Skrefið áfram í umhverfismálum Kristinn Logi Auðunsson skrifar 3. maí 2018 06:15 Sem Íslendingur í námi, tengdu umhverfi, auðlyndum og nýtingu þeirra, í Bandaríkjunum, er fátt skemmtilegra en að vera spurður af samnemendum mínum út í umhverfismál hér á landi. Klassísk spurning er til dæmis hvað hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa sé á Íslandi, viðbrögðin, þegar ég svara að það sé u.þ.b. 99.9%, keyra svo duglega upp í mér föðurlandshrokann. En þó að við séum nógu framarlega í umhverfismálum til að ég geti montað mig af því af og til, er helling sem gera mætti mun betur. Það stærsta sem ég trúi að þurfi að gerast í umhverfismálum hér á landi, er grundavallar hugarfarsbreyting. Eftir að hafa búið í vesturríkjum Bandaríkjana í tvo vetur, hef ég tekið eftir því að hugarfar flestra í umhverfismálum, hérlendis, þótt ótrúlegt megi virðast, er töluvert öflugra heldur en stórs hluta Íslendinga. Þetta gæti haft mikið með það að gera, hve lítið hinn venjulegi Íslendingur finni fyrir áhrifum loftlagsbreytinga og annara afleiðinga neyslusamfélagsins, og erfitt sé að fá fólk til að breyta hegðunn sinni vegna einhvers sem er utan reynslu þeirra. Þökk heppilegrar legu landsins og náttúruskilyrða, þurfa Íslendingar lítið að hafa áhyggjur af þurrkum, skógareldum, og uppskerubrest, sem hrjáir stóra hluta heimsins. En þeir kunningjar mínir hér sem hafa, til dæmis, alist upp við þurrka Kaliforníu, eða skógarelda Colorado eru mun meðvitaðari um umhverfismál. Því má segja að það sé ákveðið lúxusvandamál fólgið í heppni íslendinga. Á dögunum hlýddi ég á stefnuræðu fyrrverandi forsætisráðherra, Sigmundar Davíðs, á landsfundi Miðflokksins. Þar talaði hann fyrir breyttri hugsun í umhverfismálun, lausnamiðaðri en ekki kerfismiðaðri. Hann tók sem dæmi að nýta þyrfti taupoka 173 sinnum til þess að umhverfisvænna væri að nýta hann heldur enn plastpoka. Því væri lausnin ekki fólgin í að banna notkun plastpoka, heldur fara hinn gullna milliveg. Ég tel þó að lausnin sé ekki að finna leiðir til þess að hægt sé að halda áfram núverandi hugarfari, skammtímahugsunar og neysluhyggju, sem byggð er á neyslu einnota og lífsskammra vara. Þvert á móti þurfum við að gangast undir alsherjar hugarfarsbreytingu. Ekki þarf að líta langt aftur í tímann til að sjá að Íslendingar hafa almennt nýtt flesta hluti til hins ýtrasta, og hugsað um hvað við eyðum fjármagni í út frá nytsemi. Til að mynda notaði langamma mín sama burðarpokann til innkaupa á meðan ég man eftir mér. Þótt við lifum við allt aðrar efnahagsaðstæður í dag, en þegar hún var að alast upp, og eigum efnahagslega séð efni á að hugsa öðruvís, þá eigum við lífeðlislega ekki efni á þeirri neyslu sem við stundum. Ef allar þjóðir myndu ganga á auðlyndir og farmleiðslu jarðarinna jafnt og við Íslendingar, myndi jörðin þrufa að vera 6.5 sinnum afkastameiri. Við þurfum að nýta tæki og tól lengur, hætta þeim vana að nýta einnota hluti og almennt hugsa betur um það hvað við þurfum og þurfum ekki. Það er ekki aðeins umhverfisvænna, heldur einnig hagkvæmara. Það getur oft verið erfitt að sjá fyrir sér afleiðingar aðgerða sinna á Íslandi, þar sem við finnum vart fyrir þeim. En samt sem áður ættum við að hafa fulla ástæðu til að hafa áhyggjur. Til að mynda er magn örplasts í höfum heimsin, mest í Norður-Atlantshafi. Þó svo að Íslendingar séu lítil þjóð og hafi kannski ekki mikil bein áhrif á loftlagsbreytingar og önnur umhverfisvandamál, erum við fyrirmynd fyrir margar aðrar þjóðir. Við eigum að vera leiðandi í þessum efnum, og því tel ég að næsta skref sé að tileinka okkur nýtt hugarfar, byggt á minni sóun og betri nýtingu. Samfélag framtíðarinnar er sjálfbært og sóunarlaust, og Ísland hefur alla burði til að leiða þróun heimsins í þá átt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Mest lesið Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Sem Íslendingur í námi, tengdu umhverfi, auðlyndum og nýtingu þeirra, í Bandaríkjunum, er fátt skemmtilegra en að vera spurður af samnemendum mínum út í umhverfismál hér á landi. Klassísk spurning er til dæmis hvað hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa sé á Íslandi, viðbrögðin, þegar ég svara að það sé u.þ.b. 99.9%, keyra svo duglega upp í mér föðurlandshrokann. En þó að við séum nógu framarlega í umhverfismálum til að ég geti montað mig af því af og til, er helling sem gera mætti mun betur. Það stærsta sem ég trúi að þurfi að gerast í umhverfismálum hér á landi, er grundavallar hugarfarsbreyting. Eftir að hafa búið í vesturríkjum Bandaríkjana í tvo vetur, hef ég tekið eftir því að hugarfar flestra í umhverfismálum, hérlendis, þótt ótrúlegt megi virðast, er töluvert öflugra heldur en stórs hluta Íslendinga. Þetta gæti haft mikið með það að gera, hve lítið hinn venjulegi Íslendingur finni fyrir áhrifum loftlagsbreytinga og annara afleiðinga neyslusamfélagsins, og erfitt sé að fá fólk til að breyta hegðunn sinni vegna einhvers sem er utan reynslu þeirra. Þökk heppilegrar legu landsins og náttúruskilyrða, þurfa Íslendingar lítið að hafa áhyggjur af þurrkum, skógareldum, og uppskerubrest, sem hrjáir stóra hluta heimsins. En þeir kunningjar mínir hér sem hafa, til dæmis, alist upp við þurrka Kaliforníu, eða skógarelda Colorado eru mun meðvitaðari um umhverfismál. Því má segja að það sé ákveðið lúxusvandamál fólgið í heppni íslendinga. Á dögunum hlýddi ég á stefnuræðu fyrrverandi forsætisráðherra, Sigmundar Davíðs, á landsfundi Miðflokksins. Þar talaði hann fyrir breyttri hugsun í umhverfismálun, lausnamiðaðri en ekki kerfismiðaðri. Hann tók sem dæmi að nýta þyrfti taupoka 173 sinnum til þess að umhverfisvænna væri að nýta hann heldur enn plastpoka. Því væri lausnin ekki fólgin í að banna notkun plastpoka, heldur fara hinn gullna milliveg. Ég tel þó að lausnin sé ekki að finna leiðir til þess að hægt sé að halda áfram núverandi hugarfari, skammtímahugsunar og neysluhyggju, sem byggð er á neyslu einnota og lífsskammra vara. Þvert á móti þurfum við að gangast undir alsherjar hugarfarsbreytingu. Ekki þarf að líta langt aftur í tímann til að sjá að Íslendingar hafa almennt nýtt flesta hluti til hins ýtrasta, og hugsað um hvað við eyðum fjármagni í út frá nytsemi. Til að mynda notaði langamma mín sama burðarpokann til innkaupa á meðan ég man eftir mér. Þótt við lifum við allt aðrar efnahagsaðstæður í dag, en þegar hún var að alast upp, og eigum efnahagslega séð efni á að hugsa öðruvís, þá eigum við lífeðlislega ekki efni á þeirri neyslu sem við stundum. Ef allar þjóðir myndu ganga á auðlyndir og farmleiðslu jarðarinna jafnt og við Íslendingar, myndi jörðin þrufa að vera 6.5 sinnum afkastameiri. Við þurfum að nýta tæki og tól lengur, hætta þeim vana að nýta einnota hluti og almennt hugsa betur um það hvað við þurfum og þurfum ekki. Það er ekki aðeins umhverfisvænna, heldur einnig hagkvæmara. Það getur oft verið erfitt að sjá fyrir sér afleiðingar aðgerða sinna á Íslandi, þar sem við finnum vart fyrir þeim. En samt sem áður ættum við að hafa fulla ástæðu til að hafa áhyggjur. Til að mynda er magn örplasts í höfum heimsin, mest í Norður-Atlantshafi. Þó svo að Íslendingar séu lítil þjóð og hafi kannski ekki mikil bein áhrif á loftlagsbreytingar og önnur umhverfisvandamál, erum við fyrirmynd fyrir margar aðrar þjóðir. Við eigum að vera leiðandi í þessum efnum, og því tel ég að næsta skref sé að tileinka okkur nýtt hugarfar, byggt á minni sóun og betri nýtingu. Samfélag framtíðarinnar er sjálfbært og sóunarlaust, og Ísland hefur alla burði til að leiða þróun heimsins í þá átt.
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun