvæmt skyldu í því verkfalli en var neitað um laun. Þær fara ekki í verkfall í þetta sinn heldur boða uppsagnir. Þær gera sér ljóst að verkfall er bitlaust verkfæri í þeirra höndum þar sem þeim er gert að tryggja neyðarmönnun,” sagði Guðjón og spurði heilbrigðisráðherra hvort skýringanna á stöðu ljósmæðra væri ef til vill að leita í þeirri staðreynd að um hreina kvennastétt væri að ræða. „Erum við að upplifa það enn hæstvirtur ráðherra og kynsystir ljósmæðra að við séum enn að fá staðfest að sú mismunun sem við horfum upp á sé vegna kerfislægs kynjamisréttis,“ spurði þingmaðurinn. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði brýnt að bæta kjör kvennastétta. Hún hafi beitt sér fyrir samningum við ljósmæður í heimaþjónustu sem heyrðu undir hennar ráðuneyti en fjármálaráðherra færi með samninga við ljósmæður á Landspítalanum. „En hins vegar þá er það mín afstaða að þegar hnúturinn er orðinn svo harður sem raun ber vitni hér þarf að hugsa út fyrir boxið,“ sagði Svandís. Það væri ánægjulegt að þverpólitísk samstaða væri að myndast um leiðréttingu á kjörum stórra kvennastétta og stjórnvöld og verkalýðshreyfing þyrftu að vinna saman að því. En Guðjón beindi því til ráðherra að stuðla að því að hægt verði að fagna nýjum kjarasamningum á alþjóðlegum degi ljósmæðra á laugardag. „Staðan er alvarleg á Landspítalanum nú þegar og verður alvarlegri með hverjum deginum sem líður. það er staðan. Við getum náð niðurstöðu í þessari stöðu og eigum að gera það. Ég mun leggja mitt að mörkum svo það megi verða og það væri auðvitað mér sérstakt gleðiefni ef það gæti orðið á laugardaginn kemur á alþjóðlegum degi ljósmæðra,“ sagði Svandís Svavarsdóttir á Alþingi í dag. Alþingi Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira
Heilbrigðisráðherra segir ástandið á Landspítalanum nú þegar vera orðið alvarlegt vegna uppsagna ljósmæðra. Brýnt sé að ná víðtækri sátt um leiðréttingu launa kvennastétta og óskandi að niðurstaða fengist fyrir alþjóðlegan dag ljósmæðra á laugardag. Guðjón S. Brjánsson þingmaður Samfylkingarinnar lýsti áhyggjum af stöðu kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins í sérstakri umræðu um málið á Alþingi í dag. Þær nytu ekki framhaldsmenntunar sinnar að loknu hjúkrunarnámi, væru á þrískiptum vöktum og brotin væru á þeim lög um hvíldartíma. Tíu vikna kjaradeila þeirra fyrir þremur árum sæti enn í þeim. „Þær unnu vinnuna sína samkvæmt skyldu í því verkfalli en var neitað um laun. Þær fara ekki í verkfall í þetta sinn heldur boða uppsagnir. Þær gera sér ljóst að verkfall er bitlaust verkfæri í þeirra höndum þar sem þeim er gert að tryggja neyðarmönnun,” sagði Guðjón og spurði heilbrigðisráðherra hvort skýringanna á stöðu ljósmæðra væri ef til vill að leita í þeirri staðreynd að um hreina kvennastétt væri að ræða. „Erum við að upplifa það enn hæstvirtur ráðherra og kynsystir ljósmæðra að við séum enn að fá staðfest að sú mismunun sem við horfum upp á sé vegna kerfislægs kynjamisréttis,“ spurði þingmaðurinn. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði brýnt að bæta kjör kvennastétta. Hún hafi beitt sér fyrir samningum við ljósmæður í heimaþjónustu sem heyrðu undir hennar ráðuneyti en fjármálaráðherra færi með samninga við ljósmæður á Landspítalanum. „En hins vegar þá er það mín afstaða að þegar hnúturinn er orðinn svo harður sem raun ber vitni hér þarf að hugsa út fyrir boxið,“ sagði Svandís. Það væri ánægjulegt að þverpólitísk samstaða væri að myndast um leiðréttingu á kjörum stórra kvennastétta og stjórnvöld og verkalýðshreyfing þyrftu að vinna saman að því. En Guðjón beindi því til ráðherra að stuðla að því að hægt verði að fagna nýjum kjarasamningum á alþjóðlegum degi ljósmæðra á laugardag. „Staðan er alvarleg á Landspítalanum nú þegar og verður alvarlegri með hverjum deginum sem líður. það er staðan. Við getum náð niðurstöðu í þessari stöðu og eigum að gera það. Ég mun leggja mitt að mörkum svo það megi verða og það væri auðvitað mér sérstakt gleðiefni ef það gæti orðið á laugardaginn kemur á alþjóðlegum degi ljósmæðra,“ sagði Svandís Svavarsdóttir á Alþingi í dag.
Alþingi Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira