Verður að fara rétt með hinn brottfellda bókstaf Benedikt Bóas skrifar 3. maí 2018 07:00 Z-an sést æ sjaldnar á prenti. Vísir/GVA Stafurinn z var einu sinni hluti af stafrófinu en var tekinn út árið 1973 vegna þess að z er í íslensku borið fram eins og s og þótti því ástæða til að einfalda stafsetningu. Samtímis var rætt um að fella út y og ý en ekki náðist samstaða um það. Ekki var einhugur um málið á Alþingi og flutti Sverrir Hermannsson þrumuræðu þar sem hann kom bókstafnum til varnar. Sagði hann meðal annars; „Það er nauðsynlegt að fá sem gleggstar upplýsingar um alla þætti þessa máls, því að greinilega er með því vegið að íslensku ritmáli og úr launsátri.“ Þá benti Sverrir á að nokkrir sem hefðu komið að því að reyna að útrýma bókstafnum myndu sjálfir ætla að rita z þegar það ætti við. „Nú á að gera tilraun á Íslendingum. Nú hyggja launsátursmenn, að kunni að vera lag, og því skal róið. Könnuð skulu viðbrögð almennings í velferðarþjóðfélaginu. Kanna skal, hvort hann er ekki daufdumbur orðinn fyrir öllu öðru en brauði og leikjum, einnig hvort t.d. alþm. hafa ekki áreiðanlega asklokið fyrir himin. Z hefur aldrei verið og er ekki heldur þessum mönnum neitt aðalatriði. Þeir verða að fikra sig áfram að þeirri aðferð, að ritað skuli eftir framburði. Og þá er feitari gelti að flá en z, og þar á ég t.d. við y. Ef þessi tilraun með z heppnast vel, þá er að snúa sér að stóru verkefnunum og þá fyrst og fremst að y. Meðan þrætan stóð um íslenskar ritreglur í 150 ár eða þ.u.b., var endurskoðunarsinnum öllum miklu meira í nöp við y en z.“Ólafur Stephensen.Ólafur Stephensen, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins og Fréttablaðsins og núverandi framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, er einn af þeim sem nota z-una. „Mér finnst rétt að nota hana,“ segir Ólafur. „Hún er aflögð rétt áður en ég byrja í Ísaksskóla. Ég las mikið af bókum sem krakki sem voru stafsettar upp á z. Sem unglingur fór ég að velta fyrir mér reglunum og myndaði mér þá skoðun að þetta hefði verið misráðið hjá Magnúsi Torfa Ólafssyni, þáverandi menntamálaráðherra, sem lagði til afnám z. Reglurnar eru einfaldar og rökréttar og í menntaskóla fór ég að prófa mig áfram en íslenskukennarar mínir sögðu að ég fengi villu fyrir að nota bókstafinn, þó sumir hvísluðu að mér að þetta væri gott hjá mér. En þeir vildu ekki að ég notaði z í ritgerðum og stílum. Þegar ég var sloppinn úr menntaskóla fór ég að nota bókstafinn í skrifum mínum,“ segir Ólafur. Hann segir að nokkrir aðrir noti enn hinn bannaða bókstaf en þeir séu þó ekki margir. „Menn þurfa að vanda sig. Það fer í taugarnar á mér þegar fólk skrifar z en fer ekki rétt með bókstafinn.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Fleiri fréttir Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Sjá meira
Stafurinn z var einu sinni hluti af stafrófinu en var tekinn út árið 1973 vegna þess að z er í íslensku borið fram eins og s og þótti því ástæða til að einfalda stafsetningu. Samtímis var rætt um að fella út y og ý en ekki náðist samstaða um það. Ekki var einhugur um málið á Alþingi og flutti Sverrir Hermannsson þrumuræðu þar sem hann kom bókstafnum til varnar. Sagði hann meðal annars; „Það er nauðsynlegt að fá sem gleggstar upplýsingar um alla þætti þessa máls, því að greinilega er með því vegið að íslensku ritmáli og úr launsátri.“ Þá benti Sverrir á að nokkrir sem hefðu komið að því að reyna að útrýma bókstafnum myndu sjálfir ætla að rita z þegar það ætti við. „Nú á að gera tilraun á Íslendingum. Nú hyggja launsátursmenn, að kunni að vera lag, og því skal róið. Könnuð skulu viðbrögð almennings í velferðarþjóðfélaginu. Kanna skal, hvort hann er ekki daufdumbur orðinn fyrir öllu öðru en brauði og leikjum, einnig hvort t.d. alþm. hafa ekki áreiðanlega asklokið fyrir himin. Z hefur aldrei verið og er ekki heldur þessum mönnum neitt aðalatriði. Þeir verða að fikra sig áfram að þeirri aðferð, að ritað skuli eftir framburði. Og þá er feitari gelti að flá en z, og þar á ég t.d. við y. Ef þessi tilraun með z heppnast vel, þá er að snúa sér að stóru verkefnunum og þá fyrst og fremst að y. Meðan þrætan stóð um íslenskar ritreglur í 150 ár eða þ.u.b., var endurskoðunarsinnum öllum miklu meira í nöp við y en z.“Ólafur Stephensen.Ólafur Stephensen, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins og Fréttablaðsins og núverandi framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, er einn af þeim sem nota z-una. „Mér finnst rétt að nota hana,“ segir Ólafur. „Hún er aflögð rétt áður en ég byrja í Ísaksskóla. Ég las mikið af bókum sem krakki sem voru stafsettar upp á z. Sem unglingur fór ég að velta fyrir mér reglunum og myndaði mér þá skoðun að þetta hefði verið misráðið hjá Magnúsi Torfa Ólafssyni, þáverandi menntamálaráðherra, sem lagði til afnám z. Reglurnar eru einfaldar og rökréttar og í menntaskóla fór ég að prófa mig áfram en íslenskukennarar mínir sögðu að ég fengi villu fyrir að nota bókstafinn, þó sumir hvísluðu að mér að þetta væri gott hjá mér. En þeir vildu ekki að ég notaði z í ritgerðum og stílum. Þegar ég var sloppinn úr menntaskóla fór ég að nota bókstafinn í skrifum mínum,“ segir Ólafur. Hann segir að nokkrir aðrir noti enn hinn bannaða bókstaf en þeir séu þó ekki margir. „Menn þurfa að vanda sig. Það fer í taugarnar á mér þegar fólk skrifar z en fer ekki rétt með bókstafinn.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Fleiri fréttir Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Sjá meira