Framsókn gegn vaxandi kvíða og þunglyndi Bergþór Smári Pálmason Sighvats skrifar 3. maí 2018 07:00 Við Íslendingar eigum hér um bil met í því að setja börnin okkar á þunglyndislyf. Við byrjum að setja 5 ára börn á lyf því þeim líður illa. Þunglyndislyf hjá börnum undir 14 ára þekkist varla í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við þannig að við erum að gera eitthvað rangt. Vaxandi kvíði og þunglyndi meðal barnanna okkar er virkilegt vandamál. Það hefur verið í umræðunni að allt of margt ungt fólk er að koma úr skólakerfinu okkar með brotið sjálfsálit. Ástæðurnar á bak við þetta eru margþættar, prófkvíði reynist þeim um megn, stress frá félagslífinu og umhverfinu, heimilislífinu er ábótavant, samfélagsmiðlar anda ofan í hálsmálið á þeim, einelti, félagsfælni, laskað sjálfstraust, vanþekking og fáfræði foreldra og kennara á vandamálinu eða einhver setti ekki „Like“ á nýjustu Facebook-færsluna. Hver sem ástæðan er þá er vandinn til staðar. Við erum að horfa á gríðarlega fjölgun ungra öryrkja sökum geðrænna kvilla. Börnin okkar eru að verða félagsfælin, kvíðin og þau skortir sjálfstraust. Við erum dugleg að tala um vandamálið en hver er lausnin? Við verðum að vera framsækin í vitundarvakningu á þunglyndi. Fræðslufundir og námskeið verða að vera aðgengileg fyrir börnin sem og foreldra þeirra. Margir foreldrar eru ekki meðvitaðir um vandamálið fyrr en það er orðið of seint og það er vandamál út af fyrir sig. Mörg börn sem eru þunglynd eru heldur ekki meðvituð um það, þau færa rök fyrir hugsunum sínum og sannfæra sjálf sig um það að það sé allt í lagi að hata sjálfan sig, það sé eðlilegt. En það er ekkert eðlilegt við það að líta á sjálfan sig sem eitthvert úrhrak. Það skortir almenna þekkingu á þunglyndi og hvernig hugarheimur þunglyndra virkar. Það sem þarf að gera er að grípa barnið áður en þunglyndið festir sig í sessi. Við verðum að skima skólastofur og greina börnin hraðar og verðum að vanda til verks. Við verðum að vera vakandi fyrir áhættueinkennum og kunna að taka eftir þeim. Við verðum að hlúa að börnunum okkar. Börnin eru okkar dýrmætasta auðlind, þau sem eiga eftir að taka við af okkur.Höfundur er í 6. sæti á lista Framsóknar í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Mest lesið Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Við Íslendingar eigum hér um bil met í því að setja börnin okkar á þunglyndislyf. Við byrjum að setja 5 ára börn á lyf því þeim líður illa. Þunglyndislyf hjá börnum undir 14 ára þekkist varla í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við þannig að við erum að gera eitthvað rangt. Vaxandi kvíði og þunglyndi meðal barnanna okkar er virkilegt vandamál. Það hefur verið í umræðunni að allt of margt ungt fólk er að koma úr skólakerfinu okkar með brotið sjálfsálit. Ástæðurnar á bak við þetta eru margþættar, prófkvíði reynist þeim um megn, stress frá félagslífinu og umhverfinu, heimilislífinu er ábótavant, samfélagsmiðlar anda ofan í hálsmálið á þeim, einelti, félagsfælni, laskað sjálfstraust, vanþekking og fáfræði foreldra og kennara á vandamálinu eða einhver setti ekki „Like“ á nýjustu Facebook-færsluna. Hver sem ástæðan er þá er vandinn til staðar. Við erum að horfa á gríðarlega fjölgun ungra öryrkja sökum geðrænna kvilla. Börnin okkar eru að verða félagsfælin, kvíðin og þau skortir sjálfstraust. Við erum dugleg að tala um vandamálið en hver er lausnin? Við verðum að vera framsækin í vitundarvakningu á þunglyndi. Fræðslufundir og námskeið verða að vera aðgengileg fyrir börnin sem og foreldra þeirra. Margir foreldrar eru ekki meðvitaðir um vandamálið fyrr en það er orðið of seint og það er vandamál út af fyrir sig. Mörg börn sem eru þunglynd eru heldur ekki meðvituð um það, þau færa rök fyrir hugsunum sínum og sannfæra sjálf sig um það að það sé allt í lagi að hata sjálfan sig, það sé eðlilegt. En það er ekkert eðlilegt við það að líta á sjálfan sig sem eitthvert úrhrak. Það skortir almenna þekkingu á þunglyndi og hvernig hugarheimur þunglyndra virkar. Það sem þarf að gera er að grípa barnið áður en þunglyndið festir sig í sessi. Við verðum að skima skólastofur og greina börnin hraðar og verðum að vanda til verks. Við verðum að vera vakandi fyrir áhættueinkennum og kunna að taka eftir þeim. Við verðum að hlúa að börnunum okkar. Börnin eru okkar dýrmætasta auðlind, þau sem eiga eftir að taka við af okkur.Höfundur er í 6. sæti á lista Framsóknar í Reykjavík
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar