Heilbrigðisráðherra segir nauðsynlegt að skapa samstöðu um bætt kjör ljósmæðra Heimir Már Pétursson skrifar 3. maí 2018 14:06 Heilbrigðisráðherra segir nauðsynlegt að skapa þverpólitíska sátt um að bæta kjör kvennastétta. Hún styðji ljósmæður í þeirra baráttu fyrir bættum kjörum til samræmis við aðrar sambærilega hópa háskólamenntaðra starfsmanna en til að svo megi verða þurfi að mynda samstöðu með verkalýðshreyfingunni og stjórnvöldum. Guðjón S. Brjánsson þingmaður Samfylkingarinnar lýsti áhyggjum af stöðu kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins í sérstakri umræðu um málið á Alþingi í morgun. Sagði hann ljósmæður ekki fjölmenna stétt en aðeins væru 280 félagar í Ljóðsmæðrafélagi Íslands. Að jafnaði útskrifuðust tíu ljósmæður á ári en að meðaltali skiluðu sér einungis fjórar af þeim sér til starfa á Landspítalanum aðrar færu í önnur störf eins og í heilsugæslunni á landsbyggðinni. „Meira en helmingur hópsins er yfir fimmtugt. Í slítandi vaktavinnu tekur starfið toll. Það staðfesta fjölmargar uppsagnir undanfarinna vikna sem ekki munu ganga til baka. Þess utan sýnir reynslan að allt að 20 prósent starfsmanna skilar sér ekki aftur til starfa eftir óróleika sem þennan á vinnustað,“ sagði Guðjón.Guðjón Brjánsson, þingmaður Samfylkingarinnar.AlþingiLjósmæður væru á þrískiptum vöktum og brotin væru á þeim lög um hvíldartíma. Tíu vikna kjaradeila þeirra fyrir þremur árum sæti enn í þeim. „Þær gera sér ljóst að verkfall er bitlaust verkfæri í þeirra höndum þar sem þeim er gert að tryggja neyðarmönnun,“ sagði Guðjón. Þess vegna hafi margar ljósmæður gripið til uppsagna nú en ekki boðað til verkfalls. Spurði Guðjón Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra hvort skýringanna á stöðu ljósmæðra væri ef til vill að leita í þeirri staðreynd um um hreina kvennastétt væri að ræða. „Að við séum enn að fá staðfest að sú mismunun sem við horfum upp á sé vegna kerfislægs kynjamisréttis. Það er raunarlegt að horfa upp á þetta hróplega óréttlæti þegar horft er til samanburðarhópa úr háskólasamfélaginu,“ sagði Guðjón „Ég vil byrja á að taka fram að ég styð ljósmæður í baráttu sinni. Ljósmæður eru mikilvæg stétt sem hefur bætt við sig sérmenntun og reynslu sem þjóðfélagið þarf sannarlega á að halda. Það er ótækt að það hafi tekið svo langan tíma að semja við ljósmæður eins og raun ber vitni og áhyggjuefni að ljósmæður á Landspítala segi upp störfum,“ sagði Svandís. Svandís sagðist ekki hafa beinan aðgang að kjaraviðræðum ljósmæðra þar sem þær væru á könnu fjármálaráðherra en hún hefði engu að síður beitt sér fyrir lausn á deilunni. Á föstudag hafi hún beitt sér fyrir að samningar tækjust við sjálfstætt starfandi ljósmæður í heimaþjónustu en þeir samningar heyrðu undir heilbrigðisráðuneytið. „Hvað kvennastéttir í heilbrigðisþjónustu varðar sérstaklega er ég algerlega sammála málshefjanda. Það er brýnt að bæta kjör kvennastétta og það er mér mikið gleðiefni hér er smátt og smátt að myndast þverpólitísk sátt um það. Ábyrgð stjórnvalda í þessum efnum er mikil. En fleira þarf að sjálfsögðu að koma til. Verkalýðshreyfingin þarf að leggjast á árar með okkur sem og atvinnulífið og skapa þarf sátt um leiðréttingu stórra kvennastétta sem halda upp íslensku samfélagi. Atgerfisflótti hefur verið viðvarandi vandamál í fjölmennum stéttum í heilbrigðiskerfinu, til dæmis og sérstaklega hjá hjúkrunarfræðingum. Og það er mikið áhyggjuefni að slíkur flótti sé einna helst vandamál þegar um er að ræða stórar kvennastéttir,“ sagði Svandís Svavarsdóttir. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Heilbrigðisráðherra segir nauðsynlegt að skapa þverpólitíska sátt um að bæta kjör kvennastétta. Hún styðji ljósmæður í þeirra baráttu fyrir bættum kjörum til samræmis við aðrar sambærilega hópa háskólamenntaðra starfsmanna en til að svo megi verða þurfi að mynda samstöðu með verkalýðshreyfingunni og stjórnvöldum. Guðjón S. Brjánsson þingmaður Samfylkingarinnar lýsti áhyggjum af stöðu kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins í sérstakri umræðu um málið á Alþingi í morgun. Sagði hann ljósmæður ekki fjölmenna stétt en aðeins væru 280 félagar í Ljóðsmæðrafélagi Íslands. Að jafnaði útskrifuðust tíu ljósmæður á ári en að meðaltali skiluðu sér einungis fjórar af þeim sér til starfa á Landspítalanum aðrar færu í önnur störf eins og í heilsugæslunni á landsbyggðinni. „Meira en helmingur hópsins er yfir fimmtugt. Í slítandi vaktavinnu tekur starfið toll. Það staðfesta fjölmargar uppsagnir undanfarinna vikna sem ekki munu ganga til baka. Þess utan sýnir reynslan að allt að 20 prósent starfsmanna skilar sér ekki aftur til starfa eftir óróleika sem þennan á vinnustað,“ sagði Guðjón.Guðjón Brjánsson, þingmaður Samfylkingarinnar.AlþingiLjósmæður væru á þrískiptum vöktum og brotin væru á þeim lög um hvíldartíma. Tíu vikna kjaradeila þeirra fyrir þremur árum sæti enn í þeim. „Þær gera sér ljóst að verkfall er bitlaust verkfæri í þeirra höndum þar sem þeim er gert að tryggja neyðarmönnun,“ sagði Guðjón. Þess vegna hafi margar ljósmæður gripið til uppsagna nú en ekki boðað til verkfalls. Spurði Guðjón Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra hvort skýringanna á stöðu ljósmæðra væri ef til vill að leita í þeirri staðreynd um um hreina kvennastétt væri að ræða. „Að við séum enn að fá staðfest að sú mismunun sem við horfum upp á sé vegna kerfislægs kynjamisréttis. Það er raunarlegt að horfa upp á þetta hróplega óréttlæti þegar horft er til samanburðarhópa úr háskólasamfélaginu,“ sagði Guðjón „Ég vil byrja á að taka fram að ég styð ljósmæður í baráttu sinni. Ljósmæður eru mikilvæg stétt sem hefur bætt við sig sérmenntun og reynslu sem þjóðfélagið þarf sannarlega á að halda. Það er ótækt að það hafi tekið svo langan tíma að semja við ljósmæður eins og raun ber vitni og áhyggjuefni að ljósmæður á Landspítala segi upp störfum,“ sagði Svandís. Svandís sagðist ekki hafa beinan aðgang að kjaraviðræðum ljósmæðra þar sem þær væru á könnu fjármálaráðherra en hún hefði engu að síður beitt sér fyrir lausn á deilunni. Á föstudag hafi hún beitt sér fyrir að samningar tækjust við sjálfstætt starfandi ljósmæður í heimaþjónustu en þeir samningar heyrðu undir heilbrigðisráðuneytið. „Hvað kvennastéttir í heilbrigðisþjónustu varðar sérstaklega er ég algerlega sammála málshefjanda. Það er brýnt að bæta kjör kvennastétta og það er mér mikið gleðiefni hér er smátt og smátt að myndast þverpólitísk sátt um það. Ábyrgð stjórnvalda í þessum efnum er mikil. En fleira þarf að sjálfsögðu að koma til. Verkalýðshreyfingin þarf að leggjast á árar með okkur sem og atvinnulífið og skapa þarf sátt um leiðréttingu stórra kvennastétta sem halda upp íslensku samfélagi. Atgerfisflótti hefur verið viðvarandi vandamál í fjölmennum stéttum í heilbrigðiskerfinu, til dæmis og sérstaklega hjá hjúkrunarfræðingum. Og það er mikið áhyggjuefni að slíkur flótti sé einna helst vandamál þegar um er að ræða stórar kvennastéttir,“ sagði Svandís Svavarsdóttir.
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda