Verður að fara rétt með hinn brottfellda bókstaf Benedikt Bóas skrifar 3. maí 2018 07:00 Z-an sést æ sjaldnar á prenti. Vísir/GVA Stafurinn z var einu sinni hluti af stafrófinu en var tekinn út árið 1973 vegna þess að z er í íslensku borið fram eins og s og þótti því ástæða til að einfalda stafsetningu. Samtímis var rætt um að fella út y og ý en ekki náðist samstaða um það. Ekki var einhugur um málið á Alþingi og flutti Sverrir Hermannsson þrumuræðu þar sem hann kom bókstafnum til varnar. Sagði hann meðal annars; „Það er nauðsynlegt að fá sem gleggstar upplýsingar um alla þætti þessa máls, því að greinilega er með því vegið að íslensku ritmáli og úr launsátri.“ Þá benti Sverrir á að nokkrir sem hefðu komið að því að reyna að útrýma bókstafnum myndu sjálfir ætla að rita z þegar það ætti við. „Nú á að gera tilraun á Íslendingum. Nú hyggja launsátursmenn, að kunni að vera lag, og því skal róið. Könnuð skulu viðbrögð almennings í velferðarþjóðfélaginu. Kanna skal, hvort hann er ekki daufdumbur orðinn fyrir öllu öðru en brauði og leikjum, einnig hvort t.d. alþm. hafa ekki áreiðanlega asklokið fyrir himin. Z hefur aldrei verið og er ekki heldur þessum mönnum neitt aðalatriði. Þeir verða að fikra sig áfram að þeirri aðferð, að ritað skuli eftir framburði. Og þá er feitari gelti að flá en z, og þar á ég t.d. við y. Ef þessi tilraun með z heppnast vel, þá er að snúa sér að stóru verkefnunum og þá fyrst og fremst að y. Meðan þrætan stóð um íslenskar ritreglur í 150 ár eða þ.u.b., var endurskoðunarsinnum öllum miklu meira í nöp við y en z.“Ólafur Stephensen.Ólafur Stephensen, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins og Fréttablaðsins og núverandi framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, er einn af þeim sem nota z-una. „Mér finnst rétt að nota hana,“ segir Ólafur. „Hún er aflögð rétt áður en ég byrja í Ísaksskóla. Ég las mikið af bókum sem krakki sem voru stafsettar upp á z. Sem unglingur fór ég að velta fyrir mér reglunum og myndaði mér þá skoðun að þetta hefði verið misráðið hjá Magnúsi Torfa Ólafssyni, þáverandi menntamálaráðherra, sem lagði til afnám z. Reglurnar eru einfaldar og rökréttar og í menntaskóla fór ég að prófa mig áfram en íslenskukennarar mínir sögðu að ég fengi villu fyrir að nota bókstafinn, þó sumir hvísluðu að mér að þetta væri gott hjá mér. En þeir vildu ekki að ég notaði z í ritgerðum og stílum. Þegar ég var sloppinn úr menntaskóla fór ég að nota bókstafinn í skrifum mínum,“ segir Ólafur. Hann segir að nokkrir aðrir noti enn hinn bannaða bókstaf en þeir séu þó ekki margir. „Menn þurfa að vanda sig. Það fer í taugarnar á mér þegar fólk skrifar z en fer ekki rétt með bókstafinn.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Hannes í víking með gamansama glæpamynd Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Sjá meira
Stafurinn z var einu sinni hluti af stafrófinu en var tekinn út árið 1973 vegna þess að z er í íslensku borið fram eins og s og þótti því ástæða til að einfalda stafsetningu. Samtímis var rætt um að fella út y og ý en ekki náðist samstaða um það. Ekki var einhugur um málið á Alþingi og flutti Sverrir Hermannsson þrumuræðu þar sem hann kom bókstafnum til varnar. Sagði hann meðal annars; „Það er nauðsynlegt að fá sem gleggstar upplýsingar um alla þætti þessa máls, því að greinilega er með því vegið að íslensku ritmáli og úr launsátri.“ Þá benti Sverrir á að nokkrir sem hefðu komið að því að reyna að útrýma bókstafnum myndu sjálfir ætla að rita z þegar það ætti við. „Nú á að gera tilraun á Íslendingum. Nú hyggja launsátursmenn, að kunni að vera lag, og því skal róið. Könnuð skulu viðbrögð almennings í velferðarþjóðfélaginu. Kanna skal, hvort hann er ekki daufdumbur orðinn fyrir öllu öðru en brauði og leikjum, einnig hvort t.d. alþm. hafa ekki áreiðanlega asklokið fyrir himin. Z hefur aldrei verið og er ekki heldur þessum mönnum neitt aðalatriði. Þeir verða að fikra sig áfram að þeirri aðferð, að ritað skuli eftir framburði. Og þá er feitari gelti að flá en z, og þar á ég t.d. við y. Ef þessi tilraun með z heppnast vel, þá er að snúa sér að stóru verkefnunum og þá fyrst og fremst að y. Meðan þrætan stóð um íslenskar ritreglur í 150 ár eða þ.u.b., var endurskoðunarsinnum öllum miklu meira í nöp við y en z.“Ólafur Stephensen.Ólafur Stephensen, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins og Fréttablaðsins og núverandi framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, er einn af þeim sem nota z-una. „Mér finnst rétt að nota hana,“ segir Ólafur. „Hún er aflögð rétt áður en ég byrja í Ísaksskóla. Ég las mikið af bókum sem krakki sem voru stafsettar upp á z. Sem unglingur fór ég að velta fyrir mér reglunum og myndaði mér þá skoðun að þetta hefði verið misráðið hjá Magnúsi Torfa Ólafssyni, þáverandi menntamálaráðherra, sem lagði til afnám z. Reglurnar eru einfaldar og rökréttar og í menntaskóla fór ég að prófa mig áfram en íslenskukennarar mínir sögðu að ég fengi villu fyrir að nota bókstafinn, þó sumir hvísluðu að mér að þetta væri gott hjá mér. En þeir vildu ekki að ég notaði z í ritgerðum og stílum. Þegar ég var sloppinn úr menntaskóla fór ég að nota bókstafinn í skrifum mínum,“ segir Ólafur. Hann segir að nokkrir aðrir noti enn hinn bannaða bókstaf en þeir séu þó ekki margir. „Menn þurfa að vanda sig. Það fer í taugarnar á mér þegar fólk skrifar z en fer ekki rétt með bókstafinn.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Hannes í víking með gamansama glæpamynd Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Sjá meira