Weinstein hótaði að ráða Tarantino til að leikstýra Hringadróttinssögu Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. maí 2018 13:26 Kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein og leikstjórinn Quentin Tarantino ásamt leikkonunni Golshifteh Farahani. Vísir/Getty Kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein hótaði því að ráða leikstjórann Quentin Tarantino til að leikstýra kvikmynd byggðri á Hringadróttinssögu í stað leikstjórans Peters Jackson ef Jackson yrði ekki við kröfum Weinsteins um að gera eina tveggja klukkustunda langa kvikmynd eftir sögunni. Þetta kemur fram í nýútgefinni bók handritshöfundarins Ians Nathan, Anything You Can Imagine: Peter Jackson & The Making of Middle-Earth. Sjá einnig: Ashley Judd í mál við Harvey Weinstein Í bókinni er haft eftir framleiðanda, sem starfaði við kvikmyndina, að Weinstein hafi sagt Jackson að hann yrði að þjappa Hringadróttinssögu-handriti sínu niður í eina, tveggja klukkustunda kvikmynd. Ef Jackson yrði ekki við því sagðist Weinstein ætla að ráða áðurnefndan Tarantino eða leikstjórann John Madden í hans stað. Jackson sagði sjálfur að Hringadróttinssögukvikmynd eftir uppskrift Weinsteins hefði valdið hverjum einasta aðdáanda vonbrigðum. Þá hefði auk þess þurft að stroka út persónur á borð við Jóvin og Sarúman og þá hefði Hjálmsdýpi einnig þurft að víkja. Á endanum náðist að sannfæra Weinstein um að leyfa Jackson að selja öðru kvikmyndaveri réttinn að handritinu. Framleiðslufyrirtækið New Line Cinema var á endanum hlutskarpast og framleiddi þrjár kvikmyndir eftir sögu J.R.R. Tolkiens eins og frægt er orðið: Föruneyti hringsins, Tveggja turna tal og Hilmi snýr heim. Jackson sagði í viðtali í desember síðastliðnum að hann telji að Weinstein og bróðir hans hafi vísvitandi talað illa um tilteknar leikkonur, þar á meðal Miu Sorvino og Ashley Judd, vegna þess að þær höfðu hafnað Weinstein kynferðislega. Jackson sagði enn fremur að fulltrúar Miramax hafi sagt við hann árið 1998 að það væri ómögulegt að vinna með þeim og að hann ætti að forðast þær eins og heitan eldinn. Jackson hafði þá áhuga á því að fá þær til að leika í Hringadróttinssöguþríleiknum. Bíó og sjónvarp Mál Harvey Weinstein Hollywood Tengdar fréttir Hera Hilmarsdóttir leikur aðalhlutverk í nýrri mynd Peter Jackson Leikkonan Hera Hilmarsdóttir mun leika aðalkvenhlutverk nýjustu myndar óskarsverðlaunahafans Peter Jackson. 7. febrúar 2017 12:42 Hringadróttinssaga á 90 sekúndum Mashable bjó til 90 sekúndna samantekt sem getur sett fólk inn í annars flókinn söguþráð. 8. júlí 2014 20:00 Umfjöllun um Harvey Weinstein hlaut Pulitzer-verðlaunin Umfjöllunin leiddi til þess að Weinstein var útskúfaður úr kvikmyndabransanum en fjöldi kvenna steig fram og lýsti ýmist kynferðislegu áreiti eða ofbeldi Weinstein í þeirra garð. 16. apríl 2018 23:40 Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Lífið Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein hótaði því að ráða leikstjórann Quentin Tarantino til að leikstýra kvikmynd byggðri á Hringadróttinssögu í stað leikstjórans Peters Jackson ef Jackson yrði ekki við kröfum Weinsteins um að gera eina tveggja klukkustunda langa kvikmynd eftir sögunni. Þetta kemur fram í nýútgefinni bók handritshöfundarins Ians Nathan, Anything You Can Imagine: Peter Jackson & The Making of Middle-Earth. Sjá einnig: Ashley Judd í mál við Harvey Weinstein Í bókinni er haft eftir framleiðanda, sem starfaði við kvikmyndina, að Weinstein hafi sagt Jackson að hann yrði að þjappa Hringadróttinssögu-handriti sínu niður í eina, tveggja klukkustunda kvikmynd. Ef Jackson yrði ekki við því sagðist Weinstein ætla að ráða áðurnefndan Tarantino eða leikstjórann John Madden í hans stað. Jackson sagði sjálfur að Hringadróttinssögukvikmynd eftir uppskrift Weinsteins hefði valdið hverjum einasta aðdáanda vonbrigðum. Þá hefði auk þess þurft að stroka út persónur á borð við Jóvin og Sarúman og þá hefði Hjálmsdýpi einnig þurft að víkja. Á endanum náðist að sannfæra Weinstein um að leyfa Jackson að selja öðru kvikmyndaveri réttinn að handritinu. Framleiðslufyrirtækið New Line Cinema var á endanum hlutskarpast og framleiddi þrjár kvikmyndir eftir sögu J.R.R. Tolkiens eins og frægt er orðið: Föruneyti hringsins, Tveggja turna tal og Hilmi snýr heim. Jackson sagði í viðtali í desember síðastliðnum að hann telji að Weinstein og bróðir hans hafi vísvitandi talað illa um tilteknar leikkonur, þar á meðal Miu Sorvino og Ashley Judd, vegna þess að þær höfðu hafnað Weinstein kynferðislega. Jackson sagði enn fremur að fulltrúar Miramax hafi sagt við hann árið 1998 að það væri ómögulegt að vinna með þeim og að hann ætti að forðast þær eins og heitan eldinn. Jackson hafði þá áhuga á því að fá þær til að leika í Hringadróttinssöguþríleiknum.
Bíó og sjónvarp Mál Harvey Weinstein Hollywood Tengdar fréttir Hera Hilmarsdóttir leikur aðalhlutverk í nýrri mynd Peter Jackson Leikkonan Hera Hilmarsdóttir mun leika aðalkvenhlutverk nýjustu myndar óskarsverðlaunahafans Peter Jackson. 7. febrúar 2017 12:42 Hringadróttinssaga á 90 sekúndum Mashable bjó til 90 sekúndna samantekt sem getur sett fólk inn í annars flókinn söguþráð. 8. júlí 2014 20:00 Umfjöllun um Harvey Weinstein hlaut Pulitzer-verðlaunin Umfjöllunin leiddi til þess að Weinstein var útskúfaður úr kvikmyndabransanum en fjöldi kvenna steig fram og lýsti ýmist kynferðislegu áreiti eða ofbeldi Weinstein í þeirra garð. 16. apríl 2018 23:40 Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Lífið Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Hera Hilmarsdóttir leikur aðalhlutverk í nýrri mynd Peter Jackson Leikkonan Hera Hilmarsdóttir mun leika aðalkvenhlutverk nýjustu myndar óskarsverðlaunahafans Peter Jackson. 7. febrúar 2017 12:42
Hringadróttinssaga á 90 sekúndum Mashable bjó til 90 sekúndna samantekt sem getur sett fólk inn í annars flókinn söguþráð. 8. júlí 2014 20:00
Umfjöllun um Harvey Weinstein hlaut Pulitzer-verðlaunin Umfjöllunin leiddi til þess að Weinstein var útskúfaður úr kvikmyndabransanum en fjöldi kvenna steig fram og lýsti ýmist kynferðislegu áreiti eða ofbeldi Weinstein í þeirra garð. 16. apríl 2018 23:40